Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 3

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 3
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 3 Orðsending til Ijósmæðra Við viljum benda öllum þeim á, sem lokið hafa ljósmæðranámi eftir gildistöku Ljósmæðralaga Nr. 67/1984, sem birtust í Stjórnartíð- indum 28. maí 1984 og teljast því samkvæmt gildandi relgum um birt- ingu laga hafa öðlast gildi 29. maí 1984. Að enginn má kalla sig ljós- móður né starfa að ljósmæðrastörfum hér á landi nema að hafa fengið starfsleyfi samkvæmt Ljósmæðralögum Nr. 67/1984. frá heil- brigðisráðuneytinu. Einnig viljum við benda þeim hjúkrunarfræðingum á, sem numið hafa ljósmæðrafræði erlendis og eingöngu hafa fengið sérfræðileyfi sam- kvæmt reglugerð nr. 98/1976, að þeir hafa ekki rétt til að kalla sig ljósmóðir né stunda ljósmóðurstörf hér á landi samkvæmt Ljós- mæðralögum Nr. 67/1984, sem birtust í Stjórnartíðindum 28. maí 1984, og teljast því samkvæmt gildandi reglum um birtingu laga hafa öðlast gildi 29. maí 1984, nema að hafa fengið starfsleyfi sam- kvæmt Ljósmæðralögum Nr. 67/1984 frá heilbrigðisráðuneytinu. Með kœrri kveðju EVA S. EINARSDÓTTIR, fulltrúi Ljósmœðraskóla íslands í Ijósmceðraráði. GUÐRÚN BJÖRG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, fulltrúi Ljósmœðrafélags íslands í Ijósmœðraráði.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.