Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Side 6

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Side 6
Andleg líðan kvenna á Akureyri eftir fæðingu þunglyndiseinkenni og foreldrastreita við þriggja mánaða aldur barns Útdráttur Margar konur upplifa mikið álag þegar þœr verða mœður og fjölmargar rann- sóknir sýna fram á að fœðingarþung- lyndi og foreldrastreita er fylgifiskur þessa mikla álags. Segja má að rannsóknin sem kynnt er hér sé þríþætt. I þessari grein verð- ur fjallað um fyrsta hluta hennar en þœr niðurstöður fjalla um tíðni fœðing- arþunglyndieinkenna og foreldrastreitu á þjónustusvæði Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri. 1 öðrum hluta rann- sóknarinnar erfjallað um hvaða þcettir sem skráðir eru á meðgöngu kvennanna hafa tengsl við foreldrastreitu og fœð- ingarþunglyndiseinkenna. íþriðja hluta rannsóknarinnar er könnuð upplifun kvenna afþví að fá fœðingarþunglyndi. Iþessumfyrsta hluta rannsóknarinnar var tilgangurinn að kanna tíðni fœðing- arþunglyndiseinkenna og streitustiga hjá konum með þriggja mánaða gömul börn. Rannsóknarsnið ermegindlegt, lýs- andi, þar sem spurningalistar voru not- aðir til að afla gagna. Rannsóknarúrtak voru 235 konur sem komu með börn sín í þriggja mánaða skoðun í ung- barnavernd Heilsugœslustöðvarinnar á Akureyri og var svarhlutfall 65%. Við gagnasöfnun voru notaðir þrír listar; lýðbreytulisti, Edinborgar-þunglyndis- kvarðinn (EDPS) og foreldrastreitu- kvarði (PSI/SF). Niðurstöður sýrnlu að meirihluti kvennanna eða 67% mœldust með <9 stig, um 17% mældust með 9- 11 stig og um 16% kvennanna mældust með >12 stig á EPDS. Varðandi for- eldrastreitu þá kom fram að um 17% þátttakenda greindust með > 75 stig sem talið er vera mikil foreldrastreita. Sú breyta sem hafði marktœka (p<0,05) fylgni við þunglyndiseinkenni var menntun (p-0,039) en þœr breytur sem höfðu marktœka fylgni við streitu- stig voru aldur (p=0,022) og hvort þær væru frumbyrjur eða fjölbyrjur (p=0,013). * Ritrýnd grein Sigfríður Inga Karlsdóttin Ijósmóðir; lektor við Háskólann á Akureyri, klínískur sérfræðingur í Ijósmóðurfræði við FSA. Hjálmar Freysteinsson, Fieilsugæslulæknir Heilsugæslustöðinni á Akureyri Sigríður Sía Jónsdóttir Ijósmóðir fræðslustjóri í hjúkrun við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Margrét Guðjónsdóttir; hjúkrunarforstjóri/ framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri Fjörutíu og þrjú prósent þátttakenda sem mældust með >12 stig á EDPS mældust einnig með >75 streitustig. Lykilorð: Andleg líðan eftir fæðingu, Edinborgarþunglyndiskvarðinn, þung- lyndiseinkenni, foreldrastreitukvarði, streitustig. Inngangur Yfirlýst markmið Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri (HAK) er að meta til jafns líkamlega, tilfinningalega og félagslega þætti varðandi heilsu fólks. Viðfangsefni heilsugæslunnar eru ein- staklingar sem búa við margskonar aðstæður, hafa fengið misjöfn þroska- skilyrði og hafa ólíkar forsendur til að takast á við sjúkdóma, þroskakreppur og áföll. I vinnulagi HAK, sem var breytt árið 1988, er áhersla lögð á að nýta tíð og endurtekin samskipti til að byggja upp persónulegt samband við skjólstæð- ingana og reyna að koina til móts við brey tilegar þarfir þeirra. Litið er á félags- og tilfinningalega þætti sem mikilvæga þætti heilsunnar. Leitast er við að auka foreldrahæfni og styrkja tengsl móður/ föður og bams. Leiðir að þessu marki eru meðal annars að skrá með mark- vissari hætti en áður hafði verið gert, upplýsingar í mæðravernd um almennt heilsufar, félagslegar aðstæður, andlega líðan og uppvaxtarskilyrði í bernsku. Þannig fara flestar barnshafandi konur í viðtal hjá sínum heimilislækni þar sem grunnur er lagður að þjónustumati fyrir konuna (Anna Karólína Stefánsdóttir, Hjálmar Freysteinsson, Hulda Guð- mundsdóttir, Björg Bjarnadóttir, Guð- finna Nývarðsdóttir, Magnús Skúlason, Pétur Pétursson, Sigfríður Inga Karls- dóttir, Sigmundur Sigfússon, 2000). Þessi upplýsingasöfnun er notuð sem grunnur að mati á þörfum einstaklinga fyrir aukinn stuðning og umhyggju starfsfólks í mæðra- og ungbarnavernd, fjölskylduráðgjöf eða önnur úrræði. Með þessu fyrirkomulagi er leitast við 6 Ljósmæðrablaðið júm' 2007

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.