Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Síða 41

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Síða 41
LJðSIÆDRABllOIl 85 'ngu og jaínvel svo sjálfsagt atriði eins og að fæðandi kona sé á hreyfingu og kjósi sína stellingu sjálf ef aðstæður leyfa. Það sem fylgdi því að líta á bameignarferlið í heild sinni Var aukinn metnaður varðandi mæðravernd og þjónustu í S£engurlegu. Okkar tilfinning var að ljósmæður hefðu ekki staðið nægilega vörð um hlutverk sitt þar. Það hefur því venð ánægjulegt að fylgjast með og taka þátt í þeim breyt- nigum. Sem dæmi um það má nefna fjölgun ljósmæðra a heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins þar sem þær sinna mæðraverndinni. Einnig er heimaþjónusta ljósmæðra orðinn sjálfsagður og ómissandi þáttur. Þegar við hittumst til að taka saman þetta greinarkorn vorum við sammála um að það hafi verið margt að gerast og breytast, flest til hins betra, þegar við vorum að utskrifast sem ljósmæður vorið 1993. Helga Bjamadóttir Ólöf Leifsdóttir Solveig Jóhannsdóttir útskrifaðar frá LMSÍ1993 Peysufataljósmæður Mánudaginn 15. janúar 1996 var söguleg stund í sögu ljós- uiæðrastéttarinnar því þá hófst 1 fyrsta sinn á íslandi ljós- nræðranám, sem var alfarið Undir stjórn ljósmæðra. Það þarf ekki mörg orð til að lýsa eftirvæntingunni í hópnum en við komum úr ólíkum áttum, með mismunandi reynslu í farteskinu. Fljótlega kom- umst við að því að eðli þessa nýja Ijósmóðurnáms var ólíkt sem við áttum að venjast u^ öðru námi. í stað þess að íða með pennann tilbúinn og shrifa niður glósur, var gert ráð fyrir að við værum þátttak- e'idur í kennslunni. Námið var aefnilega byggt upp þannig að umræður og verkefnavinna aemenda voru stór hluti af náminu. Ég skal alveg viðurkenna um mig fór og upp kom sú spuming út í hvað ég væri etginlega komin og veit ég fyrir víst að svipað var ástatt hjá eirum í hópnum. En það breyttist fljótt og í ljós kom að í 0Pnum var mikil tjáningarþörf í umræðutímunum og sköp- Unaigleði í verkefnavinnu. á,- j1()U_nam'ð væri nýtt komu strax í upphafi sterkir straumar ~ ortíðinni þar sem við reyndum að skyggnast inn í heim ormæðra okkar í ljósmóðurstarfinu. Við áttum engin orð . '! þann fraft og það hugrekki sem þær þurftu oft á að halda stnurn störfum. Mér em minnisstæðar frásagnir af ferðum aðT^ð^3 1 stórhríðum yfir heiðar og straumþung fljót til áh f0rnaSt sæn8urkvenna. Þessar frásagnir höfðu mikil afr' a °kkur og ég er viss um að til okkar streymdi eitthvað bju^eSSUm ^ra^' °S Þvr hugrekki, sem þessar ljósmæður n kað má kannski líkja náminu okkar við fyrstu ferð yfir eð-m vissum ekki fyrirfram hversu straumþungt það var stað V?rn'^ ðakkinn væri hinumegin. Við lögðum brattar af Þ'ið f'r ^ðtið °g lentum í öllu því sem einkennir stórfljót. um • °mu tlmar Þar sem þurfti að berjast á móti straumn- Jafnvel að komast út úr hringiðum en inn á milli voru lygnir straumar. Upp á bakk- ann hafðist það og það voru átta stoltar ljósmæður sem gengu á peysufötum upp á svið Háskólabíós og tóku við skírteinum um embættispróf í ljósmóðurfræði. Ferðalaginu yfir þetta fljót var lokið. Ferðinni var þó áfram haldið en nú f ljósmóðurstarf- inu. Sú þekking sem var aflað í þessu nýja ljósmóðurnámi reyndist gott vegarnesti í þeirri ferð. Ber þar hátt áhersl- an á barneign sem eðlilegan hluta af lífinu og það hlut- verk okkar Ijósmæðra sem er að hlú að náttúrunni en ekki að stjórna henni. Einnig ber hátt mikilvægi þess að vinna með verðandi foreldrum og að ákvarðanir séu teknar í samráði við þá. Starfsvettvangur ljósmæðra hefur að sjálfsögðu breyst mikið frá þeim tíma þegar þær fóru gangandi eða ríðandi yfir alvöru heiðar og fljót, þegar starfið fór mest fram í heimahúsum við misgóðar aðstæður. Eins og öllum er kunnugt færðist nánast öll barneignarþjónusta síðan inn á sjúkrahús. í dag hefur hins vegar orðið sú þróun að hluti þjónustunnar fer fram í heimahúsum þ.e. heimaþjónusta í sængurlegu og heimafæðingar sem sjálfstætt starfandi ljósmæður sinna. Hvoru tveggja hefur vaxið síðastliðin ár. Starfsvettvangur ljósmæðra er því að færast hægt og rólega heim til fjölskyldna líkt og var á árum áður, en nú við allt aðrar aðstæður (torfkofarnir og kuldinn úr sögunni). Við eigum að standa vörð um þessa þjónustu og efla sjálfstæða starfsemi ljósmæðra. Þannig gæti orðið um fleiri valkosti að ræða í barneignarþjónustunni. Þar er yfir mörg fljót að fara og sum þeirra mjög straumþung. En formæður okkar kom- ust yfir þau og við eigum í krafti samstöðu og þekkingar að komast yfir þau líka. Valgerður Lísa Sigurðardóttir útskrifuð Ijósmóðir frá Háskóla íslands 1998. Ljósmæðrablaðið desember 2007 41

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.