Vera - 01.10.2000, Qupperneq 18
Mynd: Elma Guðmundsdóttir
Hvað stendur á launaseðlinum þínum?
Borgað eftir taxta og ekki
krónu umfram það
Nafn: Helga Björnsdóttir
Aldur: 42 ár
Menntun: Grunnskóli
Starf: Fiskvinnslukona
Vinnustaður: Sfldarvinnslan hf. í Neskaupstað
Starfsaldur: 7 ár
Laun: 473 kr. á tímann, eða 18.939 á viku, og 200 kr. í
bónus sem gerir 26.939 á viku. Útborguð laun eru 20.750
kr. á viku. Á síldarvertíð á haustin og í loðnu er unnin
yfirvinna, þá verða launin u.þ.b. 34.000 krónur á viku.
Fjölskylduhagir: Einstæð móðir með 3 börn,
það elsta 18 ára.
Vinnutími: 8-17, klukkutími í mat. Á sumrin er unnið
7-15.15 og hálftími í mat. Yfirvinna er eingöngu í sfld
og loðnu.
Ertu ánægð með launin?
NEI, alveg hreinar línur!
Hvað myndir þú telja að þú ættir að fá í laun?
120.000 kr. (70-80 þúsund fara í mat).
Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni á vinnu-
markaði? Hef ekki planað það, verð eitthvað áfram í
Síldarvinnslunni. Er bjartsýn og vil búa áfram í
Neskaupstað.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Pældi ekki f svoleiðis. Á unglingsárum langaði mig þó
í kokkinn en pabbi réð mér frá því - það væri ekki
skemmtilegt til lengdar.
Starfsábyrgð og skyldur: Er í snyrtingu í fiskinum. í
síldinni er ég í flökun.
Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið?
Mjög gaman að vinna í síldinni, loðnan ágæt líka.
Hvað finnst þér leiðinlegast?
Fiskurinn. Mér leiðist hann voðalega.
Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu:
Annað hvert ár heldur fyrirtækið árshátíð og býður þá
starfsfólkinu.
106.276 kr. eftir 26 ára starf
Nafn: (órunn Tómasdóttir
Aldur: 46 ára
Menntun: B.A. próf í frönsku og ensku frá H.Í.,
uppeldis- og kennslufræði frá H.Í., kennslufræði í
frönsku sem erlent tungumál frá Sorbonne, prófgráða
í frönskum nútímabókmenntum frá Sorbonne, M.A. í
kennslufræði í frönsku sem erlent tungumál frá
Háskólanum í Stokkhólmi. Ýmis endurmenntunar-
námskeið hér heima og erlendis.
Starf: Framhaldsskólakennari
Vinnustaður: Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Starfsaldur: Ég hef kennt sleitulítið síðastliðin 26 ár,
fyrst í gagnfræða- og iðnskóla, síðan f málaskólum og
svo í framhaldsskóla hér heima og fimm ár í Svíþjóð.
Laun: Grunnlaun samkvæmt taxta fyrir fulla kennslu-
skyldu sem er 24 kennslustundir á viku og deildar-
stjórn eru 147.976 kr. á mánuði. Útborguð laun eru
107.276 kr.
Fjölskylduhagir: í sambúð og á ellefu ára dóttur.
Ertu ánægð með launin? Nei, ég er ekki ánægð
miðað við núverandi launaumhverfi á íslandi sem
mér finnst í raun afar brenglað. Mér þykir fráleitt að
nýútskrifaður stúdent komist í símavörslu hjá
einkafyrirtæki og fái 150.000 kr. í mánaðarlaun meðan
mín grunnlaun ná ekki einu sinni þessarri tölu eftir 26
ára starf og sjö ára háskólanám.
18