Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 49

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 49
MFS-einingin - Sögulegt yfirlit Inngangur Þegar að við hófum nám í ljósmóðurfræði við Háskóla íslands var starfsemi MFS einingarinnar í miklum blónra. A ineðan námi okkar stóð var ákveðið að leggja MFS eininguna niður og tilheyrum við því síðasta hollinu sem að fékk að kynn- ast starfsemi MFS einingarinnar. I ljósi þess ákváðum við að gera lokaverkefni sem að skoðaði 12 ára tímabil MFS ein- ingarinnar sem rekin var á kvennasviði LSH á árunum 1994 -2006. Einn hluti verkefnisins fjallar um starfssemi MFS einingarinnar í sögulegu samhengi og er hann birtur hér. Sögulegt yfirlit MFS einingarinnar MFS einingin var stofnuð sem tilrauna- verkefni innan kvennasviðs Land- spítalans, hófst undirbúningur við eininguna árið 1993 og stóð í tæpt ár áður en framkvæmd á henni hófst. Allar konur sem voru heilbrigðar á meðgöng- unni áttu þess kost að nýta sér þessa þjónustu án sérstaks aukakostnaðar og var ráðgert að MFS einingin gæti sinnt 200 konum á ári („Fæða í hjónarúmi eða grjónastól”, 1995). Undirbúningsvinna fólst meðal annars í því að lesa greinar og rann- sóknir um samfellda þjónustu. Fundir voru haldnir vikulega þar sem sett voru markmið hvað varðaði þjónustuna, regl- Ur og vinnuskipulag ákveðið (Ásthildur Gestsdóttir, 2004). Aðilar sem að komu að undirbún- ■ngsvinnunni ásamt þeim sex ljósmæðr- um sem fyrstar hófu störf við þjónustuna voru þáverandi hjúkrunarframkvæmd- urstjóri Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Guðrún ^jörg Sigurbjömsdóttir yfirljósmóðir og Hildur Sigurðardóttir, lektor í hjúkrunar- fræði við Háskóla íslands en hún sá um faglega ráðgjöf. Áætlað var að meta Þjónustuna markvisst en af því varð ekki. Skýrsla sem ber heitið Þróunar- °g rannsóknarverkefni Kvennadeildar: kreytt vinnufyrirkomulag ljósmæðra: ^ópþjónusta, var lögð fram í janúar '994 (Hildur Sigurðardóttir o.fl. 1994). Starfsemi MFS hófst í júní það sama ár. Arndís Mogensen Ijósmóðir; fæðingardeild HSu Hafdís Ólafsdóttir Ijósmóðir í barneignarleyfi Kveikjan að tilurð MFS var sú að á níunda áratuginum hafði víðsvegar í nágrannalöndunum færst í aukanna að bjóða upp nýtt þjónustuform þar sem boðið var upp á fleiri valkosti og samfellu í þjónustunni. Þetta þjónustu- form byggði fyrst og fremst á hóp- þjónustu þar sem ákveðinn afmarkaður hópur Ijósmæðra og/eða lækna annaðist ákveðinn skjólstæðingahóp og fylgdi þeint eftir í gegnum allt ferlið þ.e. frá upphafi meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu. Áhersla var lögð á þjón- ustu í heimilislegu umhverfi sem væri persónulegt með sem minnstum lækn- isfræðilegum og tæknilegum inngrip- um og gerði skjólstæðingum kleift að taka virkan þátt í ákvörðununt varðandi eigin umönnun og hafa ákveðna stjórn (Hildur Sigurðardóttir o.fl., 1994). MFS einingin var byggð á þeirri hugmyndafræði að meðganga og fæð- ing væri eðlilegur hlutur en ekki lækn- isfræðilegur. Til þess að geta notfært sér þjónustuna var skilyrði að konurnar væru hraustar og meðgangan eðlileg. Meginhugmyndin var einnig að mynda gagnkvæmt traust milli ljósmóðurinnar og hinna verðandi foreldra. Á þann hátt var vonað að hræðslan við hið óþekkta sem er höfuðóvinurinn í fæðingu yrði sem minnst þegar konan kom að fæða („Eðlilegar fæðingar í heimilislegu umhverfi”, 1994). Helstu markmið MFS einingarinnar voru: • Að verðandi foreldrar fengju sam- fellda þjónustu sömu ljósmæðra í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. • Að gera verðandi foreldrum fært að taka aukna ábyrgð varðandi með- gönguna, fæðinguna og sængurleg- una. • Að forðast óþarfa inngrip í eðlilegt ferli og styðja verðandi foreldra í ákvarðanatöku um þætti er varða þá sjálfa. • Að gera fjölskyldunni fært að sam- einast sem fyrst eftir fæðinguna og styrkja þannig tengslamyndun. (MFS einingin. 1994). Eins og áður sagði hófst starfsemi MFS einingarinnar í júní árið 1994 þegar fyrstu konurnar komu í mæðra- vernd. Til að kynna þjónustuna fyrir almenningi var farin sú leið að senda auglýsingabækling á heilsugæslustöðv- amar og í apótek. Fljótlega kom þó í Ijós að Landspítalanum var ekki heimilt að auglýsa þá þjónustu sem hann býður upp á og voru því auglýsingabækling- arnir fjarlægðir. Þjónustan spurðist þrátt fyrir þetta fljótt út og varð strax mjög vinsæl (Elín Hjartadóttir munnleg heim- ild, 30. apríl 2007). Fyrstu fæðingarnar í kerfinu voru áætlaðar í nóvember það sama ár. Þann 11.11.1994 fæddist fyrsta barn- ið í MFS einingunni og tók Sigurborg Kristinsdóttir á móti því (Sigurborg Kristinsdóttir munnleg heimild, 23 apríl, 2007). Konurnar sem völdu þessa þjónustu kynntust öllum sex ljósmæðrunum. Ljósmæðrablaðið desember 20Q7 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.