Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 63
MAL BEGGJA KYNJA
Ef ég hefði verið karlmaður...
Mér þykii Iíklegast að ég hefði orðið sjómaður,
eins og faðir minn og bræður. Pabbi var í föðurætt
kominn af útvegsbændum og farmönnum langt aftur
í ætt. Sjómennskuhneigðin er því ættlæg. Og mán ég
það sem barn, að engir menn voru í mínum augum
eins miklir menn og sjómenn. Og cnnþá hlýjar orðið
sjómaður mér um hjartarætur. Eitt af t'yrstu von-
brigðum mínum, sem mig sveiö sárt undan, var að
ég gat ekki orðið sjómaöur, vegna þess að ég var
telpa. Ég hafði lekið eftir því, |)egar drengir, bæði
bræður mínir og aðrir voru farnir að stálpast, og láta
sig dreyma um að komast á sjóinn, fóru þeir að halla
húfunni í annan vangann, stigu ölduna, og spýta um
tönn. Mér fannst þetta vera spor í sjómennsku áttina,
og sá sem gæti gert þetta nógu vel, hlyti að verða
góður sjómaður. Það styrkti lílca þessa trú mína, að
gamall skipstjóri sem ég þekkti og hafði mætur á,
hagaði sér svona. En pabbi var öðruvísi. Þó ég
heyrði sagt, að hann væri góður sjómaður, fannsl
mér jaað skorta hjá honum, að hann hallaði ekki
húíunni, spýtti ekki um tönn og hafði ekki sjó-
mannsgöngulag. Þetta þótti mér |)á slæmt en pabbi
var samt beztur allra.
Einu sinni tók ég mig lil, og setti upp húfu af
bróður mínum, hallaði henni íannan vangann, steig
ölduna í gríð og erg og spýtti eins og ég gat. Nei, mér
tókst bara furðu vel, ég hlaut að verða ágætur sjó-
maður. Mamma sá til mín og varð ekki um sel, hefur
víst ekki þótt (oetta kvenlegt. Hún tók mig að hnjám
sér og benti mér á, að ég væri telpa, en ekki drengur,
og jress vegna ætti ég að læra að sauma, matreiða og
hugsa um heimili. En þetta mætti ég ekki láta mér
detla í hug að yerða sjómaður. Af hverju er ég ekki
strákur? spurði ég. Þessu svaraði mamma ekki.
F.kki þykir mér ólíklegt að hneigðin til að fást við
ræktun eða komast í snertingu við moldina og
gróðurinn hefði einhvern tíma gert vart við sig. Þegar
pabbi kom heim af sjónum, var hans íyrsta verk eftir
að hann heilsaði okkur, að ganga aö glugganum og
skoða blómin. En mamma átti faljég blóm.
Aí hverju er hann pabbi eins í augunum, þegar
hann er að skoða blómin, eins og þegar hann er að
heilsa okkur? spurði ég mömmu einhverju sinni.
Honum þykir vænt um þau eins og okkur, svaraöi
mamma. Þessu svari velti ég lengi fyrir mér.
Ég veit, að ég hefði verið eins. Það hefði verið mér
nauðsyn að hafa samband við mold og gróður. En
samt var sjómennskan svo ofarlega í mér, að ég er
sannfærð um, að það hefði orðið ævistarf mitt, ef ég
hefði verið karlmaður. Stundum á mínum yngri
árum kom jaaö yfir mig að íinnast það hafa verið
lítilmennska mfn, að fara ekki mínu fram. Gerast sjó-
maður, þó aö ég væri kvenmaöur. En stolt mitt er, að
f æðum mér rennui fslenzkt sjómannablóð."
Cuðlaug Narfadöttir 1953
Málfar mótar
Mái beggja kynja fjallar um konur og karla og
skfrskotar til beggja. Þess vegna er talað um hóp
kvenna og karla með orðinu þau. Þá er ekki sagt um
slíkan hóp: Viðstaddir risu úrsætum, heldur viðstödd
risu úr sætum.
Sumt f máli beggja kynja er áiitamál sem við
verðum að taka afstöðu til. Ég tel að um hóp kvenna
og karla skyldum við nota orðið fólk en ekki menn.
Við segjum þá og skrifum til dæmis: Fólki finnst... en
ekki: Mönnum finnst.... Þegar vísað er til okkar allra,
bæði kvenna og karla, er nú tíðast sagt: Menn segja....
eða: Menn verða að skilja.... Dæmi úr blaðaviðtali:
„Hún segir að menn séu einnig farnir að gera sér
grein fyrir mikilvægi þess...." Annað dæmi úr sama
blaði þar sem er notað mál beggja kynja: „Fólk er
mjög undrandi á...." Það er líka hugsanlegt að nota
orðið manneskjur um konur og karla. Við þurfum ekki
að nota orðið menn um konur og menn þótt hefðir
séu fyrir því í máli okkar. Við getum tekið upp aðra
málnotkun og talað um menn sem karla. Mál beggja
kynja er mál sem innifelur og andstæðan er mál sem
útilokar. Þegar orðið „menn" eða „þeir" eru notuð um
konur og karla eru konur útilokaðar.
Annað dæmi um álitamál: Borgarstjóri tók til máls,
hún sagði.... Álit mitt er að þetta sé rétt mál sem við
skuium nota.
Mál beggja kynja er enn lítið notað í íslensku.
Karlkynsmálfar er yfirgnæfandi en við tökum lítið eftir
þvf af þvf að við erum vön því. En málfar mótar. Mál
beggja kynja hefur djúp áhrif á menninguna. Þess
vegna þurfum við að leggja okkur fram um að taka
eftir málfarinu sem er notað í ræðu og riti og æfa
okkur í að nota mál beggja kynja.
Guðlaug Narfadóttir (1897-1983) hafði
mikinn áhuga á félagsmálum og var tals-
maður jafnréttis alla tíð. Hún var meðlimur
í Góðtemplarahreyfingunni frá barnsaldri
er hún gekk í stúku. Hún var starfsmaður
Afengisvarnarráðs um árabil auk starfa
fyrir barnaverndarnefnd og Hjálparnefnd
stúlkna, sem skipuð var af hinu opinbera
og starfaði á sjöunda áratugnum. Hún
skrifaði auk þess í mörg tímarit og flutti
þætti Um daginn og veginn í útvarpinu.
Hún fékk hina íslensku fálkaorðu fyrir störf
sín í þágu bindindismála og við útför
hennar stóðu templarar heiðursvörð.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir