Vera - 01.10.2000, Side 19
Hvað myndir þú telja að þú ættir að fá í laun? Ég
teldi eðlilegt að fá 220.000 - 250.000 kr. í grunnlaun á
mánuði fyrir að sinna öllum þeim þáttum sem
eðlilega geta talist til kennarastarfsins.
Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni á vinnu-
markaði? Eins og staðan er í dag gæti ég vel hugsað
mér til hreyfings á vinnumarkaðinum. En mér skilst
að atvinnuumsóknir þeirra sem komnir eru yfir fertugt
séu yfirleitt lagðar til hliðar án þess að litið sé á þær.
Af þessum sökum sé ég mig ógreinilega fyrir mér
annars staðar en þar sem ég er núna.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Meðvitað ætlaði ég örugglega að verða flugfreyja eða
hárgreiðslukona, jafnvel vinna í fiskbúð eða verða
prestur. En ómeðvitað spunnu örlögin mér leið inní
kennsluna. Þegar ég var lítil vildi ég alltaf vera f
skólaleik og auðvitað vera sjálf kennarinn. Haustið
eftir stúdentspróf var ég véluð til kennslu í gagn-
fræða- og iðnskólanum í Kefiavík og síðan hef ég
kennt, kennt og kennt. Kennslustarfið var því aldrei
meðvituð ákvörðun.
Starfsábyrgð og skyldur: Kennarinn leggur upp og
skipuleggur starfið f skólastofunni, það er á hans
ábyrgð að opna nemendum leið inní námsefnið á
sem skilmerkilegastan hátt. Hann ber einnig ábyrgð á
því að skapa afslappað og námsvænlegt andrúmsloft
í kennsiustundum. Kennara ber auðvitað skylda til að
sinna starfi sínu af alúð, mæta vel, vera vel undir-
búinn, lesa sér til f sínu fagi, iáta aldrei bilbug á sér
finna í kennslustundum hvernig svo sem líðanin
annars er. Honum ber skylda til að þjónusta nemend-
ur í faglegu tilliti, hvetja þá og leiða þá áfram í
náminu eins og kostur er.
Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið?
Mér finnst skemmtilegast að vinna með áhuga-
sömum, virkum og námfúsum nemendum sem leggja
sig alla fram og koma vel undirbúnir f hverja
kennslustund. Einnig finnst mér gaman að vera innan
um ungt fólk og fylgjast með því hvernig það breytist
og þroskast á þessum árum sem það er hjá okkur í
framhaldsskólanum.
Hvað finnst þér leiðinlegast? Mér finnst leiðinlegast
að kijást við námsfælna, áhugalausa, metnaðarlausa
og lata nemendur. Mér leiðast einnig iangar, inni-
haldsrýrar fundarsetur þar sem dýrmætum tfma er
eytt í hlaup útum víðan völl.
Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu:
Helstu réttindin finnst mér vera að framhalds-
skólakennarar eiga rétt á árs oriofi á launum sér til
endurmenntunar eftir að hafa kennt í vissan
árafjölda. Langt í frá allir kennarar ná að nýta þessi
réttindi, því miður. Einnig eru til sjóðir sem hægt er
að sækja um styrk úr ef farið er á námskeið, bæði
heima og erlendis. Það mætti ef til vill líta á vinnu-
tíma kennara sem frfðindi en á móti kemur að vegna
almennt lélegrar vinnuaðstöðu í skólunum vinna þeir
mikið heima hjá sér og ráða þar af leiðandi nokkru
um það hvenær sú vinna fer fram.
Vinnutíminn leiðinlegastur
Nafn: Magnea Ósk Magnúsdóttir
Aldur: 16 ár
Menntun: Grunnskólapróf
Starf: Afgreiðslustúlka á kassa
Vinnustaður: Nóatún við Hringbraut
Starfsaldur: Þrír mánuðir
Laun: Heildariaun 130.836 kr., útborguð laun 102.321
kr., þar af 7.403 kr. í desemberuppbót.
Fjölskylduhagir: Býr heima hjá móðir.
Vinnutími: 12-20 virka daga og aðra hverja helgi,
oftast frá 18-21 á kvöldin.
Ertu ánægð með launin? Já, alveg þokkalega. Ég er
ekki búin að vinna það lengi.
Hvað myndir þú telja að þú ættir að fá í laun? Mér
finnst þetta sanngjarnt. Launin munu síðan hækka
þegar ég er búin að vinna aðeins lengur og er komin
með meiri reynslu.
Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni á vinnu-
markaði? Ég ætla í framhaldsskóla eftir áramót,
á náttúrufræðibraut. Ætla að vina áfram með
skólanum.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Læknir.
Starfsábyrgð og skyldur: Afgreiða fólk bara, það er
svo sem ekki mikil ábyrgð sem maður hefur. En við