Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Side 15

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Side 15
Ljósmóðir í Hong Kong Það er gaman að fá tækifæri til að segja fiá vinnu minni og samstarfskvenna hér \ Hong Kong í Ljósmæðrablaðinu á Islandi. Það er óhætt að segja að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég kom hingað árið 2001, en þá var ég nýút- skrifuð ljósmóðir frá íslandi með rnjög takmarkaða reynslu. Hlutirnir æxluðust þannig að skömmu eftir að ég kom he'rna út þá var ég farin að reka ljós- niæðraþjónustu; Iítið fyrirtæki sem sett núði verið á stofn árið 1995 og var að niestu heimaþjónusta eftir fæðingu. Það Var virkilega vel staðið að faglega þætt- mum og ljósmóðirin sem átti fyrirtækið hafði áratuga reynslu og var af mörgum ahtin „hin eina sanna“ - hún var hin sannkallaða móðurímynd sem kom á heirnilin og tók málin í sínar hendur. nnfremur hafði hún eignast sex börn. úll heima og flest án aðstoðar annarra. ún var nálægt sjötugu þegar ég kom ingað og var glöð að selja fyrirtækið °g setjast að á Kýpur. Smám saman, við að reka fyrirtækið, °in í ljós að með því að ráða inn fleira ólk og verða sér úti um góða aðstöðu, v<n hægt að bæta mikið við starfssem- >na og bjóða líka upp á metnaðarfulla oreldrafræðslu, samfellda þjónustu og afa einskonar miðstöð opna fyrir kon- Urnar, sem margar hverjar voru hér án v>nnu og vildu gjarnan kynnast öðrum JUteðrum. Með hjálp margra góðra varð Þetta að raunveruleika hjá okkur og s'ðan 2003 hefur starfsemi fyrirtæk- >s>ns - Annerley, maternity and early u >Idhood professionals - vaxið vel og 0rugglega og núna samanstöndum við 5 ljósmæðrum, 2 hjúkrunarfræðing- Urn, svefnráðgjafa, fyrstuhjálpar kenn- ara’ SVæfingalækni auk rekstrarsjórans ar og nokkurra annarra. f, ^hega skiptum við rekstrinum upp ^ Pt'Jai einingar og erum núna nteð ljós- u*ðraþjónustu’ sem er í mínum hönd- að reka og svo ungbarnavernd, Sg°Skamat og svefnráðgjafarprógram, ^nt meðeigandi minn í fyrirtækinu, víó °'.ah Taylor> sér um. Að auki rekum 'aðningarþjónustu fyrir svokallaða nýburahjúkrunarfræðinga (matemity nurses) og sérmenntaðar bamapíur. Það er ákaflega gaman að sjá um þennan rekstur enda er fjölbreytnin mikil og alla jafna fáum við að fylgja fólki í gegnum skemmtilegt tímabil í lffi þess, sem oft spannar mörg ár. Við þurfum að sjálfsögðu oft líka að eiga við erfið vandamál og það getur verið álag að stjórna rekstri þar sem pólitík og ákveðin hentistefna eru stór þáttur í því hversu vel gengur. Að vera faglegur og fylgja siðfræðinni er ekki alltaf eins auðvelt og maður myndi gjarna vilja því í einkareknum heilbrigðisgeira er því miður ekki alltaf verið að hugsa urn „viðskiptavininn“ fyrst - en við viljum státa okkur af því að vera bæði stærsta og sjálfstæðasta slíka stofnunin hér í Hong Kong, sem betur fer, getum við einnig sagt að okkar viðskiptavinir eru alltaf númer eitt. Til þess að svona sé hægt að vinna, er mikilvægt að vera mjög trúr sjálfum sér og passa upp á að brenna ekki út, - vinna hæfilega mikið og geta gefið sér tíma í að sinna hverri fjölskyldu eins og hún hefur þörf fyrir. Með því að stækka hóp þeirra fagaðila sem vinna hjá Annerley, höfum við hægt og síg- andi getað náð þessu markmiði og þjón- ustan sem við bjóðum upp á hefur í kjölfarið orðið betri með hverju árinu. Hér á eftir ætla ég að segja aðeins meira frá hlut ljósmæðranna í þessum efnum og hvernig við höfum séð áhrif vinnunnar á bæði fjölsyldunnar sem við sinnum, og sjúkrahúsin sem eru að taka á móti konunum í fæðingu. VinnufynYkomulag og mottó Við hófum að bjóða upp á okkar eigin fæðingarstuðning árið 2002, þegar kona nokkur var ófær um að nota mænurót- ardeyfingu til að hjálpa sér í gegnum fæðingu og bað okkur um að vera „lif- andi deyfing“. Hún sagði að trygging- arfélagið sitt byðist til að borga fyrir annað hvort samfellda fæðingarþjónustu eða þá mænurótardeyfingu. Skemmst er frá að segja að þrátt fyrir að þetta fyrsta barn hennar væri 5 kíló og tæki nokkuð langan tíma að fæðast, þá gekk allt vel og engin þörf var fyrir deyfilyf. Konan, sem var trúboði við störf í Laoz, var ákaflega ánægð nteð stuðninginn. Síðan Hulda Þórey skoðar stolta verðandi móður. Ljósmæðrablaðið desember 2007 15

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.