Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Page 24

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Page 24
Það kemur ekki heldur á óvart að þær konur sem hafa fyrri sögu um geðræn/ tilfinningaleg vandamál, reynast hafa marktækt tíðari (SM<0,05) og meiri þunglyndiseinkenni eftir að barnið er fætt. Samband milli þessara breyta hefur einnig fundist í öðrum rannsókn- um (Jardri og fl. 2006). Fyrri saga um geðræn/tilfmningaleg vandamál virðist á hinn bóginn ekki hafa í för með sér auknar líkur á foreldrastreitu. Samkvæmt upplýsingum úr mæðra- verndinni reykir lítill hluti verðandi mæðra á þeim tíma sem viðtal fer fram, eða 6 konur af þeim 73 sem upplýsingar voru tiltækar um. Fjórar af þeim höfðu mikil þunglyndiseinkenni eftir fæðingu og þótt um svo fáa einstaklinga sé að ræða eru tengsl milli reykinga á með- göngu og þunglyndiseinkenna eftir fæð- ingu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að fræða um skaðsemi reykinga á með- göngu og hvetja konur til að hætta reyk- ingum. Þær konur sem reykja samt sem áður á meðgöngunni virðast í auknum mæli hafa þunglyndiseinkenni. Líklegt verður að teljast að tengsl reykinga á meðgöngu og þunglyndiseinkenna eftir barnsburð séu fyrst og fremst óbein, þótt bein tengsl séu ekki útilokuð. Velta má fyrir sér hvort sektarkennd yfir að hafa ekki tekist að hætta reykingum þrátt fyrir fræðslu og hvatningu auki á vanlíðan og þunglyndiseinkenni. Þá er þekkt að reykingar eru tíðari og meiri meðal þeirra sem eiga við geðræn vand- kvæði að stríða og leiða má líkur að því að minni líkur séu á að þeim takist að hætta reykingum við þessar aðstæður. Reykingar á meðgöngu virðast ekki tengjast foreldrastreitu í sama mæli. Þunglyndiseinkenni virðast örlítið algengari meðal mæðra er höfðu sögu um afbrigði í fyrri fæðingum eða fóst- urlát, en sá munur er engan veginn marktækur. Þar kemur heldur ekki fram nein fylgni við foreldrastreitu. Niðurstöður varðandi tengsl upplýsinga af fjölskylduverndarblaði við þunglyndiseinkenni og foreldrastreitu Þegar upplýsingar úr mæðravernd um félagslega stöðu, tilfinningalega líðan og um uppvaxtarskilyrði í bernsku eru bornar saman við gögn um þunglynd- iseinkenni og foreldrastreitu þrem mán- uðum eftir fæðinguna, kemur ýmislegt athyglisvert fram. Mæður sem búið höfðu hjá foreldrum eða tengdaforeldrum þegar upplýsinga Aðrir erfiðleikar á uppvaxtarárum Tafla 40. Engin merki streitu Merki um streitu Samtals Já 87,5% 12,5% 100% (N=8) Nei 87,5% 12,5% 100% (N=88) Samtals 87,5% 12,5% 100% (N=96) Tajla 41. **. A og B C Samtals Engin merki um þunglyndi 26,5% 73,5% 100% (N=83) Merki um þunglyndi 62,5% 37,5% 100% (N=16) Samtals 32,3% 67,7% 100% (N=99) Engin nierki um streitu Tafla 42. ** A og B C Samtals Engin merki um streitu 27,4% 72,6% 100% (N=84) Merki um streitu 58,4% 41,7% 100% (N=12) Samtals 31,2% 68,8% 100% (N=96) Súlurit 1. 80 / A- og B-hópur c.hópUr □ Þunglyndisstig minna en 12 ■ Þunglyndisstig 12 eða meira Súlurit 2. □ Streitustig minna en 12 ■ Streitustig 12 eða meira 24 Ljosrræðrablaðið júnf 2007

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.