Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 18

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 18
Mynd: Elma Guðmundsdóttir Hvað stendur á launaseðlinum þínum? Borgað eftir taxta og ekki krónu umfram það Nafn: Helga Björnsdóttir Aldur: 42 ár Menntun: Grunnskóli Starf: Fiskvinnslukona Vinnustaður: Sfldarvinnslan hf. í Neskaupstað Starfsaldur: 7 ár Laun: 473 kr. á tímann, eða 18.939 á viku, og 200 kr. í bónus sem gerir 26.939 á viku. Útborguð laun eru 20.750 kr. á viku. Á síldarvertíð á haustin og í loðnu er unnin yfirvinna, þá verða launin u.þ.b. 34.000 krónur á viku. Fjölskylduhagir: Einstæð móðir með 3 börn, það elsta 18 ára. Vinnutími: 8-17, klukkutími í mat. Á sumrin er unnið 7-15.15 og hálftími í mat. Yfirvinna er eingöngu í sfld og loðnu. Ertu ánægð með launin? NEI, alveg hreinar línur! Hvað myndir þú telja að þú ættir að fá í laun? 120.000 kr. (70-80 þúsund fara í mat). Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni á vinnu- markaði? Hef ekki planað það, verð eitthvað áfram í Síldarvinnslunni. Er bjartsýn og vil búa áfram í Neskaupstað. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Pældi ekki f svoleiðis. Á unglingsárum langaði mig þó í kokkinn en pabbi réð mér frá því - það væri ekki skemmtilegt til lengdar. Starfsábyrgð og skyldur: Er í snyrtingu í fiskinum. í síldinni er ég í flökun. Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Mjög gaman að vinna í síldinni, loðnan ágæt líka. Hvað finnst þér leiðinlegast? Fiskurinn. Mér leiðist hann voðalega. Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu: Annað hvert ár heldur fyrirtækið árshátíð og býður þá starfsfólkinu. 106.276 kr. eftir 26 ára starf Nafn: (órunn Tómasdóttir Aldur: 46 ára Menntun: B.A. próf í frönsku og ensku frá H.Í., uppeldis- og kennslufræði frá H.Í., kennslufræði í frönsku sem erlent tungumál frá Sorbonne, prófgráða í frönskum nútímabókmenntum frá Sorbonne, M.A. í kennslufræði í frönsku sem erlent tungumál frá Háskólanum í Stokkhólmi. Ýmis endurmenntunar- námskeið hér heima og erlendis. Starf: Framhaldsskólakennari Vinnustaður: Fjölbrautaskóli Suðurnesja Starfsaldur: Ég hef kennt sleitulítið síðastliðin 26 ár, fyrst í gagnfræða- og iðnskóla, síðan f málaskólum og svo í framhaldsskóla hér heima og fimm ár í Svíþjóð. Laun: Grunnlaun samkvæmt taxta fyrir fulla kennslu- skyldu sem er 24 kennslustundir á viku og deildar- stjórn eru 147.976 kr. á mánuði. Útborguð laun eru 107.276 kr. Fjölskylduhagir: í sambúð og á ellefu ára dóttur. Ertu ánægð með launin? Nei, ég er ekki ánægð miðað við núverandi launaumhverfi á íslandi sem mér finnst í raun afar brenglað. Mér þykir fráleitt að nýútskrifaður stúdent komist í símavörslu hjá einkafyrirtæki og fái 150.000 kr. í mánaðarlaun meðan mín grunnlaun ná ekki einu sinni þessarri tölu eftir 26 ára starf og sjö ára háskólanám. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.