Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 9

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 9 fæðingar taka þær ljósmæður sem vinna úti í hverfunum og skal nú ögn vikið að starfsvettvangi þeirra. Það er lögboðið í Skotlandi að hver kona njóti umsjár ljósmóður í 10 daga eftir fæðinguna og eftir að konan útskrifast af sængurkvennadeild vitjar hennar hverfaljós- móðir (community midwife) fram á 10. dag. Þessar ljósmæður vinna mjög svipað og hjúkrunarfræðingar í ungbarnaeftirliti hérlendis og hyggja að vellíðan móður og barns. Fyrstu 3 dagana eftir fæðinguna á konan rétt á 3 heimsóknum daglega, síðan 2 daglega fram á 5. dag en eftir það einni heimsókn á dag fram á 10. dag að hún er útskrifuð í hendur heilsugæsluhjúkrunarfræðings. í heimsóknum sinum mælir ljósmóðirin hita móður og barns, tekur blóðþrýsting ef þarf athugar episiotomiu eftir þörfum o.s.frv. Einnig sjá þær um að skoða konur á meðgöngu ef þær einhverra h luta vegna koma ekki eða vilja ekki koma í göngudeild. En víkjum aftur að ,,domino“ fæðingum. Velji kona að fæða upp á þann máta hefur hún samband við sína hverfisljósmóður sem vitjar hennar þá á meðgöngutímanum og þegar konan heldur að hús sé að byrja í fæðingu hringir hún í þessa ljósmóður, sem fer heim til hennar og metur hana. Konan er svo heima hjá sér ásamt ljósmóð- urinni þar til þeirri þykir tími til þess að fara á fæðingardeild. Oft er konan heima mestan partinn af fyrsta stiginu. Konan fæðir síðan á fæðingardeildinni hverfisljósmóðirin tekur á móti og útskrifar konuna eftir 6 tíma. Heldur svo áfram að vitja hennar eins og að ofan greinir. Mörgum konum fellur þessi leið vel, þær losna alveg við sjúkrahúsið sem stofnun en njóta til fullnustu þess sem það býður upp á. Tilvist hverfaljósmæðranna gerir konum kleift að fara heim nánast hvenær sem þær vilja en eiga samt rétt og kost á aðstoð fagfólks. Þess skal getið hér að það tíðkast ekki á neinum spítalanna að börn séu á barna- stofum enda sá maður hvergi slíka sali. Börnin eru hjá mæðrum sínum allan sólarhringinn, í heimsóknartímum líka. Þó það megi kannski við fyrstu sýn segja að íslenskar ljósmæður starfi sjálfstæðar að fæðingarhjálp en þær skosku þá vakti það athygli okkar að komið hefur verið upp við öll sjúkrahúsin göngudeildum ljósmæðra, þar sem einungis þær skoða konurnar en sérfræðingar aðeins 1-2 sinnum á meðgöngunni. Þetta ku mælast vel fyrir hjá kon- unum (losna við að bíða eftir sérfræðingum??) og enn betur hjá ljós- mæðrunum sjálfum. Konur í áhættuhópum sækja þó ekki þessar deildir heldur venjulegar göngudeildir. Ef rannsaka þarf þær konur sérstak- lega fara þær á dagdeildir sem reknar eru við öll sjúkrahúsin. Þar fara

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.