Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 14
ívið hærra en í rannsókn Mörgu Thome þar sem það mældist 14%. Hvað varðar tengsl breyta við hinar ýmsu lýðbreytur þá koma meðal ann- ars í ljós marktæk tengsl (p<0,05) milli menntunar og þunglyndiseinkenna. Tíðni þunglyndiseinkenna er hærri eftir því sem konurnar hafa minni mennt- un. I rannsókn Mörgu Thome (1998) fannst marktækt samband milli tíðni þunglyndiseinkenna og hjúskaparstöðu og menntunar mæðra en ekki annarra lýðeinkenna. I þessari rannsókn fannst ekki mark- tækt samband milli þunglyndiseinkenna og hjúskaparstöðu sem gæti skýrst af því hversu fáar konur voru ekki í sam- búð (7%). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að ungar einstæðar mæður séu í sérstökum áhættuhópi m.t.t. fæðinga- þunglyndiseinkenna þó fylgnin reyndist ekki marktæk. Einnig kemur fram að töluverður munur er á tíðni þunglyndis- einkenna ef bornar eru saman niðurstöð- ur á milli frumbyrja (20%) og fjölbyrja (12,6%) og einnig er athygliverð- ur munur á tíðni þunglyndiseinkenna meðal kvenna sem fæða með aðstoð keisaraskurðar, sogklukku eða tanga (20%) og hins vegar kvenna sem fæða eðlilega um leggöng (14,2%). Þrátt fyrir að niðurstöðurnar séu í hvorugu tilvik- inu marktækar þá eru þær áhugaverðar og gefa ákveðna vísbendingu. Tíðni foreldrastreitu reynist vera 16,9%, sem er verulegra minna en í rannsókn Thome (1998), þar sem tíðn- in reyndist 23%. Afar nærtækt er að þakka þessa lágu tíðni foreldrastreitu breyttum að starfsaðferðum í mæðra- og ungbarnavernd þar sem áhersla hefur verið lögð á að bjóða fram auk- inn stuðning og meðferð þeim sem metnir hafa verið í mestri þörf fyrir slíkt. Staðfest eru sterk tengsl milli þunglyndiseinkenna og foreldrastreitu sem áður var þekkt. Há tíðni þunglynd- iseinkenna í rannsókn okkar, en lítil foreldrastreita gæti þó bent til að betur hafi tekist, með breyttum starfsaðferð- um, að hafa áhrif á og fyrirbyggja streituna en þunglyndiseinkennin. Þegar tengsl foreldrastreitu við lýð- breytur er skoðað kemur fram marktækt samband (p<0,05) við aldurmóður, ungar mæður glíma oftar við mikla streitu en þær sem eldri eru. Ennfremur er foreldra- streita marktækt algengari meðal frum- byrja en fjölbyrja. Hvorugt kemur á óvart en styður mikilvægi þess að þessir hópar fái meiri umönnun og stuðning. Rannsóknin getur vatpað nokkru ljósi á þá þætti sem tengjast mikilli streitu og tíðum þunglyndiseinkennum hjá nýorð- num mæðrum. Rétt er að leggja ríka áherslu á mikilvægi þess að reyna að skoða og skilja hvað liggur að baki slík- um vanda. Mikilvægt er að sjúkdóms- gera ekki um of út frá einkennum, sem oft geta verið eðlilega viðbrögð við álagi eða áföllum á þessum viðkvæma breytingatíma. Abstract Emotional hcalth of women in Akureyri: Post -partum depression symptoms and parental stress when the children are three months old. Key words: emotional health after childbirth, EPDS (Edinburgh Postnatal Depression Scale); PSI/SF (Parenting Stress Index / Short Form), parental stress. Many women experience high emo- tional pressure when they become mothers and many studies have shown that post partum depression symptoms and parental stress develops as result of this pressure. This study is divided into three parts. In this article the first part will be discussed. Frequency of post-par- tum depression and parental stress at the service area of the Akureyri Health care service (AHCS) in Iceland was explored. The second part of the study, which is published in other part of this journal, analyses health and psychoso- cial issues screened during pregnancy and there links to post-partum depres- sion and parental stress. The third part of the study is a qualitative study where women in the post-partum depression group were asked about the lived expe- rience of post-partum depression. This part is still in the working progress. The purpose of the first part was to assess the frequency of post-partum depression, and parents’ stress when the child was 3 months old. The study design was descriptive, were data was collected with questionnaire. The study group was 235 women whom came to the AHCS with their children for 3 months old, scheduled well baby check- up. Retum rate was 65%. Data was collected with 1) demographic data, 2) EPDS, and 3) Parents Stress Index 7 Short Form questionnaire (PSI/SF). Results of the EPDS showed that 67% of the women scored <9, 17% scored 9-11 and 16% of the women scored > 12 scores. Results from the PSI/SF showed that 17% of the parents scored > 75 which is an indication of severe parental stress. Education was a significant variable (p < 0.05) regarding post-partum depres- sion syndrome but age (p < 0.039) and parity (p=0.013) were significant cor- relation for stress symptoms. Of the par- ticipant whom scored > 12 on the EPDS, 43% got > 75 parental stress scores. Sigfríður Inga, ásamt móður og barni eftir vel heppnaða vatnsfœðingu. 14 Liósmæðrablaðið júnf 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.