Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Side 30

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Side 30
Yfirsetukvennaskólinn og fyrirmyndir bókarinnar. Til vinstri er bók Hoorns, The twenne gudfruchtige ... Siphra och Pua frá 1719.1 miðju er 2. útgáfa afbók Buchwalds, Nye JordeModer Skole frá 1739, sem er að miklu leyti þýðing á riti Hoorns, og til hœgri er íslenska þýðingin á bók Buchwalds, Sá nýi yfirsetukvermaskóli frá 1749. Tafla I Uppruni Yfirsetukvennaskólans 1697 Johan von Hoom gefur út fyrstu sænsku kennslubókina í ljósmóðurfræðum, Then swenska walöfwade jordegumman. 1715 Hoom gefur út stytta útgáfu af Then swenska walöfwade jordegumman undir titlinum The twenne gudfruchtige ... Siphra och Pua. 1719 Önnur útgáfa The twenne gudfruchtige... Siphra och Pua kemur út. 1725 Danski læknirinn Balthazar Johann de Buchwald gefur út Nye Jorde-Moder- Skole sem er að miklu leyti þýðing á bók Hoorns frá 1719. 1749 Nye Jorde-Moder-Skole kemur út í íslenskri þýðingu með titlinum Sá nýi yfirsetukvennaskóli í þýðingu Vigfúsar Jónssonar. Hugmyndir Halldórs í lok janúar 1749 gekk Halldór frá for- mála Yfirsetukvennaskólans. Formálinn er nokkuð áhugaverður, en þar má greina viðhorf Halldórs til yfirsetu- kvennastarfsins og þann tíðaranda sem þá ríkti gagnvart starfinu. Halldór fer fögrum orðum um yfirsetukvennastarfið og segir að það krefjist vits, kunnáttu og manngæsku við bam og móður, en að það sé jafnframt mjög vandasamt, enda séu ávallt að minnsta kosti tvö mannslíf sem hvíli í höndum ljósmæðra við hverja fæðingu, líf móður og barns. Þá vitnar Halldór í Biblíuna til merk- is um mikilvægi starfsins og bendir í því sambandi á söguna um Sifra og Púa, en þær voru hebreskar ljósmæður sem getið er um í Gamla testament- inu,17 I frásögn testamentisins segir að þær hafi komið sér undan fyrirmæl- um Egyptalandskonungs um að bana ísraelskum sveinbörnum við fæðingu og því séu nöfn þeirra „ ... meðal hinna veglegustu upptalin í ritningunni" eins og Halldór komst að orði. í formálanum segist Halldór óttast að bókin muni ef til vill fá misjafnar viðtökur vegna þess að fólk muni hugs- anlega halda fast í fyrri þekkingu og telja óþarft að kynnast nýjungum, en tor- tryggni gagnvart nýjungum var almenn hér á landi á þessum tíma.18 Slíkt við- horf féll Halldóri illa og hann taldi það verða landinu til minnkunar ef skýrar og greindar konur myndu taka bókinni á þann hátt. Hann benti á að ýmsar konur frá fyrri öldum hefðu lært margt af sjálfsdáðum, og spyr hvernig staðan væri ef þær hefðu notið skipulegrar fræðslu. Þá gætu þær jafnast á við marg- ar merkar fræðikonur á meginlandinu og nefnir sem dæmi „Schurmanninn", sem er líklega Anna Maria van Schumiann (1607-1678), þekkt hollensk fræði- og @SÍ InU, ©tttftUðö>Œ3lS33®U9l llm gtfcrfefu ^fcena &onf(ena / StlStimcnciciivai' ðfytfcmc (Smtuin(Fvif. «Duv i ©Dnjtu, cggotboirflDuc Sff BALTHAZAR JOHANN DE BUCHVVALD. Med. Do£t. & Mcd. Provinc. Loit: & Falft, (ftuujjelciiDft-'tt tvtlngbitv . 3lf Scl-SgruwtMflttttt cg S&tnjgwiíffibiMj ©r- ŒíÍgfiUfaftöntfÍSpnf. (þrcftcab Jyíjtarbnl cg (þrcfaftr i ^Stiira (ðD(Iti. WS’i Wö’íWT) V9V @fl(t Sílmont 3iil'uiiDiii s, gtiJimi. <sr, l/A I/A l/A i/?) t&\ tZA W, V* <tA Pcmftut <u írtolum i Jlíalltfl.Sfli, 2ÍÍ 'þallDoi'e CiíEöfym, 1749. Titilsíða Yfirsetukvennaskólans frá 1749. kvenréttindakona sem lagði stund á list- ir, bókmenntir, guðfræði, lögfræði og kunni jafnframt fjölda tungumála. Hún var afbragðsgóður listmálari og Halldór hefur greinilega þekkt til verka hennar, enda var hún kunn í evrópskri menning- arumræðu. Þessi hugleiðing Halldórs er líklega með þeim fyrstu sem birtist á prenti á íslandi urn möguleika form- legrar menntunar kvenna. Loks taldi Halldór hættu á því að bókin kæmist í „... óguðlegra manna hendur, hvörra tungur eru upptendraðar af helvíti ... með fúlum svívirðilegum gikkslegum losta og hégómaorðum ...“. Halldóri fannst bókin augljóslega nokk- uð opinská um kynfæri kvenna og lagði mikla áherslu á að þeirra sem rangtúlk- uðu efni bókarinnar biði hörð refsing og vísar því til stuðnings rækilega í marga kafla Biblíunnar þar sem harða refsingu ber á góma. Halldór telur þó að bókin sé svo vandlega unnin að enginn sem stjórnist af Guðs anda muni hneykslast á efni hennar. Yfirsetukvennaskólinn skiptist í tvennt; fyrri hluti bókarinnar fjallar um náttúrulegar fæðingar, en sá síðari um áhættufæðingar og inngrip. Hvor hluti hefur svo að geyma stutta kafla þar sem lagðar eru fram spurningar og svör. Ágæt efnisskrá er í lok bókarinnar. Viðtökur bókarinnar Tólf árum eftir að Yfirsetukvennaskólinn kom út (1761) var farið að nota bókina við formlega fræðslu ljósmæðra. Það hófst með tilkomu landlæknisembætt- isins sem var stofnað árið 1760. Bjarni Pálsson (1719-1779) var þá skipaður landlæknir og hófst hann þegar handa við að skipuleggja formlega ljósmóð- urfræðslu. Ári síðar hófst svo form- leg kennsla á vegum embættisins þegar dönsk ljósmóðir, Margarethe Katrine Magnussen (um 1720-1805), kom hing- að til lands. I bréfasafni Bjama má finna nokk- ur bréf þar sem Yfirsetukvennaskólann ber á góma. í maí 1761 skrifaði Bjarni bréf til Gísla Magnússonar (1712-1779) Hólabiskups. I bréfinu segist Bjarni hafa farið yfir helstu grunnatriði í ljós- móðurfræði með nokkrum yfirsetukon- um eins og segir til um í skipunar- bréfi sínu. Hann hafi rekið sig á að kunnáttu þeirra hafi verið nokkuð áfátt og taldi að það væri vegna þess að fáar yfirsetukonur eigi eða hafi lesið Yfirsetukvennaskólann, „ ... sem er þó ágæt bók, og þeim eins að sýnu leiti ómissandi, sem Barna Catechismus... “. 30 Ljósmæðrablaðið júnf 2007

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.