Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 29

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 29
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 29 Farið var í rútu til Húsavíkur og er þetta í annað skipti sem aðal- fundur er haldinn þar. Sá fyrri íyrir 15 árum, árið 1971. Rætt hefúr verið um að halda aðalfundinn nú í vor á Sauðárkróki og þá helst í byrjun júní. Á fundinum á Húsavík sagði Birgitta Pálsdóttir frá Norðurlandaþingi ljósmæðra sem haldið var í Stokkhólmi í maí 1986, en hún fór þangað í hópi 20 íslenskra ljósmæðra. Tvær aðrar frá Norðurlandsdeild fóru á þingið, Ása Marinósdóttir og Margrét Þór- hallsd. Form. minntist lítillega á aðalfund LMFÍ sem haldinn var með hraði í Reykjavík þ. 19. apríl 1986. Þar kom m.a. fram að æskilegt væri að hafa sérstakan fund með ljósmæðrum utan af landi og þá helst í tengslum við aðalfundinn. Á Húsavíkurfundinum voru ritari og varaformaður endurkjörnar. Þá kom fram þar sem og á undanförnum aðalfundum að ijárhagur deildarinnar er ekki sérlega beisinn, enda ekki um neina fjáröflun að ræða utan árgjöld. Meiri áhersla hefur verið lögð á að fjalla um mál- efni ljósmæðra og skjólstæðinga. Hvers konar fræðsla er vinsæl. Það er barnshafandi kvenna svo og seinna mæðra. Á þessum fundi hreyfði Ólöf Ásta Ólafsdóttir þeirri hugmynd hvort ekki væri möguleiki í sambandi við mæðraeftirlitið á Akureyri að koma á meiri kynnum milli verðandi mæðra og þeirra ljósmæðra sem vinna á fæðingardeildinni. Myndi það veita konum meira öryggi ef þær fengju á meðgöngutímanum að kynnast einhverjum af þeim sem síðar kæmu til með að annast þær í fæðingu og sængurlegu. Ólöf Ásta gat um fleiri en einn möguleika í þessu sambandi og var ákveðið að kanna hvort starfandi ljósmæður á FSA gætu til skiptis starfað við mæðraeftirlitið ásamt heilsugæsluljósmæðrum. í framhaldi af þessu héldu nokkrar ljósmæður fund og var samið bréf sem sent var til nokkurra aðila sem þessu tengjast. Þann 28. apríl sl. boðuðu hjúkrunarforstjóri og yfirlæknir Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri ljósmæður til fundar. Skýrðu þau frá því að með haustinu yrði tekið í notkun nýtt húsnæði fýrir mæðraeftir- litið og sýndu teikningar af því. 14 ljósmæður komu á þennan fund. Þau skýrðu einnig frá því að samkvæmt ýmiss konar lagagreinum væri ekki möguleiki á að tvær stofnanir önnuðust eftirlitið. Önnur þeirra yrði að vera ábyrg fyrir starfseminni og í þessu tilfelli yrði það Heilsugæslustöðin. Auglýst var eftir ljósmóður. 2. febrúar komu 10 ljósmæður til fundar um kjaramál ljósmæðra og

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.