Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 12

Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 12
1889. Þau bjuggu í Guðrúnarkoti (öðru nafni Miðteigur) öll samvistarár sín, eignuðust 5 börn, misstu tvö þeirra ung, fyrsta barn sitt, Hallgrím Svein og Svein- björgu, er var næst yngst. Þau, sem kom- ust upp, voru: Margrét, kona Nielsar Kristmannssonar, áður útgerðarmanns á Akranesi, Sigríður, kona Konráðs Kon- ráðssonar, læknis í Reykjavík, og Hall- grimur, bóndi á Miðteig. Er ættleggur af þeim kominn frá Margréti, elztu dóttur- inni, heima á Akranesi og í Reykjavík. Séra Jón var skipaður prófastur í Borg- arfjarðarprófastsdæmi 31. marz 1896 og var það til dauðadags. Hér verður ekki farið út í það, að segja starfssögu séra Jóns, né rekja margháttuð afskipti hans af málefnum Akurnesinga þau 35 ár, er hann dvaldi hér. Sú saga verður rakin á sinum tima. En það er ekki ofmælt, að öll s!n störf, stór og smá, hafi séra Jón rækt með frábærri kostgæfni og þeirri vandvirkni, sem aðeins fáum er lagið að temja sér. Enn geymir margt þann hróður um hann og mun geyma, eftir að allir þeir eru horfnir, sem þekktu hann og áttu við hann samskipti hér í lífi. Bækumar, sem hann skirfaði og færði, hefi ég fyrir augum svo að segja daglega. Meiri nákvæmni er vart hægt að ná, en þar er að finna. Segja má að hver staf- krókur sé dreginn þar af þeirri vandvirkni, er telja ber sanna fyrirmynd. Embættis- færsla hans var þá einnig öll á þá sömu lund. Séra Jóni Sveinssyni verður ekki líkt við storminn, ekki smna fyrirrennara hans, sem gustur stóð af í stórhuga um- brotum og framkvæmdum. Honum verður ekki likt við séra Haxmes Stephensen, þjóðfundarmanninn, fimmta Garðaprest- inn frá honum, er stóð við hlið Jóns Sig- urðssonar í fremstu viglínu í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, heldur ekki þann, er settist í sæti hans, séra Þorstein Briem, að mælskusnilld í prédikunarstóli. En það ætla ég, að í Ijúfri framkomu, skyldu- rækni og ráðvendni i hvívetna hafi eng- ir Garðapresta komizt lengra en hann. Við könnumst við orðatiltækið: að pré- dika á stéttunum. Sagt er, að prestur einn, er barst nokkuð á, hafi komizt að því, að gamall maður, sem var hjá honum og fylgt hafði prestssetrinu lengst af æfi sinni, sækti betur kirkju hjá sér, en þeim presti, er næstur var á undan honum. Presti fannst það bending um nokkra yfir- burði sína og innti hann eftir ástæðunni. Þá svaraði öldungurinn: „Þess þurfti ekki með, hann prédikaði á stéttunum“. Innan kirkju fór séra Jón hreinum höndum um alla hluti. Ræður hans voru vel gerðar, en látlausar, eins og hann sjálfur, málið á þeim tært og hreint, bæn- ir hans innilegar. Á stéttunum var hann meiri mörgum — flestum öðrum. Allt dagfar hans og breytni var prédikun, sem allir máttu af læra. Séra Jón lifði á Akranesi margar sól- skinsstundir, í sátt og friði við söfnuði jína, i gleði með góðum vinum, en oft voru sporin hans líka þung mn þær stöðvar, sem prests og í einkalífi. Harma sjálfs sín bar hann hljóður, æðrulaus, en leit því fremur til annarra erfiðleika og vildi mega leiða þar inn ljós og yl. Þó mildin væri séra Jóni eðlilegust og tillitssemin gagnvart öðrum, gat hann ver- ið þéttur fyrir, ef í það fór. Skoðanir hans voru fastmótaðar. Eftir rólega yfirvegun fór hann sína leið og fylgdi því einu i hverju máli, er hann vissi sannast og rétt- ast. Síðasta verk séra Jóns í embætti var að ferma þrjár stúlkur í Akraneskirkju á annan hvítasunnudag — 16. maí — árið 1921. Þessar stúlkur voru Jóna Sveins- 14,8 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.