Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 8
hlutverki er varasöm bæði fyrir for- eldra og börn (Thome, Alder & Ramel, 2006; Thome,1998). Samkvæmt rann- sókn Thome (1990) eru algengustu streituþættir íslenskra mæðra að mati þeirra sjálfra sambúðar- og samskipta- erfíðleikar, erfiðleikar tengdir uppeldi ungra bama og/eða eldri barna, félags- legir erfíðleikar, heilsufarsvandamál þeirra sjálfra og/eða annarra í fjölskyld- unni. Marktækt samband milli þunglyndis- einkenna og foreldrastreitu hefur verið staðfest í rannsóknum og hafa rannsak- endur talið vísbendingar um að ákveðn- ir þættir í umönnun bama geti reynst konum með fæðingaþunglyndieinkenni erfiðari en öðram (Thome, Alder og Alfons, 2006; Thome 1998;). Fowles (1998) fann í rannsókn meðal 136 mæðra, níu til fjórtán vikum eftir fæð- ingu, neikvæð áhrif fæðingaþunglynd- iseinkenna á líðan mæðra í foreldra- hlutverki, bæði hvað varðaði hæfni og viðhorf til barnsins. Þá hefur verið ályktað að sterk fylgni þunglyndiseinkenna við foreldrastreitu, bendi til að tíðum þunglyndiseinkennum fylgi streita (Thome, Alder og Alfons, 2006; Thome, 1998). Þeir sem rannsakað hafa hvaða streituþættir hafa tengsl við fæðinga- þunglyndiseinkenni hafa fundið að þættir eins og skortur á félagslegum stuðningi, fjárhagserfíðleikar, atvinnu- leysi, áhyggjur af heilsufari barns eða óværð þess og erfiðleikar í samskiptum við föður barns, stuðla að eða auka á þunglyndiseinkenni (Beck, 2001). Einnig hafa sumar rannsóknir fundið tengsl milli aðstæðna kvenna á með- göngu s.s. fjárhags og atvinnu og óværðar hjá börnum fyrstu mánuði eftir fæðingu (Wurmser, Rieger, Domogalla, Kahnt, Buchwald, Kowatsch, Kuehnert, Buske-Kirschbaum, Popousek, Pirke, og Voss, 2005). Foreldrastreitukvarðinn er greining- artæki sem notað hefur verið til að finna böm, sem eru í áhættu að verða fyrir truflun á tilfinningaþroska og hegðunar- vanda vegna streitu í tengslum foreldra og barns. Kvarðinn hefur verið notaður bæði sem kembileitartæki og til að meta árangur meðferðar með því að leggja hann fyrir bæði undan og eftir meðferð (Thome,1999). Sýnt hefur verið fram á að greining og meðferð vegna fæðingaþunglyndis og/eða foreldrastreitu stuðlar að bættum samskiptum og heilsu móður og bams (Austin og fl., 2007; Mc Curdy, 2005). Efniviður og aðferðir í þeirri rannsókn sem hér er greint frá er rannsóknarsnið megindlegt og lýs- andi, þar sem spurningalistar eru not- aðir til að afla gagna um tíðni fæð- ingaþunglyndis- og foreldrastreituein- kenna meðal mæðra á þjónustusvæði Fleilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Megin rannsóknarspumingin var hver væri tíðni fæðingaþunglyndiseinkenna og foreldrastreitu á þjónustusvæði HAK og hvort tíðni fæðingaþunglyndisein- kenna og foreldrastreitu væri í samræmi við það sem áður hafði komið í ljós í rannsóknum þegar úrtak hefur verið tekið af öllu landinu. Rannsóknaúrtak mynduðu allar mæð- ur sem komu í ungbamavernd á HAK með þriggja mánaða gömul börn sín á tímabilinu 1. apríl 2000 - 31. maí 2001, samtals voru það 235 konur sem komu og 152 þeirra svöruðu spurningalist- anum. Við komu í ungbarnavemd var kon- unum kynnt rannsóknin. Ef kona sam- þykkti að taka þátt í rannsókninni undir- ritaði hún upplýsinga- og samþykkisblað og fékk með sér heim spurningalista og merkt umslag til svarsendingar. Ef svör höfðu ekki borist innan eins mánaðar voru konunum send ítrekunarbréf. í rannsókninni voru notaðir þrír spurningalistar: Edinborgarþunglyndis- kvarðinn (EPDS), foreldrastreitukvarði (PSI/SF) og lýðbreytulisti. Þunglyndis- kvarðinn tekur til 10 atriða sem mæla tíðni þunglyndiseinkenna eftir fæð- ingu. Hvert svar hefur gildi á bilinu 0-3. Viðmiðunarmörk > 12 hafa verið sett fyrir greiningu þunglyndis en nið- urstöður víðtækra rannsókna benda til að stuðull milli 11-12,5 sé réttmætur til greiningar þunglyndis meðal kvenna með vestrænan bakgrunn (Thome, 1999). Samkvæmt Thome (1999) sýndu niðurstöður viðtalskönnunar að konur með þunglyndisstuðull 9-11 virtust aðal- lega upplifa streitu sem fylgdi aðlögun að nýjum hlutverkum og aðstæðum. í þessari rannsókn var notuð stytt útgáfa kvarðanns (PSI / SF) sem sam- anstendur af 36 spurningum, hverri með fjómm svarmöguleikum, þannig að mögulegur stigafjöldi er á bilinu 36 - 180. Viðmiðunargildi fyrir mikla for- eldrastreitu er 75 stig eða fleiri, en gildi > 90 er vísbending um áhættu fyrir vel- ferð foreldra og barna. Kvarðinn skiptist í þrjá undirkvarða, skynjuð streita í for- eldrahlutverki, streita í samskiptum við bamið og skynjuð streita vegna skap- gerðar barnsins. Islensk útgáfa þessa kvarða hefur verið prófuð og reynst áreiðanleg og réttmæt og fylgni hans við EPDS marktæk eða p<0,01 (Thome, 1998; Abidin, 1990). í forprófun íslenskrar útgáfu kvarð- ans kom í ljós að aðeins var hægt að nota hann frá sex mánaða aldri barnsins en þá var gerð breyting á leiðbeining- um hans sem gera átti öllum foreldrum kleift að svara spumingum án tillits til aldurs barnsins (Thome, 1998). Með lýðbreytulistanum voru kann- aðir eftirfarandi þættir hjá mæðrunum: aldur, menntun, hjúskaparstaða, fjöldi barna og hvernig síðasta barn þeirra fæddist. Utbúinn var gagnagrunnur í Microsoft Excel sem svörin voru slegin inn í en upplýsingar í gagnagrunninum eða breytur voru skilgreindar fyrir hverja spurningu. Gögnin voru síðan flutt yfir í tölfræðiforritið SPSS til greiningar þar sem gerðar voru tíðnitöflur fyrir hverja breytu og megin niðurstöður síðan krosskeyrðar með lýðbreytum. Til að kanna tíðni milli breyta var gert p-próf. Aflað var leyfa fyrir rannsókninni frá Vísindasiðanefnd, hjúkrunarforstjóra HAK, yfirlækni HAK og að lokum var send tilkynning til Persónuvemdar. Niðurstöður Þátttakendur rannsóknarinnar voru mæður sem komu með þriggja mán- aða böm sín í ungbarnavemd HAK 14 mánaða tímabilið apríl 2000 - júní 2001 (N= 235). Svör bárust frá 152 (65%) þátttakendum. Eins og við mátti búast var mik- ill meirihluti þátttakenda, 90%, með búsetu á Akureyri en 10% í dreifbýli í grennd við Akureyri og á Grenivík. Niðurstöður varðandi lýðbreytur Eins og fram kemur í töflu 1 var fjöl- mennasti hópurinn eða 34,2% þátttak- enda á aldrinum 30-34 ára og fámenn- asti hópurinn eða 0,7% á aldrinum 40- 44 ára. Tafla 1. Aldur Aldur Fjöldi Hlutfall 15-19 ára 7 4,6% 20-24 ára 35 23,0% 25-29 ára 41 27,0% 30-34 ára 52 34,2% 35-39 ára 16 10,5% 40-44 ára 1 0,7% Samtals 152 100% 8 Ljósmæðrablaðið júni' 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.