Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 56

Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 56
En þá hefur hverri ætt verið fall búið, er feðumir hafa xnisst taumhald á sjálf- um sér og fýsnum sínum, — þess hafa synir þeirra og sonarsynir og frumniðjar jafinan orðið að gjalda, hér sem annars staðar. Á hinn bóginn hafa margs konar bless- unaráhrif náð fram í kyn þeirra manna, sem lifað hafa heilbrigðu, hófsömu lífi, án vamms og lasta. Þeir hafa sjálfum sér óafvitandi safnað kynkostum i ætt sína, og lagt þannig grundvöll að hamingju af- komenda sinna, um ókominn aldur. Kunnugt er af sögum vorum um ýmsa gripi er mikil heill fylgdi, svo sem sverð eða önnur vopn. Oft héldust gripir þessir í ættum og báru með sér heppni og ham- ingju mann fram af manni, ef eigi var lógað. Vigfús hersir Sigurðsson — á Vors gaf Glúmi frænda sínum héðan af íslandi einkagripi þrjá — feld bláan, spjót, gull- rekið, og sverð, — er verið höfðu heilla- gripir í ætt hans og forfeður hans haft mikixm trúnað á. Bað Vigfús hann eiga, ef hann vildi halda virðingu sinni, en kvað þaðan frá þverra mundu, ef honum lógaði. Og þá fyrst tekur Einar Þveræingur Eyj- ólfsson að sér eiðsmálin gegn Glúmi síðar, er hann hafði fargað gripunum. En fyrir málsókn Einars varð Glúmur að láta Þver- árland og fara af héraði. Varð Vigfús þvi sannspár, að þá þvarr virðing hans og hamingja, er hann lógaði ættargripunum. Þannig hefur hver góður maður og ætt- kvísl sína einkagripi að gefa niðjum sín- um. Eru það góðir kynkostir og siðir og uppeldishættir, sem geymast eiga og geta frá kyni til kyns. Undir gæzlu þeirra og varðveizlu er komin heill og hamingja, eins og geymslu ættargripanna fyrrum. Hins vegar verður sú þjóð og sú kynkvísl ævinlega að láta óðal sitt, sem lógar góð- um ættareinkennum, í stað þess að gefa þau aftur í arf. Meðal góðra ættareinkenna er guðrækn- in. Margir íslenzkir foreldrar hafa verið fátækir að fjármunum, en hafi þau getað gefið bömum sinum guðræknina, sem ætt- ararf að heiman, þá hefur reynslan sýnt, að þau urðu eigi hamingjusnauðari mörg- um hinna, sem lagðir voru gildir fésjóðir i báðar hendur. Gott og guðrækilegt upp- eldi veitir ómælandi blessun langt fram í kyn. Drottinn sjálfur, sá sem bezt hlýt- ur að vita það, segist veita blessun þá í þúsund liðu þeim, sem hann elska og hans boðorð varðveita. Ég hefi nú rakið nokkur fáein drög til að sýna, að greinin sú, sem margir telja óhæfa í bamafræðunum, er þó betur num- in en alls ónumin. Á hinum miklu tímamótinn þjóðar vorr- ar nú fyrir rúmlega hálfri öld, taldi speki- skáldið Steingrímur Thorsteinsson þjóð- iimi m. a. nauðsynlegt að nema þenna lærdóm. 1 kvæðinu „Vorhvöt“, sem mér þótti í æsku minni fegurst allra ljóða skáldsins. kemst hann m. a. svo að orði: Vér grátum hið liðna, en grátum sem styzt svo grætum ei komandi tíma. Ei sturlun oss gefur þá stund, sem er misst, en störfum fyrst liðin er gríma, því féSranna dáSleysi er barnanna böl og bölvun í nútífi er framtíSarkvöl. Hann hefur ekki gleymt að minna þjóð sina á barnalærdóm sinn og sýna henni fram á, að engin þjóð né einstaklingur fær flúið þessi lög. Land vort og þjóð er nú aftur á tíma- mótum. Hún hefur nú að mörgu leyti öðlazt fyrirheitin, sem feður vorir spáðu um og börðust fyrir. Hún hefur öðlazt sjálfstæði — að lögum. Og hún hefur öðlazt ótal nýja framfaravegu, sem aðeins örfáir hafa látið sér í hug koma fyrir hálfri öld. Allt þjóðlífið hefur svo að segja umskapazt nú á fáum árum. 192 A K R A N E S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.