Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 5

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 5 Ragga var ekki íyrir að trana sér fram og langt í frá að hún miklaðist af eigin verðleikum, hún var hógvær kona og sjálfri sér samkvæm til síðustu stundar. Hún var fædd á Sauðárkróki og var þar til moldar borin. Batt þar ævinlega tryggð við litla húsið í Suðurgötunni, þar sem móðir hennar og systir búa. Hún bar mikla umhyggju fyrir íjölskyldu sinni og móður sína virti hún manna mest í heimi hér, enda kærleikur og umhyggja þeirra mæðgna hver fyrir annarri einstök. Systur hennar sýndu hennni fádæma umhyggju í veikindunum og Jóhanna hjúkraði henni sem best var á kosið. Fyrir það var Ragga svo þakklát, og fyrir það að fá að vera heima á meðan hægt var. Einn son átti Ragga, Brynjólf, og veit ég að bænir hennar verða hon- um styrkur og hún sjálf góð fyrirmynd. Milli Röggu og Kollu tengda- dóttur hennar var einlæg vinátta og traust og ömmubörnin Ragga Lára og Emil voru augasteinar Röggu. Ég er ekki ein um að sakna hennar Röggu, við söknum hennar öll, sem með henni unnum hér á Krók, þökkun henni samfylgdina og allar gleðistundirnar, og erum þess fulí- viss að laus við þjáningar gengur hún nú guðs um geim. Slíkrar konu er gott að minnast. Birgitta Pálsdóttir Ljósmæður athugið Skrifstofutími L.M.F.Í. að Grettisgötu 89, sími 17399, verður framvegis á mánudögum milli kl. 13.30 og 16.30.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.