Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 47

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 47
ferð. Þeir þættir sem voru rannsakaðir voru nýburadauði, fyrirburafæðingar og fæðingarþyngd. Utkoma kvennanna í meðferðinni var ekki einungis mark- tækt betri en hjá konum sem ekki fóru í meðferð, heldur líka betri en hjá konum almennt í Bandarfkjunum (Burgdorf, Dowell, Chen, Roberts og Herrell, 2004). Samkvæmt þessu er til mikils að vinna og ætti að leggja áherslu á að konur sem neyta vímuefna á meðgöngu fari í meðferð. Hlutverk ljósmæðra er að hvetja konurnar og hlutast til um að þær leiti sér meðferðar. Einnig er æskilegt að ljósmóðir komi að slíku meðferðarstarfi, til dæmis með fræðslu og leiðbeiningum um heilsu- eflingu. Aríðandi er að konur fái góða fræðslu um þá áhættu sem fylgir vímu- efnaneyslu á meðgöngu, bæði varðandi barnið og áhrif á meðgönguna sjálfa og útkomu hennar þannig að þær séu meðvitaðar um hvað er nákvæmlega í húfi. Þær þurfa að fá góðan stuðning til þess að hætta eða draga úr neyslunni og aðstoð til að leita sér viðeigandi hjálpar. Mikilvægt er að fræða um heilsusam- lega lifnaðarhætti, til dæmis varðandi mataræði, hreyfingu, svefn og fleira í þeim dúr, eftir því sem þörf er á hverju sinni (Craig, 2001). Einnig er mikilvægt að þær fái fræðslu um frjósemi og getn- aðarvarnir á meðgöngunni þannig að þær séu í stakk búnar að taka upplýsta ákvörðun um val á getnaðarvörn eftir fæðinguna (Hepburn, 2004). Nauðsynlegt er að athuga líkamlegt heilsufar vel. Skima ætti fyrir HIV °g lifrarbólgu, og einnig athuga hvort konan sé smituð af öðrum kynsjúkdóm- um. Ef konur hafa fengið lifrarbólgu þarf að fylgjast með starfsemi lifrarinn- ar á meðgöngu. Hjá þeim konum sem hafa verið eða eru sprautufíklar þarf að fá vitneskju um hvort þær hafi fengið hlóðtappa eða hafi sögu um hjartaþels- hólgu (endocarditis), þetta er hvoru tVeggja afleiðing þess að sprauta sig og Þarfnast sérstaks eftirlits og meðferðar á meðgöngu. Til viðbótar slæmu heilsufari og ahættusömu líferni bætast oft við ýmis lelagsleg vandamál, t.d. tengd atvinnu, fjárhag, búsetu og fleiru. Nauðsynlegt er að þverfaglegt teymi komi að mál- lnu til að tryggja sem besta þjónustu og goðan árangur. Auk ljósmóður ætti að Vera fæðingalæknir í teyminu því með- gangan er skilgreind sem áhættumeð- 8anga (Hepburn, 2004). Þar ætti að vera harnalæknir, félagsráðgjafi til að annast °g leiðbeina um mál sem lúta að félags- legri velferð og úrræðum. Einnig vímu- efnaráðgjafi eða fagaðili með þekkingu á vímuefnameðferð (Wright og Walker, 2007). Æskilegt er að hafa sálfræðing eða geðlækni í teyminu, eða greiðan aðgang að þjónustu þeirra því oft eru til staðar vandamál af sálrænum eða and- legum toga. Ef um er að ræða vandamál sem falla undir önnur svið en hér eru nefnd ætti að sjálfsögðu að leita til við- eigandi fagaðila til að leysa úr þeim. Hlutverk Ijósmæðra í meðgönguvernd er stórt þegar mál sem þessi eiga í hlut. Auk þess að sjá um hefðbundið eftirlil með meðgöngunni sjálfri ættu þær að vera sá aðili sem heldur utan um og sér um að samræma aðgerðir. Ekki er nóg að þessar konur fái góðan stuðning á meðgöngu heldur þarf að vera búið að koma málum þeirra í þann farveg að stuðningur haldi áfram eftir fæðinguna til að tryggja sem bestan árangur. Vegna þess hve um er að ræða viðkvæmt mál og hætta á að konurnar nýti sér ekki þjónustu meðgönguverndar er sam- felldni í þjónustu bæði ljósmæðra og annarra fagaðila sem að málum koma afar mikilvæg, einkum með tilliti til þess hversu miklu máli skiptir að skapa traust og skilning milli kvennanna og þeirra sem sinna þeim. Hlutverk Ijósmœðra ífœðingu Þrátt fyrir hærri tíðni fyriburafæðinga og styttri meðgöngu eru flestar þess- ara kvenna komnar á tíma þegar þær fæða. Vegna þess að um er að ræða áhættumeðgöngu er mælt með að fæð- ingin fari fram á sjúkrahúsi (Hepbum, 2004). Sýna þarf sérstaka árvekni varð- andi barnið, einkum undir lok fæðing- arinnar (Wright og Walker, 2007). Sú fæðingastofnun þar sem konan fæðir þarf að vera undir það búin að sinna konum með fíkn til að geta annast þær á fullnægjandi hátt. Starfsfólk verður að vita hvað þarf að hafa í huga og hvað ber að varast, eða að minnsta kosti að til séu aðgengilegar leiðbeiningar eða verklagsreglur. Varðandi verkjameðferð í fæðingu er ýmislegt sem hafa þarf í huga, einkum í sambandi við lyfjagjafir. Verkjameðferð getur verið vandmeðfar- in því fíkn í sum vímuefni er frábending frá notkun ákveðinna verkjalyfja, t.d. ópíata. Oft þurfa þessar konur stærri skammta en venjulega eru gefnir vegna mikils lyfjaþols. Ef þörf er fyrir stóra skammta af verkjalyfjum er mænurót- ardeyfing talin góður kostur og sama er að segja um glaðloft. í mörgum til- fellum er æskilegt að hafa samráð við svæfingalækni um verkjameðferð, bæði varðandi hvaða lyf er óhætt að gefa og skammtastærðir (Wright og Walker, 2007). Einnig þarf að hafa í huga mögu- leikann á smiti, einkum lifrarbólgu og HIV og meta hugsanlega áhættu út frá bakgrunni konunnar (Wright og Walker, 2007). Hlutverk Ijósmœðra eftir fæðingu Eftir fæðinguna er mikilvægt að vera vakandi fyrir fráhvarfseinkennum hjá bæði móður og barni. Fráhvörf geta valdið móðurinni svo mikilli vanlíðan að hún eigi í erfiðleikum með að annast barnið. Hún þarf á viðeigandi lyfjameð- ferð halda meðan hún kemst yfir þetta tímabil sem getur staðið yfir í nokkra sólarhringa. Fráhvörf geta líka komið fram hjá barninu og er mikilvægt að þeir sem annast barnið fyrstu sólarhringana þekki þessi einkenni og séu vakandi fyrir þeim, jafnvel þó ekki sé vitað til þess að móðirin hafi verið í neyslu því stundum tekst konum að halda neyslunni leyndri alla meðgönguna. Ef grunur er um frá- hvarfseinkenni er hægt að greina hvort svo sé með því að rannsaka hár bams- ins og fyrstu hægðirnar (meconium), er það talin áreiðanlegasta greiningin (Huestis og Choo, 2002). Ýmsum ein- kennum hefur verið lýst og eru það til dæmis hár og skerandi grátur, óeðlilega sterk taugaviðbrögð, óróleiki, óeðli- lega mikil vöðvaspenna, vöðvakippir, krampar, geispar, hnerrar, nasavængja- blakt og hröð öndun, mikil sogþörf en barninu gengur illa að nærast, kröftug uppköst og vatnskenndur niðurgangur (Greenough og Kassim, 2005). Hve lengi fráhvarfseinkennin vara ræðst af því hvers konar efna móðirin neytti en þau hafa mislangan helmingunartíma. Mestu skiptir þó að barnið fái strax við- eigandi meðferð við fráhvörfunum og ef þau eru slæm gæti þurft að veita þá meðferð á nýburagjörgæslu (Greenough og Kassim, 2005; Hepbum, 2004). Oft hefur mæðrum í neyslu verið ráðið frá því að hafa böm sín á brjósti vegna þess að vímuefnin fari í brjósta- mjólkina. Hepbum (2004) er ekki sam- mála þessu og telur að ávinningurinn sé meiri en áhættan því oft sé um að ræða létt- og fyrirbura sem séu í meiri áhættu varðandi vöggudauða. Algengt sé að mæðumar reyki og búi við ei'fiðar aðstæður. Böm þeirra séu því afar ber- skjölduð og hafi mest allra bama hag af því að vera á brjósti, auk þess sem brjóstagjöfin dragi úr fráhvarfseinkenn- Ljósmæðrablaðið desember 2007 47

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.