Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 37

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 37
LJÓSIÆlflllLADIS 85 margar fæðingar, því þetta var nýtt fyrir konunt á Akureyri að fæða á fæðingadeild, enda Ijósmæður í bænum og margir héldu að þessi nýja deild væri bara fyrir konur sem þyrftu á nieiri hjálp að halda svo sem keisaraskurði eða tangarfæð- lngu. En sængurlegan var 9 dagar fyrir eðlilega fæðingu, börnin á barnastofu, konurn- ar fengu ekki að stíga fram nr fyrr en á fjórða degi eftir feðingu, svo vinnuálagið a okkur var nokkuð mikið. bá voru engir sjúkraliðar, bara ein gangastúlka á dag- inn (tvískipt vakt) og önnur á nóttunni. Hún sá um deildina en vakti ljósmóðurina ef um beðingu var að ræða. Það var sem sagt herbergi á deildinni sem var heimili Dómhildar nteðan hún var með deildina °S ég tók svo við herberginu °g deildinni eftir að hún hætti. Það var ekki um neitt annað að ræða og ég hafði ekki einurð í mér lil að heimta að ráðin yrði önnur ljósmóðir, en fékk ýmsar ljósmæður til að leysa ^nig af, annað gekk ekki upp. Þetta gekk auðvitað ekki til angframa, var mjög bindandi. Ingibjörg Bjömsdóttir kom sv° bl starfa og tók við deildinni. Við unnum talsvert saman °g fleiri ljósmæður komu til starfa. Það má alveg segjast að á þessum fyrstu árum fæðingadeildarinar á FSA var allur bún- aður deildarinnar í algjöru lágmarki, kannski ekki meiri en í eimahúsi nema hvað skurðstofa var í húsinu. Öll áhöld og sPrautur þurfti að sjóða. Pottur var fyrir sprautur og nálar en emileruð samloka fyrir áhöldin. Allar bleiur þvegnar á staðn- UlTi, hengdar dl þerris uppi á lofti og straujaðar á vaktinni. Eg rek ég ekki þessa sögu lengra, en ég fór til Svíþjóðar nnstið 1955, endaði með að fá vinnu á fæðingagangi á sjukrahúsi í bæ sem heitir Linköping og vann þar sem Ijós- ’J'oðir. Það var frk. Ellen Erup, sænsk ljósmóðir og mikil nhrifakona í sænsku ljósmæðrastéttinni sem veitti mér og íeinunni Guðmundsdóttur leyfi til að starfa sem ljósmæður 1 Svíþjóð. Steinunn fékk vinnu í Vanersborg. Til gamans má §eln þess að á 100 ára afmæli sænska ljósmæðrafélagsins aiið '986 þá hélt Ellen Erup ræðu . Sjálf var hún þá orðin Uær 100 ára gömul. Það var gaman að vinna í Svíþjóð. Fastar Vaktir og mjög skipulagðar, 6 vikur í einu og svo sama kerfið næstu 6 vikur. Sú ljósmóðir sem var með konu í fæðingu b- á kvöldvakt og konan fæddi ekki um nóttina, fékk að a a v*ð henni morguninn eftir. En auðvitað áttum við okkar r,oaga og í eitt skipti var ég verulega leið yfír frídeginum. annig var ag e-g t(jk ^ naóti fyrri tvíbura að kvöldi en sá Se‘nni fæddist ekki fyrr en á morgunvaktinni daginn eftir. Og a att' eg frí. Heldur betur svekkt, reyndar það mikið að ég &et ekki gleymt þessu. En hvað haldið þið ljósmæður í dag; Sv°na tvíburafæðing viðgengst ekki núna. En hvað um það, e ta gekk vel, bömum og móður heilsaðist ágætlega. Haustið 1956 lauk ég dvölinni í Svíþjóð, hélt heim á leið og fór að vinna, eitthvað á Dalvík og svo á FSA til haustsins 1958 en þá gifti ég mig. Maðurinn minn heitir Sveinn Jónsson og bjuggum við í Reykjavík um veturinn. Þá vann ég við mæðra- eftirlit á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg og vann ég þar t.d. með Asu Asmundsdóttur, þeirri kjarna- konu. Þessi nafna mfn var m.a. í fyrstu ritnefnd ljósmæðrablaðsins og ein af stofnendum LMFÍ. Gaman að vinna með henni þó hún skamm- aði mig einu sinni fyrir að reikna vitlaust út fæðingu. Þá var venjan að reikna 3 mánuði aftur á bak frá blæðingum og bæta svo sjö dögum við. Sennilega hef ég gleymt einum mánuðinum. Þá varekki hjólið góða komið. Eftir að við fluttum í sveitina (Kálfsskinn) vorið 1959 varð smá hlé á Ijósmóðurstörfunum. en í janúar 1961 tók ég við ljósmóð- urumdæminu á Árskógsströnd af móður minni Ingibjörgu Einarsdóttur. Seinna var ég svo einnig með Dalvík og Svarfaðardal um tíma. Með tilkomu heilsugæslustöðvanna lagðist embættið umdæmisljósmóðir af. Ég byrjaði að vinna við mæðraeftirlit á Heilsugæslustöðinni á Dalvík 1980 en hafði að sjálfsögðu einnig með þau störf að gera, sem áður heyrðu undir umdæmisljósmóðurstarfíð svo sem fæðingar og ýmislegt fleira. Mörg af þessum störfum þóttu sjálfsögð og þýddi ekkert að malda í móinn. Eitt af þeim var til dæmis kúabólusetn- ing (þrjár rispur á handlegg með „eitruðu“ efni). Þetta gerði móðir mín á undan mér og því skyldi ég ekki gera það líka? Ekki veit ég af hverju þetta var kölluð kúabólusetning en vit- anlega var þetta gegn bólusótt, sem þá var engin lækning til við, en hægt er að ráða við núna. Ég verð nú samt að segja að ég varð ósköp fegin þegar þessar bólusetningar lögð- ust af. Aðrar ónæmisaðgerðir voru einnig eitt af sjálfsögðu störfunum, bæði barnasprauturnar og hópbólusetningar full- orðinna bæði gegn inflúensu og mislingum. Nú er þetta allt komið í gott kerfi hjá heilsugæslustöðvunum og fast ung- barnaeftirlit einnig. Þegar ég lít til baka minnist ég margra ferða til sæng- urkvenna og þá snjóinn og færðina sem mestan trafala. Ég hef verið flutt milli staða á alls konar farartækjum, þegar ófært var fyrir bíla og snjósleðinn hefði gjaman mátt vera kominn inn í myndina fyrr. Einnig sjálfvirki síminn, það hefði hjálpað mikið. Eitt sinn þegar ég var með umdæmið á Dalvík var von á fæðingu í Svarfaðardal. Þetta var í mars 1957, var þá með umdæmið á tímabili um veturinn. Ég hélt til á Dalvík og þá var ennþá svokallaður sveitasími, nokkrir bæir á hverri línu en símstöðin á Dalvík aðeins opin að deg- inum. Það var samt gert okkur til hagræðis að tengja símann til mín við þann bæ sem ég þurfti að fara til og var því hægt að ná beinu sambandi við mig þegar stöðin lokaði. Þetta Námið tók ekki allann tímann og gaf Þórunn Brýrijólfs- dóttir sér tíma til að túbera Ásu Helgadóttur. \ Ljósmæðrablaðið desember 2007 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.