Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Side 31
>nn í orlofssjóð BHM og seldu sum-
arbústað sinn í ÚthÍíð. OBHM á 43
orlofshúseignir, víða um land og leigir
auk þess eignir af öðrurn aðilum. Aðal
orlofssvæði OBHM er í Brekkuskógi,
þar sem allir bústaðir eru búnir heitum
P°tti, þ.á.m. stór, nýr sumarbústaður sem
hýsir a.m.k 10 manns í rúmi. OBHM
hefur einnig aðgang að tveimur íbúð-
um í Kaupmannahöfn og leigir fleiri
íbúðir erlendis yfir sumartímann. Þrátt
fyrir stuttan tíma í nýjum orlofssjóði,
fengu sex ljósmæður úthlutað sumarbú-
stað á háanna tíma síðast liðið sumar.
Aðrar 20 fengu úthlutað orlofsstyrk frá
Ljósmæðrafélaginu og verður það aftur
gert næsta sumar.
Þó svo að ákvörðunin um að selja
sumarbústaðinn hafi verið ertið, hefur
hún orðið til þess að Ijósmæður eiga
nú sitt eigið húsnæði skuldlaust og hafa
auk þess nokkra fjármuni til að styrkja
starfsemi félagins.
Mvað stendur
Ljósmæðrafélagið fyrir?
Ljósmæðrafélag íslands stendur fyrir
langa sögu hagsmunabaráttu fyrir Ijós-
mæðrastéttinni og skjólstæðingum
hennar. Ljósmæðrafélagið stendur einn-
*g fyrir öflugt félagsstaif með kraft-
m]klum og áhugasamum ljósmæðrum
1 nefndum og stjórn. Við nýtum okkur
smæð félagsins í stuttum boðleiðum
'nnan þess og virkjum þekkingu og
fíerni félagsmanna til að vinna að hags-
munamálum allra ljósmæðra.
Innan félagsins er mikil vinna lögð
1 fagleg málefni stéttarinnar. Fræðslu-
°g endurmenntunamefnd stendur fyrir
gmskumiklu starfi sem skilar stéttinni
ynisum nýjungum í ljósmóðurstörfin
°g ber þar fyrst að nefna námskeið
1 nálastungu sem meirihluti ljósmæðra
te|Ur nú sjálfsagðan hluta af daglegum
störfum sínum. Aðrar nýjungar sem má
nefna eru námskeið í notkun ilmkjarna-
,'a °g nú síðast námskeið í sjálfsdá-
e'ðslutækni (hypnobirth). Fræðslu- og
endurmenntunamefnd LMFÍ stendur
£lnn'g fyrir mánaðarlegum hringborðs-
jrmræðum sem er kjörin vettvangur fyrir
Josmæður að ræða fagmál sín með góðu
mnleggj fr;j sérfróðum ljósmæðrum eða
‘u úigfólki. í gegnum tíðina hefur
ne ndin einnig staðið fyrir ráðstefnum.
nnur fagvinna sem má nefna eru
^menntunamámskeið fyrir ljósmæður
fVr'e*ma^°nUStU leiðbeininga
I n' heimaþjónustu í samvinnu við
andlæknisembættið.
^'gáfumál félagsins er andlit ljós-
mæðra út á við. Upplýsingavefurinn
ljosmodir.is er með vinsælustu vefsvæð-
um landsins og ekki að ástæðulausu
því ómæld vinna er lögð í að svara fyr-
irspurnumskjólstæðinga. Félagsvefsíðan
ljosmodir.is/felag, er nauðsynlegt sam-
skiptatæki ljósmæðra, bæði sem upplýs-
ingamiðill á ytra neti og sem samskipta-
form á innra neti. Ljósmæðrafélagið
gefur einnig út Ljósmæðrablaðið sem
mikill metnaður er lagður í. Arlega er
Fylgjan, handbók ljósmæðra gefin út af
félaginu. Fylgjan er handhæg og ótæm-
andi upplýsingauppspretta í daglegum
störfum ljósmæðra.
Ljósmæðrafélag íslands er í virku
samstarfi með Norðurlandasamtökum
ljósmæðra (NJF) og Alþjóðasamtökum
ljósmæðra (ICM).
Ljósmæðrafélag íslands er eftir sem
áður hagsmunafélag ljósmæðra og ein-
beitir sér að hagsbótum fyrir ljósmæð-
ur og barnshafandi fjölskyldur. Félagið
vinnur að því að efla ljósmæðrastéttina
sem sjálfstæða stétt og sinnir faglegum
og fagpólitískum málefnum stéttarinn-
ar.
Hver er stefna
Ljósmæðrafélagsins?
Stefna Ljósmæðrafélagsins í næstu
kjarasamningum er að leiðrétta launa-
röðun ljósmæðra til jafns við stéttir með
sambærilega menntun og ábyrgð.
Vinna við uppbyggingu trúnaðar-
mannakerfisins er nú í fullum gangi
og stefnir félagið að öflugu trúnaðar-
mannakeifi á landsvísu, þar sem allar
ljósmæður geta fengið stuðning af trún-
aðarmanni sínum.
Samkvæmt 2. grein laga og reglna
Ljósmæðrafélagsins, eru markmið
félagsins:
a) Að efla ljósmæðrastéttina og jafn-
framt áhuga íslenskra ljósmæðra
fyrir öllu er að starfí þeirra lýtur.
b) Að stuðla að aukinni menntun og
endurmenntun ljósmæðra.
c) Að gæta hagsmuna og réttinda ljós-
mæðra varðandi starf þeirra og kjör.
d) Að annast samninga um kaup og kjör
ljósmæðra sem rétt hafa til atkvæða-
greiðslu í kjarasamningi félagsins.
e) Að hvetja ljósmæður til þess að við-
halda hæfni sinni og auka þekkingu
sína.
f) Að gæta virðingar ljósmæðrastétt-
arinnar.
g) Að glæða félagslegan áhuga og sam-
vinnu Ijósmæðra bæði innan lands og
utan. í NJF = Nordistk jordmoder-
forbund og í ICM = Intemational
Confederation of Midwives, svo og í
samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir.
h) Að stuðla að bættri þjónustu í barn-
eiganarferli kvenna.
Hvað fæ ég sem kjarafélagi
í Ljósmæðrafélaginu?
Ég fæ aðgang að lögfræði- og hagfræði-
þjónustu hjá BHM.
Eg fæ aðstoð við túlkun og gerð kjara-
samninga.
Ég fæ öflugan starfsmenntunarsjóð
(STRIB).
Eg fæ öflugan vísindasjóð sem einungis
styrkir rannsókna- og þróunarvinnu
ljósmæðra.
Ég fæ fjölmarga orlofskosti bæði hér-
lendis og erlendis.
Ég fæ trúnaðarmann sem er ljósmóð-
ir og þekkir vel sérstöðu ljósmóð-
urstarfa.
Ég fæ greiðan aðgang að fólki innan
félagsins vegna stuttra boðleiða.
Ég fæ greiða leið til áhrifa í félagsstörf-
um ef mér sýnist svo.
Ég fæ fullbúnar Ijósmæðratöskur að láni
hjá LMFÍ fyrir heimafæðingar.
Ég styrki starfsemi félags sem einbeitir
sér að faglegum og fagpólitískum
málefnum ljósmæðra.
Það ætti því ekki að vera tilviljanakennt
hvaða kjarafélag maður velur. Ég hvet
allar ljósmæður til að meta kjarafélags-
aðild sína og ástæðumar fyrir vali henn-
ar. Tilgangur Ljósmæðrafélags íslands
er að efla Ijósmæðrastéttina og gæta
hagsmuna og réttinda ljósmæðra varð-
andi starf þeirra og kjör. Við þiggjum
með þökkum ábendingar um leiðir til
betrumbóta til að gera Ljósmæðrafélgið
fýsilegan kost fyrir allar ljósmæður.
Fyrir hönd
stjómar Ljósmæðrafélags íslands
Guðlaug Einarsdóttir
formaður
www.ljosmodir.is
Ljósmæðrablaðið desember 2007 3 1