Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 23

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 23
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 23 fréttum dag eftir dag frá kennurum, háskólamenntuðum hjúkrunar- fræðingum, venjulegum hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, meina- tæknum og nú síðast fóstrum en ekki minnst á ljósmæður, ekki minnst á að ljósmæður séu að semja eða hafi samið frekar en þær séu ekki til. Stéttarvitundin er kannski ekki meiri þar sem 70-80% af Ijós- mæðrum útskrifuðum síðastliðin 15 ár eru líka hjúkrunarfræðingar íyrir eða eftir og kannski fyrst og fremst, eða staðnaði LMFÍ eftir baráttuna um umdæmisljósmæðumar. Ég vil taka undir með Evu og spyr hvernig ljósmæðrastétt viljum við vera. Baráttan er að hefjast hjá konum og sem vel menntaðar, framsýnar og ábyrgar ljósmæður snúum við vöm í sókn og samein- um öll þessi félög í eitt, t.d. Félag Háskólamenntaðra. En þar sem stétt eykur svo við undirbúningsnám sitt getur hún tekið með sér fámennan hóp í nýtt stéttarfélag samanber sjúkraþjálfara. Síðan gæt- um við rætt innbyrðis um launastig eftir menntun, starfsaldri, ábyrgð í starfi o.s. frv. Til þess að þetta geti orðið verður LMFÍ að ráða sér launaðan starfs- mann a.m.k. um tima t.d. félagsráðgjafa, lögmann eða einhvem þann sem vanur er að fást við kröfúgerðir og sætta ólík sjónarmið. Ef 100 ljósmæður greiða 500 kr. á mánuði em þar 50.000 kr. Vesturlandsdeild LMFÍ sendi félaginu svipaða áskomn 1977 fyrir 10 ámm og segir mér svo hugur um að ýmislegt væri öðmvísi í dag ef þessari áskoran hefði verið tekið. Kæm starfssystur, ég er stolt af því að vera ljósmóðir og mega taka þátt í mestu gleðistundum í lífi hverrar íjölskyldu og hafa hönd í bagga með fyrstu skrefum nýrra skattborgara. Ég þakka áheyrnina. Eymundsson Auslurstræii, sími 18880 — Nýja bæ, sími 611700

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.