Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 39

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 39
súrrealista. Hún velur hlutinn út frá handahófskenndum einkennum, út frá smáatriðum sem iíkjast þótt megineiginleikar séu alls ólíkir. Hún stillir upp samlíkingunni: laufblað = kona, og lætur áhorfandanum eftir að uppgötva hvers vegna. Laufblaðið og Hekla Dögg mynda ekki órofaheild, en samt er eins og þau séu skyld; þau eru bæði Ijóshærð og hárið er fínlegt. Hér koma í hugann fordómar, hvernig menn jkonur og útlendingar| eru dæmd fyrirfram út frá tilvilj- anakenndum forsendum. Hún bendir á hversu léttvægt það getur verið sem ræður því hvernig við flokkum; hún og laufblaðið eru í sama flokki, jú. Hvað ræður því að útlendingur flokkast frá og strákar saman? Hvers vegna hafa léttvæg einkenni valdið því hver eiga heima í listasögubókum og hver ekki? Konan sem gengur með deig á rassi og brjósum virðist fjalla um |venjubundinn| heim kvenna. Við höfum deigið, vfsan til húsverka. Það er lifandi á sinn hátt, það gerj- ast og þenst út, sannkallað frjó- semistákn. Það stækkar rassinn og brjóstin, þar erum við komin inn á svið karlrembunnar; áherslan á þessa ákveðnu líkamshluta. Deigið er eins og silfkon, það gerir vissa lfkamshluta þrýstnari. Verkið er þannig um konuna og umfram allt hvernig á hana er litið. En verkið er einnig fáránlegt, gjörningurinn er trúðslegur. Þrátt fyrir allar þessar áberandi tilvísanir þá er Hekla Dögg, gangandi um salinn með deig á brjósti og rassi, hreint sagt fáránleg. Hún afskræmir fegurðarímyndina, en undir já- kvæðum formerkjum, vegna þess að vísanirnar eru jákvæðar og gamansamar. Með því að leika sér svona að kvenímyndinni setur hún spurningu við hana. í meðferð Heklu Daggar stenst ímyndin ekki, hún setur spurningu við hugmynd- ina um konu og þá fordóma sem henni fylgja. Schneemann gengur út frá því að konan þurfi að leita sér sam- svörunar í listasögunni, hún gengur út frá því að konum hafi kerfis- bundið verið eytt. Á Hekla Dögg í álíka erfiðleikum innan listaheims samtímans? Er hún fyrirframdæmd innan um „strákana"? Þegar Hekla Dögg gerir verkið um frosna pollinn, persónulegt verk byggt á æskuminningum, þá verður það |óvart| að umfjöllun um list strákanna. Því frystivélin er bandarísk, stórbrotin, strákalist; pollurinn sjálfur er hinsvegar viðkvæmur, Ijóðrænn, náttúrulegur (en ekki í þessu umhverfi). Úr sam- ræmi við aðstæður en þó til í stutt- an tíma þar til hann gufar upp í steikjandi sólinni. Það er spurning hvort áhorfendurnir, ef við gefum okkur að þeir hafi verið vanir Mynd: arttoday.com bandarískri |stráka)list í stíl við frystivélina, hvort þeir hafi skilið endapunktinn. Eða var hann of lát- laus, of útlendur? Er Hekla Dögg að skilgreina sig persónulega sem útlending, sem annað en strák, sem einhverja sem ekki fylgir sjálfvirkri þróun listasögunnar? Það er spurning hvort þeirsem- eruekkistrákar (ætli við séum þá ekki að tala um útlendinga, konur, aðra kynþætti hvar sem við erum stödd) geti lævíslega unnið utan við listasöguna j strákal isti na |, skapað þannig aðra listasögu, utanvið, og eftilvill grafið undan því hvað hin listasagan virðist sjálf- sögð. Eru Hekla Dögg, Meret, Carolee og Rosemarie að gera það, hver á sinn háttinn? 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.