Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 25
var aflað á meðgöngutímanum reynd- ust hafa marktækt (SM<0,05) meiri þunglyndiseinkenni eftir fæðinguna og voru einnig líklegri til að lýsa foreldra- streitu þótt það síðarnefnda væri ekki tölfræðilega marktækt. Rétt er að benda á að hér er væntanlega í flestum tilfell- um um ungar mæður að ræða sem eru að eignast sitt fyrsta barn. Fyrir er vitað að þunglyndiseinkenni, og þó sérlega foreldrastreita, er algengari hjá ungum mæðrum og frumbyrjum, þessar nið- urstöður verða að skoðast í því ljósi. Þá virðast konur sem áttu að baki fyrri sambúð nokkru líklegri til að hafa þunglyndiseinkenni og foreldrastreitu en í hvorugu tilviki nær fylgni því að vera marktæk. Nokkrar konur höfðu á meðgöngu lítið samband við barnsföður en það virðist hvorki auka líkur á þung- lyndi né foreldrastreitu. Lítill hópur kvenna hefur, þegar viðtal fer fram á meðgöngu, verið talinn hafa ónógan stuðning frá umhverfi. Algengast mun uð hér sé um að ræða einstæðar mæður en eins getur verið um að ræða konur í sambúð, sem skortir stuðning stórfjöl- skyldu. Hjá þessum hópi má sjá aukna b'ðni bæði foreldrastreitu og þunglynd- iseinkenna og er það fyrrtalda tölfræði- ’ega marktækt (SM<0,05) þrátt fyrir að hópurinn sé eins lítill og raun ber vitni. Þetta verður að teljast gagnleg vitneskja sem gefur tilefni til að leita leiða til að styðja þennan hóp enn betur. Konur sem eiga börn úr fyrri sambúð eða stjúpbörn hafa aukna tíðni þunglynd- •seinkenna og foreldrastreitu. Hvorugt uær þvf reyndar að vera marktækt, en foreldrastreitan er þó aðeins hársbreidd fiá mörkunum. Benda má á að í þessum hópi eru þó trúlega sjaldnast mjög ungar mæður og ekki margar frumbyrjur en með tilvísun til þess sem áður er sagt um áhrif þessara lýðbreyta, mætti vænta pess að foreldrastreita og þunglynd- iseinkenni væru frekar undir meðallagi 1 þessum hópi. Því má trúlega álykta Jð þessi hópur sé í aukinni áhættu, sem Vert er að gefa gaum. Þær konur sem svara játandi spurn- lngu um áhyggjur af fjárhags-, hús- næðis- eða atvinnumálum í viðtali á meðgöngu reynast oftar en aðrar sýna nteiki um þunglyndiseinkenni og for- e drastreitu eftir að barnið er fætt. Þetta er munar eina tilvikið þar sem fylgni er marktæk (SM<0,05) við bæði streitu °g þunglyndiseinkenni. Hér virðist því t öggiega um ag ræda áhættuþátt sem Vert er að veita athygli. Aðeins þrjár konur svara játandi spurningu um áfengisvanda á heimili og tvær þeirra lýsa síðar mikilli foreldra- streitu. Hæpið telst að draga af þessu miklar ályktanir vegna þess um hve fá tilvik er að ræða. Konur sem lýstu svefntruflunum á meðgöngu reynast líklegri til að vera þjakaðar af foreldrastreitu eftir fæð- inguna en aftur á móti hafa þessar svefntruflanir lítil eða engin tengsl við þunglyndiseinkenni eftir barnsburð. Þetta kemur nokkuð á óvart og er erf- itt að túlka. Enn óvæntara er þó að þær konur sem lýsa miklum kvíða á meðgöngu hafa hvorki auknar lrkur á foreldrastreitu né þunglyndiseinkennum eftir að barnið er fætt. Þá virðist erfið reynsla af fyrri fæð- ingum hvorki auka lrkur á þunglynd- iseinkennum né streitu andstætt því sem búist var við. í þessu sambandi er rétt að benda á að upplýsingar um mikinn kvíða snemma á meðgöngu og saga um erfiða reynslu af fyrri fæðingum leiða yfirleitt til nokkuð inarkvissra aðgerða, þar sem reynt er að vinna úr þessum vanda. Spyrja má hvort þær aðgerðir sem gripið er til í þessunt tilfellum séu hugsanlega ástæðan fyrir að í þess- um hópi reynast hvorki inikill kvíði á meðgöngu né saga um erfiða fæðinga- reynslu auka líkur á hvort heldur sem er þunglyndiseinkennum eftir bamsburð- inn eða foreldrastreitu. Konur sem eru taldar byrgja tilfinn- ingar inni og konur sem finna fyrir miklu álagi á meðgöngu virðast hafa meiri líkur á foreldrastreitu þó munurinn sé ekki marktækur, en í hvorugu tilvikinu koma fram auknar líkur á þunglyndiseinkenn- um. En andleg líðan á meðgöngu hefur einmitt verið tengd þunglyndiseinkenn- um eftir fæðingu (Beck, 2001) Konur sem Iýst höfðu áfalli í uppvexti eru með meiri þunglyndiseinkenni, þó ekki sé það marktækt, en er ekki hætt- ara til foreldrastreitu. Sjúkrahúslega í bernsku virðist hins vegar frekar stuðla að streitu, þó án þess að marktækni náist, en ekki þunglyndi. Þá kemur fram að konum, sem búið höfðu við erf- iðleika foreldra í æsku, hættir ívið meir til að hafa þunglyndiseinkenni og finna fyrir foreldrastreitu, en hvorugt er þó tölfræðilega marktækt. Mjög lítill hópur mæðra hafði ekki lokið grunnskólanámi en hann reyndist þó sýna marktækt (SM<0,05) auknar líkur á foreldrastreitu. Þessi niðurstaða undirstrikar að okkar mati mikilvægi þess að efla stuðning við þennan hóp eftir fæðingu barnsins. Nokkru stærri hópur hafði lýst öðrum erfiðleikum á uppvaxtarárum, (t.d. einelti, hegðunarvandamál o.fl.). Þessi hópur virðist hafa aukna tíðni þunglyndiseinkenna, án þess að það nái marktækni. Foreldrastreita virðist hér ekki aukin. Umfjöllun um mat á þjónustuþörf og niðurstöður rannsóknarinnar Þegar matið sem gert er eftir viðtal- ið í mæðravemdinni er borið saman við þunglyndiseinkenni þremur mán- uðum eftir fæðingu bamsins koma í ljós marktækt algengari þunglyndiseinkenni hjá konum sem metnar höfðu verið í þörf fyrir sérstaka athygli, umhyggju, stuðning eða meðferð (Þjónustumat A eða B). Tíu (63%) af þeim 16 konum sem hafa mikil þunglyndiseinkenni höfðu á meðgöngu verið metnar A eða B (aukin þjónustuþörf). Aður hefur komið fram í rannsóknum að konur með þunglyndi eftir barnsburð leita sjaldan til heilsu- gæslunnar með þann vanda og telja sig ekki fá þar hjálp. Það er því ánægju- legt að sjá að með vinnulagi HAK er meirihluti þeirra á meðgöngu greindur í áhættu eða sérstakri þörf fyrir athygli, stuðning eða meðferð. Af 12 konum sem þjáðust af mik- illi foreldrastreitu þegar barn þeirra var þriggja mánaða gamalt hafði meirihlut- inn, eða 7 konur (58%), einnig verið metinn í áhættu eða með aukna þjón- ustuþörf á meðgöngunni (A eða B). Að vera metin í aukinni þjónustuþörf (A eða B) í viðtalinu á meðgöngu tengist þannig marktækt bæði foreldrastreitu og þunglyndiseinkennum eftir bamsburð. Vert er að hafa í huga að upplýsinga- söfnunin á meðgöngu og matið á þjón- ustuþörf leiða til margvíslegra aðgerða hjá hinum ýmsu aðilum er koma að þjónustunni og markmiðið er að mæta sem best ólíkum þörfum fyrir stuðning, fræðslu og meðferð. Þótt tilgangurinn sé víðtækur og sérstaklega sé horft til hagsmuna barns- ins, má velta fyrir sér hvort og í hve miklum mæli þessar aðgerðir dragi úr þunglyndiseinkennum og streitu hjá nýorðnum foreldrum. Lagt er kapp á að taka á áhættuþáttum strax á meðgöngu til að fyrirbyggja vanda síðar ef þess er kostur. Fullyrða má að sá hópur sem met- inn er í aukinni þörf fyrir þjónustu og umhyggju (A og B) fái meiri þjónustu, stuðning og meðferð en ella og á þann Ljósmæðrablaðið júni' 2007 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.