Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 45

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 45
rnn var fyrir ráðstefnuna, var Hildur Knstjánsdóttir kjörin formaður Norður- landasamtaka Ijósmæðra og er það 1 fyrsta sinn í 57 ára sögu samtak- anna sem íslendingur hefur vermt það sæti- Hildur hefur verið fulltrúi íslands stjórn NJF síðan 1986. Ljósmæðrafélag Islands óskar Hildi innilega til hamingju með formannsstöðuna. Næsta Norðurlandaráðstefna ljós- mæðra verður haldin í Kaupmannahöfn á 60 ára afmæli NJF árið 2010. Útgáfumál ^efsíður Ljósmæðrafélagsins eru báðar nnnar af sóma. www.ljosmodir.is er nú meðal vinsælustu vefsíðna landsins undir stjórn Önnu Sigríðar Vernharðsdóttur. nnra net vefsíðu Ljósmæðrafélagsins v<tr opnað í lok apríl og fengu allar ljós- mæður send persónuleg aðgangs- og lykilorð til að komast inn á það. Með til- k°mu innra netsins skapast möguleikar t*l umræðna, námskeiðahalds o.fl. ásamt uðgangi að lokaverkefnum ljósmæðra. Vefstjóri Ijosmodir.is/felag er Val- §erður Lísa Sigurðardóttir. Auk þessa hefur Ljósmæðrafélagið sent frá sér eitt fréttabréf og Fylgjuna góðu sem Elínborg Jónsdóttir hefur sem fyir, umsjón með. Elínborg kallar eftir ábendingum frá ljósmæðrum um efni Fylgjunnar. Ljósmæðrablaðið kom tvisvar út á árinu með fjölbreyttu efni þrátt fyrir að engin ritrýnd grein birtist árið 2006, en von er á nokkrum slíkum í næstu blöð. Greinar úr blaðinu eru nú vistaðar í í varðveislusafn Bókasafns LSH, sem nefnist Hirslan, slóðin er http://www. hirsla.lsh.is/lsh/sflr. Þar er hægt að finna greinar með því að slá inn leitarorð. Bókin um Meðgöngu, fæðingu og sængurlegu hefur nú verið endurþýdd og dreift til allra ljósmæðra í mæðra- vernd. Kristín Svala Jónsdóttir sá um þýðingu bókarinnar og fékk til liðs við sig fleiri ljósmæður m.t.t. staðfæringar. Bókin er kostuð og gefrn út af Libero fyrirtækinu en umboðsaðili þess hér á landi er O. Johnson og Kaaber sem mun sjá um dreifingu hennar. Hafið samband við Ólaf Hauk vegna pantana á bókinni: oho@ojk.is Húsnæðismál Nú höfum við verið í nýju húsnæði í rúmt ár og líkar sambúðin við BHM félög afskaplega vel. Boðleiðir eru stuttar þegar flestir sem til þarf að leita, eru undir sama þaki. Eins hafa ljós- mæður verið sérlega iðnar við að nýta sér góða fundaaðstöðu sem nægt fram- boð er af í húsnæðinu. Við höfum lagt mikla áherslu á aðgang að fjarfundabúnaði sem nú er að komast í gagnið og hyggjumst við nýta okkur hann við flest tækifæri. Ég vil þakka stjórn Ljósmæðrafélags- ins góða samvinnu og félagsmönnum fyrir hollar ábendingar og hvatning- arorð. Ljósmæðrafélagið er lítið félag en öflugt og með traustan bakhjarl, BHM. Eins og fyrr segir, má á ýmsan hátt líkja Ljósmæðrafélaginu við gras- rótarsamtök, með hugsjónum ljósmæðra fyrir góðum málstað og við eigum að nýta okkur þau einkenni félagsins til að styrkja stéttina yst sem innst. f.h. stjórnar Ljósmœðrafélags Islands Guðlaug Einarsdóttir, formaður Bayer HealthCare |y Bayer Schering Pharma Ljósmæðrablaðið júní 2007 45

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.