Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Síða 36

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Síða 36
36 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Tillaga kom frá ritstjórn eftirfarandi: Aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands, haldinn að Grettisgötu 89, Reykjavík 9. maí 1987, veitir ritnefnd Ljósmæðrablaðsins heimild til að breyta útliti og uppsetningu blaðsins. Breytingartillaga barst frá Hildi Kristjánsd. svohljóðandi: Legg til að breyting á stærð blaðsins verði leyfð en útlit forsíðu lagt fyrir stjórn sem verði að samþykkja. Tillögur ritstjórnar og Hildar Kristjánsd. bornar undir atkvæði og felldar en samin ný tillaga eftirfarandi og hún samþykkt samhljóða. Aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands haldinn að Grettisgötu 89, Reykjavík, 09.05. 1987 veitir ritnefnd Ljósmæðrablaðsins heimild til að breyta stærð blaðsins, sem bundin verði við áramót og útliti forsíðu að undangengnu samþykki stjórnar. Svohljóðandi ályktun barst fundinum. Til aðalfundar Ljósmæðrafélagsins. Aðalfundur Deildar Hjúkrunarfræðinga með Ljósmæðramenntun lýsir ánægju sinni yfir þeim kjarabótum sem áunnist hafa í síðustu kjarasamningum til handa ljósmæðrum og er það von okkar að það launamisrétti sem til þessa hefur ríkt sé nú að engu orðið. Stjórnin Tillaga um breytingu á stöðuheitum á Kvennadeild frá Gróu M. Jónsd. eftirfarandi. Aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands haldinn 09.05. 1987 að Grettisgötu 89, Reykjavík, samþykkir að skora á stjórn Ríkisspítala að breyta stöðuheitum á Kvennadeild Lsp. að þar verði starfsheitið ljós- móðir notað í stað hjúkrunarfræðingur. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Tillaga um félagsgjöld frá ljósmæðrum á Selfossi svohljóðandi: Ljósmæður á Sjúkrahúsi Suðurlands Selfossi leggja til að fundurinn samþykki að ráðinn verði starfsmaður á skrifstofu félagsins. Til að

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.