Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 34
LJOSIÆIBABLADID 8S ÁRA komast út, nú að lokum heyrði hún hrópin og kom hlaup- andi, en þá varð nemanum svo um, að hún sleppti takinu og barnið skaust með það sama út í rúm, bráðlifandi og hresst. Þessi stúlka hafði verið við fæðingar í sinni heimasveit og brá ekkert við þó barnið skytist í heiminn. En það voru skörp skil milli þess sem frk. Jóhanna kallaði „of seint“ eða „of fljótt" og átti það mjög gjarnan við aðstoðarlæknana, sem áttu að vera við fæðingar. Svo illa vildi til að skarlatssótt kom upp á deildinni og veiktumst við nokkrar stúlkur, en sumar höfðu fengið veik- ina áður. Þetta þýddi sex vikna einangrun og vorum við sendar á farsóttarhúsið til Maríu Maack en hún var eins og móðir allra sjúklinganna sem hún hafði. Ég var búin að vera mikið veik uppi í mínu herbergi og ekki send til Maríu fyrr en rauðu flekkirnir sáust. Við höfðum það svo mjög ánægjulegt á farsóttarhúsinu eftir að við fórum að hressast og María kunni vel við að við værum glaðar og kátar, en matinn urðum við að ljúka við og hugsa vel um heilsuna. Fæðingardeildinni var lokað og allt sótthreinsað í hólf og gólf, en fyrst á eftir var minni aðsókn að deildinni, en það lagaðist þó fljótlega. Eina stofnun langar mig til að minnast á, en það er „Líkn“. Þetta var heldur óásjáanleg bygging af götunni séð og engin stór skilti til að vísa veginn, en þessi stofnun mun hafa bjargað mörgum mannslífum. Þangað komu flestar verðandi mæður í skoðun og fannst þá oft ef eitthvað var að og þá reynt að hjálpa og ráðleggja meðferð. Við lukum allar burtfararprófí eftir árið. Sumar okkar voru ráðnar í umdæmi strax eftir útskrift. Ég var ráðin í umdæmi í Eyjafirði, en var samt fram eftir vetri á fæðingardeildinni. Undir vorið lagði ég af stað norður. Fyrsti áfangi var lyftan með farangur minn og einn nemi var að hjálpa mér. Lyftan stansaði milli hæða eins og stundum áður og seinkaði mér talsvert. En skip sem ég átti pantað far með var nýbúið að taka landganginn þegar ég mætti. Honum var þó skotið á land aftur fyrir síðbúna ljósmóður. Það var seinfarið norður í Eyjafjörð í þá daga, fyrst með bát upp á Akranes. Síðan áætlunarbíl til Sauðarkróks, þar næst með bát til Akureyrar, því Öxnadalsheiði var ófær. Ég saknaði margs þegar ég kvaddi sjúkrahúsið og Reykja- vík, en nú tók við nýr kafli - ljósmóðurstörfin í heimabyggð- inni og hlakkaði ég til þess sem þar biði mín. Sigrún Hjálmarsdóttir útskrifuð frá LMSÍ 1944 Árin 1948- 1949 Það var 1. október 1948 sem ég hóf nám í Ljósmæðraskólan- um. Við vorum tíu stúlkur víðsvegar að af landinu. Skólinn var til húsa á efstu hæð Landspítalans þar sem hann hafði verið frá upphafi. Yfirljósmóðir var Jóhanna Friðriksdóttir sem var orðin öldruð kona og var búin að starfa þar frá 1931 og var einnig kennari við skólann. Við vorum síðustu nemarnir sem útskrifuðumst í hennar tíð. Yfirlæknir var Pétur H. J. Jakobsson. Hann tók við af prófessor Guðmundi Thoroddsen sem hafði starfað þar frá 1931. Núverandi Fæðingardeild tók til starfa 1. janúar 1949. Það var mikil breyting til batnaðar. Fæðingar í heimahúsum höfðu tíðkast áður en á því var orðin mikil breyting. Gamla deildin var löngu orðin of lítil og margar konur þurftu að fæða heima þó aðstæður væru ekki góðar. Miklar vonir voru því bundnar við þessa nýju deild. Öll vinnuaðstaða varð miklu betri og mikil ánægja varð með aðstöðuna. A neðri hæðinni voru fjórar fæðingarstofur, skurðstofa, vaktstofa, baðherbegi og skol. Á annarri hæð var sængurkvennagangur með sjö stofum fyrir konur sem voru búnar að fæða og þar dvöldu þær í eina viku. Þriðja hæðin var þá ekki komin í notkun enn. Þegar mikið var um fæðingar varð að nota allar fæðingarstofurnar fyrir þær sem voru búnar að fæða, svo oft þurftu konur að fæða inni á baði, jafnvel á ganginum. Þetta var afskaplega erfitt fyrir alla aðila eins og gefur að skilja og stundum kveið maður fyrir að koma, sérstaklega á næt- urvaktir, því venjulega voru skilaboð til okkar að ekki mætti neita konum um pláss og var það ekki gert hvernig sem á stóð. Svona þekkist nú sem betur fer ekki í dag. Allar konur þurftu að koma í sjúkrabíl og það voru slökkviliðsmenn sem sáu um að flytja konurnar á fæðingar- deildina, meira að segja í sjúkrakörfu. Þetta var föst regla jafnvel þó kona væri stutt komin í fæðingu. Við nemamir vorum farnar að kynnast sjúkraflutningamönnunum og ef við vorum að fara út þegar þeir voru á ferðinni þá keyrðu þeir okkur oft þangað sem við vorum að fara, því þá áttu ekki allir bfia eins og nú. Ef vont var veður neituðu þeir að fara að ná í sængur- konu nema hafa ljósmóður með því á þessum ámm var oft mikill snjór og ófærð í Reykjavík. Eitt sinn var hríðarveður og snjókoma og þá var hringt fyrir konu í Laugarneshverfinu sem þurfti að komast á fæðingardeildina. Laugarneshverlið var á þessum tíma talsvert út úr bænum. Þeir þorðu ekki að Úr kennslustofu, 1964. Guðrún Magnúsdóttir, yfirljósmóðir er aftast. 34 Ljósmæðrablaðið desember 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.