Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 20

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 20
20 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ samkv. 51. og 52. gr. reglugerðar fyrir heilsugæslustöðvar nr. 160/ 1982. 10. gr. Allar verðandi mæður skulu eiga kost á eftirliti um meðgöngu- tímann. Að jafhaði skal fyrsta skoðun fara fram á 12. viku meðgöngu- tímans. Frá 12. viku til 32. viku meðgöngutímans skal verðandi móður gefinn kostur á að koma til skoðunar á 4-ra vikna fresti. A 32. til 36. viku meðgöngutímans skal verðandi móður gefinn kostur á að koma tvisvar sinnum til skoðunar en eftir það vikulega þar til bamið er fætt. Við mæðraskoðun skal ljósmóðir annast nauðsynlega upplýsinga- öflun og skráningu á mæðraskrá ásamt skoðunum og rannsóknum á bamshafandi konu. Ljósmóðir annast ómskoðanir og aðrar rannsóknir í meðgöngu, svo og mæðravemd almennt. 11. gr. Foreldraffæðsla og ráðgjöf. Ljósmóðir skal kappkosta að búa verðandi foreldri(a) undir hlutverk sitt með fræðslu um meðgöngu, fæðingu og um brjóstagjöf ásamt um meðferð, næringu og umönnun ungbama. Annast öndunar- og slök- unaræfingar fyrir bamshafandi konur, leiðbeina og fræða um fjöl- skylduáætlanir, kynlífsmál og getnaðarvamir. Skal sú fræðsla veitt í tengslum við mæðraskoðun, í og eftir fæðingu og við hjúkmn og eftir- lit bama og barnshafandi kvenna, með sérstökum námskeiðum eða í einkaviðtölum eftir því sem best hentar. 14. gr. Ungbama- og smábamavemd. Á heilsugæslustöð skal ljósmóðir fylgjast með þrifúm og heilbrigði ungbama fyrstu þrjá mánuði, annast skoðun ungbama að minnsta kosti 5 sinnum á aldrinum 3-ja til 14 mánaða, þar sem fylgst er með andlegri og líkamlegri heilbrigði þeirra og taka þátt í skoðun smábama (1 til 6 ára) sem koma á 2.-6. aldursári til læknisskoðunar. Öll böm skulu eiga kost á ónæmisaðgerðum. Öll böm skulu sjónprófuð og heymarmæld fyrir 4-ra ára aldur. Fyrir þann aldur skal og greindar- og þroskaprófa öll þau böm sem gmnur leikur á að hafi óeðlilega lít- inn greindarþroska.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.