Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 10
voru útilokaðar sem greinst höfðu með
íleiri sjúkdómsgreiningar en grindarlos
sem krefst sérhæfðrar þjónustu svo sem
við of háum blóðþrýstingi, sykursýki,
meðgöngueitrun o.fl. Þátttakendumir
skrifuðu undir upplýst samþykki eftir að
hafa lesið kynningarbréf um rannsókn-
ina sem þeir fengu í hendur en þar var
þeim meðal annars tilkynnt að viðtölin
yrðu hljóðrituð. Rannsóknarverkefnið
bar heitið „Þjónusta við konur með
grindarverki á meðgöngu”en það var
samþykkt af Vísindasiðanefnd (VSNb
2006120008/03-7) og tilkynnt til Per-
sónuverndar. Ekki var greitt sérstaklega
fyrir þátttöku í rannsókninni. Samtals
tóku átta konur þátt í rýnihópunum.
Gagnasöfnun
Sami viðtalsrammi var hafður til hlið-
sjónar við báðar viðtalsaðferðirnar til að
ná fram upplifun og áliti á þjónustunni
frá sjónarhorni fagaðila annars vegar og
þátttakenda í rýnihópunum hins vegar.
Til að leita svara við rannsóknarspurn-
ingunni var kannað hvernig viðmæl-
endum þætti greiningu, fræðslu, ráðgjöf
og meðferð sinnt hjá þeim konum sem
kvarta um grindarverki á meðgöngu.
Einnig voru þeir spurðir til hvaða aðila
þeir teldu að konurnar leituðu eftir aðstoð
og hvort þeir héldu að þeiin gagnaðist
sú aðstoð sem þeir fengju, hvort þeir
héldu að kostnaður hefði áhrif á það til
hvaða þjónustuaðila væri leitað og hvort
þeir teldu grindarverki vera hugsanlega
vanmetna almennt og í þjónustunni við
þessar konur. Athugað var hvernig þeir
upplifðu tengslin vera milli þeirra fag-
aðila sem sinna þessu viðfangsefni og
hvað þeir álitu að betur mætti fara í
þjónustu við þennan sjúklingahóp. Að
lokum var gerð samantekt á viðtalinu
og spurt hvað læknar, ljósmæður og
sjúkraþjálfarar gætu gert betur varðandi
mj aðmagrindarverki.
Urvinnsla gagna og gagnagreining
Við úrvinnslu gagna voru viðtölin vél-
rituð orðrétt upp eftir hljóðupptökunni.
Notast var við aðferðir grundaðra kenn-
inga þar sem greining fór fram samhliða
og í lok gagnasöfnunar. Leitað var eftir
sameiginlegum efnisþáttum (þemu) sem
greind voru í meginþemu og undirþemu
sem oftast komu upp hjá viðmælend-
unum vegna viðtalsrammans sem var
lagður fyrir þátttakendur (Esterberg,
2002). Viðtölin voru túlkuð til að fá
heildarsýn á textann en í niðurstöðunum
voru efnisþættirnir studdir með því að
tilgreind voru svör viðmælandanna með
beinum og óbeinum tilvitnunum í viðtöl
þeirra til að birta nákvæmari frásögn af
viðhorfum og reynslu viðkomandi þátt-
takenda.
Niðurstöður
Frœðsla, greining og ráðgjöf
Allir viðmælendur voru sammála um
mikilvægi fræðslu snemma á meðgöngu
og að bregðast þurfi fljótt við ef kvart-
að er um grindarverki. Þeir töldu að
gott væri að blanda saman hópfræðslu
og einstaklingsfræðslu þar sem hóp-
fræðslan kæmi aldrei í staðinn fyrir
einstaklingsfræðsluna. Sjúkraþjálfarinn
sem sér bæði um einstaklingsfræðslu
á stofu og hópfræðslu í vatnsþjálfun
taldi einstaklingsfræðslu skila sér betur
þar sem hann væri þá búinn að heyra
sjúkrasögu og skoða viðkomandi konu.
Sjúkraþjálfarinn sagðist jafnframt fínna
þörf kvennanna til að ná tali af honum
að loknum kennslutíma í vatnsþjálfun.
I rýnihópunum kom í ljós að einungis
ein kona hafði fengið vitneskju um hóp-
fræðslu. Konurnar töldu að þetta hefði
með kynninguna að gera í mæðravernd-
inni. Einn viðmælendanna hélt fram að
henni hefði verið sagt frá fræðslunni en
„hún hefði ekki verið gerð neitt aðlað-
andi heldur sagt að það væri svo sem
allt í lagi að mæta.”
Skiptar skoðanir voru meðal fagaðila
um hvemig standa ætti að greiningu
og ráðgjöf sjúkraþjálfara í þjónustuferl-
inu. Viðmælendur voru ekki á sama
máli um hvort sérhæfður sjúkraþjálfari
ætti að vera sérstakur greiningaraðili á
heilsugæslustöðvum eða hjá Miðstöð
mæðraverndar eða hvort viðkomandi
sjúkraþjálfarar sem væru jafnframt
meðferðaraðilar á stofu ættu að sjá um
greiningu og ráðgjöf. I einstaklings-
viðtölunum komu fram vangaveltur um
tvöfalda skoðun, faglegt öryggi og trygg-
ingu gegn ofmeðhöndlun og í hópunum
spunnust umræður um sama efni. Flestar
konurnar vildu fá skoðun og greiningu
hjá væntanlegum meðferðaraðila. Þeim
fannst ekki skipta máli hvort sjúkra-
þjálfarinn væri staðsettur á viðkomandi
heilsugæslustöð eða á sjúkraþjálfunar-
stofu. Konurnar í rýnihópunum voru
allar sammála um að læknar ættu að
taka meiri þátt í mæðraverndinni. Sem
dæmi sagði einn viðmælendanna: „Mér
finnst eðlilegt að læknarnir komi inn og
sjái hvort allt sé eðlilegt þó svo að í 90%
tilfella sé ábyggilega allt í lagi.“
Meðferð
Flestir viðmælendanna bæði í einstakl-
ingsviðtölunum og í rýnihópunum töldu
fræðslu ljósmæðra og/eða sjúkraþjálfara
nægja ásamt vatnsþjálfun við vægum
einkennum grindarverkja en nauðsyn-
legt að blanda saman sjúkraþjálfunar-
meðferð og vatnsþjálfun ef vandamálið
hindraði athafnir daglegs lífs. Almenn
ánægja var meðal viðmælenda með
vatnsþjálfunina við vægari einkennum
grindarverkja. Skiptar skoðanir voru
hins vegar um gagnsemi sjúkraþjálf-
unar. Fjórum fagaðilanna og tveimur
kvennanna í rýnihópunum fannst sjúkra-
þjálfun gagnast mismunandi. Önnur
ljósmæðranna sagðist hafa þá reynslu
að ef konumar lentu eingöngu í nuddi
væru þær ekki ánægðar. Ein kvenn-
anna í rýnihópunum var hins vegar
mjög ánægð með sinn sjúkraþjálfara
sem hafði eingöngu gefið nudd með
góðum árangri. Annar læknanna sagði
stöðugleikaþjálfun með þjálfun djúpu
grunnvöðvanna gefa oft besta árangur
en sjúkraþjálfun væri oft viðhaldsmeð-
ferð á meðgöngunni en ekki meðferð til
lækninga. Einn sjúkraþjálfaranna sagði
það stundum vera tilganginn og það
mesta sem hægt væri að ná fram en í
öðrum tilfellum „væri hægt að koma í
veg fyrir veikindafrí með því að hjálpa
til við að konan geti farið aftur til vinnu
eða í það minnsta að hún geti átt betrí
daga fram að fæðingu." Sjúkraþjálfarinn
sagði meðferðina gagnast í flestum til-
fellum, sumum nægði að fá fræðslu og
ráðleggingar en í erfiðari tilfellum væri
eingöngu verið að halda í horfmu. Af
þeim átta viðmælendum sem tóku þátt
í rýnihópunum hafði ein aldrei kynnst
sjúkraþjálfun, tvær voru ekki nógu
ánægðar með sinn sjúkraþjálfara sér-
staklega eftir að þær heyrðu hinar kon-
umar segja frá sinni reynslu en fimm
kvennanna voru mjög ánægðar. Tvær
þeirra sem vom bæði í sjúkraþjálfun
og vatnsleikfimi sögðu sjúkraþjálfarana
hafa samþætt meðferðina sem hefði
virkað vel. Sjúkraþjálfarinn sem er jafn-
framt leiðbeinandi í meðgöngusundinu
var sammála þessu og sagði sjúkra-
þjálfarana geta einbeitt sér meira að
verkjameðferð og liðlosun ef konurnar
fengju vatnsþjálfun samhliða einstakl-
ingsmeðferðinni. Öllum konunum að
undanskilinni einni konu hafði verið
bent á meðgöngusundið í mæðravernd-
inni en flestar nýttu sér það. Konurnai'
sem nýttu sér meðgöngusundið voru
allar mjög ánægðar að undanskilinni
einni sem hafði sótt vatnsleikfimi sern
var ekki stjórnað af sjúkraþjálfara. Hún
þurfti að hætta þar sem hreyfingarn-
10 Liósmæðrablaðið desember 2007