Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 54

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 54
HUGLEIÐINGAR LJOSMOÐUR Barnið er fætt - hvað tekur við? Ég hef í vetur verið að stíga mín fyrstu skref í heimaþjónustu ljósmæðra. Þar bý ég að ágætri reynslu af umönnun sængurkvenna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), þar sem ég starfa meðal annars. En þó að ljósmæðrastörf- in séu þau sömu í heimaþjónustu og á sængurkvennadeild, er umgjörðin mjög ólík. í heimaþjónustunni er fjölskyldan á heimavelli, sameinuð í eigin umhverfí, sem veitir flestum sjálfsöryggi og vel- líðan. Einnig hefur það áhrif að þjónust- an er veitt af einungis einni ljósmóður, en það ætti að stuðla að samræmdari fræðslu og vinnubrögðum. Þrátt fyrir ótvíræða kosti og vinsældir heimaþjónustunnar, er hún þó í raun og veru ekki val fyrir nýbakaða foreldra á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hreiður og heimaþjónusta er sá pakki heilbrigð- iskerfísins sem stendur til boða eftir eðlilega fæðingu. Flestar konur eru sáttar við þetta og undir það búnar á meðgöng- unni. Hins vegar heyri ég alltaf öðru hvoru raddir kvenna sein fínnst slæmt að hafa ekki val um sængurlegu á sjúkra- húsi. Ástæðurnar sem liggja að baki geta verið margvíslegar; slæm reynsla af brjóstagjöf, þörf fyrir hvíld fjarri önnum heimilislífsins, ónógur stuðningur heima fyrir o.s.frv. Þessar ástæður vega sjald- an nógu þungt til að réttlæta innlögn á sængurkvennagang, sem oftar en ekki er fullsetinn af mæðrum og bömum sem þurfa sérhæft eftirlit og umönnun. Konur sem kjósa sængurlegu fram yfir heimaþjónustu geta reyndar valið að fæða og liggja sængurlegu á einhverju jað- arsjúkrahúsanna (í Kefíavík, á Akranesi og Selfossi). Á HSS fá feður t.a.m. að vera með móður og bami á einkastofu svo lengi sem húsrúm leyfir og er lengd dvalarinnar háð þörfum móður og barns. Foreldrar eru almennt mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag og feður nýta sér þennan kost vel. Verðandi foreldrar á Reykjavíkursvæðinu setja þó vegalengd- ina til jaðarsjúkrahúsanna oft fyrir sig, en einnig takmörkun á opnun skurðstofu sem sum staðar er staðreynd. Valið er því í raun og veru annmörkum háð. Hin hliðin á málinu er svo þær sæng- urkonur sem vegna eigin heilsufars- vandamála, eða barna sinna, þurfa að 54 Ljósmgðrablaðið júnf 2007 Steinunn Zophaníasdóttir; Ijósmóðir á Landspítala-háskóla- sjúkrahúsi og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fara á sængurkvennadeild. Þær hafa ekkert val og þurfa oftar en ekki að deila herbergi með öðrum sængurkonum, stundum fleirri en einni. Það segir sig sjálft að ekki felst mikil hvíld í því, auk þess sem slík dvöl felur í sér aðskilnað frá föður barnsins að einhverju leyti. Sem ljósmæðranemi á Skejby sjúkra- húsinu í Árósum í Danmörku kynntist ég fleiri útfærslum á sængurlegunni. Starf- semi sængurkvennagangs var reyndar samskonar og á LSH, nema hvað há- marksfjöldi á hverri stofu voru tvær sængurkonur. Skrautfjöður spítalans var sjúkrahótelið (patienthotellet), en þangað fóru frumbyrjur í eðlilegu ferli í sængurlegu. Skipulag hótelsins var að fyrirmynd hefðbundins hótels með teppalögðum göngum, einstaklings- eða hjónaherbergjum með sér baðherbergi og sjónvarpi. Þama var líka hinn fínasti veitingastaður sem foreldrarnir gátu rölt á með vögguna og farið “út að borða”. Að sjálfsögðu var bjór og léttvín á boð- stólnum að hætti Danans. Hótelið var að vonum mjög vinsælt og flykktust fæðandi konur hvaðanæva að í von um að fæða eðlilega og enda á sjúkrahótelinu. Boðið var upp á 4-5 daga sængurlegu fyrir for- eldra og barn. Ljósmóðir var á vakt allan sólarhringinn og gekk á milli herbergja tvisvar á dag og sinnti sængurlegunni. Einnig var hægt að kalla á hana þess á milli ef foreldramir þurftu á að halda. En eins og komið hefur fram, var þessi þjónusta einungis fyrir fmmbyrjur. Fjölbyrjur í eðlilegu ferli voru útskrifaðar heim heilum fjómm tímum eftir fæðingu. Og ekki var heimaþjónustunni fyrir að fara. Heimsókn ljósmóður sem var á vakt á fæðingargangi, daginn eftir fæðingu stóð til boða, þ.e.a.s. ef blessaðar ljósum- ar vom ekki of uppteknar í fæðingum. Óvíst er hvort íslenskar konur myndu sætta sig við slíka mismunum, en víst er, að þótt sængurlegan á íslandi sé almennt góð, má lengi gott bæta. Krafan um einbýli á sjúkrahúsum er að aukast í samfélaginu og nýbakaðar mæður þurfa rólegt umhverfí og hvíld sem ekki er hægt að uppfylla með fjölmennum her- bergjum. Einkastofa ætti að mínu mati að standa öllum nýbökuðum foreldrum og börnum þeirra til boða, ekki einungis konum í eðlilegu ferli, heldur einnig veikum konum og þeim konum sem kjósa sængurlegu á sjúkrahúsi framyfir heimaþjónustu. Það er því mín von, að á nýju þjóðarsjúkrahúsi verði gert ráð fyrir flottu “Hreiðurhóteli”, sem til viðbótar okkar frábæru heimaþjónustu myndi gera gæfumuninn fyrir íslenskar sængurkonur og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.