Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Síða 48

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Síða 48
48 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ safnað í gegn um tíðina var ákveðinn fjöldi fylgja (8) með þrjá æða- belgi og tvo æðabelgi og þrjár með einn æðabelg (Nylander og Corney 1971). I Nígeríu voru prósentur af fylgjum með þrjá æðabelgi miklu hærri en í UK. Af 40 þríburum voru 29 með þrjá æðabelgi, 10 voru með tvo æðabelgi og aðeins ein var með einn æðabelg. (l:bls. 173). 9. Tvíbura fylgja Gerðir fylgja: Til eru þrjár gerðir af fylgju — einföld, blönduð og aðskildar. Stað- setning hreiðrunar í leginu, samruni kynfrumanna og hjá eineggja tví- burum skiptir máli á hvaða tíma samruni kynfrumanna átti sér stað, í sameiningu ákvarðar þetta gerð fylgjunnar á meðgöngunni. Þar sem tvíeggja tvíburar koma frá tveimur eggfrumum hafa hvor um sig sína fylgju. Með því að benda á staðsetningu hreiðrunar halda þær áfram að vera aðskildar eða ef þær eru nálægt hvor annarri geta þær samein- ast að hluta eða algjörlega þannig að þær mynda greinilega eina leg- köku. Með því að bera saman tíðni þessara tveggja gerða af fylgjum með tvo æðabelgi þá er það ekki hægt að ákvarða nægilega í gegn um tíðina, er samruni mismunandi í mismunandi rannsóknum, allt frá lausum himnutengslum í fullkomna samloðun á fylgjuvef. (Sjá mynd 2.). Gerðir fylgja hjá eineggja tvíburum gefur góða vísbendingu um þroskastig þegar eggfruman skiptir sér. Ef skiptingin skeður á fyrstu þremur dögunum eftir frjóvgun, munu tvíburarnir fá sín hvora fylgj- una. Sumir rannsakendur hafa fundið út að eineggja tvíburafylgja með tveimur æðabelgjum er líklegri til að vera blönduð heldur en hjá tví- eggja tvíburum. Tveir könnuðir halda því fram að þetta gerist við mikla breytingu á hreiðrun sem hefur átt sér stað hlið við hlið þegar tvær eggfrumur koma frá sama eggjaleiðara sem að sjálfsögðu gerist hjá eineggja tvíburum. Það er eflaust enginn munur á starfsemi hjá sameinuðum og aðskildum fylgjum, en þar sem starfsemi fylgja hlýtur að hafa áhrif á hvar staðsetning hreiðrunar er, er ekki að undra þó misræmi í fósturvexti hjá samkynja tvíeggja tvíburum sé meiri en hjá þeim sem hafa aðskildar fylgjur. Ef önnur fylgjan er staðsett á aftur- vegg legsins og hin t.d. nálægt cervix þá mun hin fyrri hafa heilmikið leg-fylgju blóðflæði og þar af leiðandi betri næringu fyrir það fóstur. (1 :bls.72)

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.