Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 49

Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 49
I ársbyrjun 1939 gerðist Guðrún Bjöms- dóttir úr Reykjavík ráðskona hans. Hún er fædd í Reykjavík 13. maí 1909, dóttir hjónanna Margrétar Jónsdóttur ættaðri frá Heiði í Holtum og Bjöms Bjömssonar frá Bakkárholtskoti í ölfusi. Guðrún og Vilhjálmur eignuðust eina dóttur, Mar- gréti Ambjörgu og fæddist hún í Reykja- vík 4. júli 1940. Hún er gift Pálma Birgi Lárussyni, sjómanni úr Hafnarfirði. Þau eiga heima i Ármóti og eiga eina dóttur, Guðrúnu Margréti. Þau Guðrún og Vilhjálmur kynntust á Vífilsstöðum, og þar hefur Guðrún dvalizt öðru hvoru vegna berkla í lungum. Á Akranesi voru þau árið 1950—51. Þaðan fóm þau að Miðsandi á Hvalfjarðarströnd, en árið 1953 veiktist Vilhjálmur enn og varð að fara til Vifilsstaða þar sem hann dvelur enn. Árið 1954 veiktist Guðrún einnig og varð að leita til sama staðar en fékk þó á einu ári þann bata, að hún hef- ur síðan unnið að hjúkrunarstörfum á hælinu. Með Margréti konu sinni eignaðist Vil- hjálmur tvær dætur. 1. Rósu, sem gift er Guðmundi Bjarna- syni, trésmiðameistara frá Minni- Borg. Þeirra börn: Margrét Ambjörg, Bjami Magnús og Vilhjálmur Jónsson. Þeirra heimili er nú á Suðurgötu 19 hér í bæ. 2. Guðrún Jóna, gift Ágústi Halli Bjama- syni, málarameistara frá Borgaraesi. Þeirra börn: Jón Þór og Jóhanna Hug- rún, Heimili þeirra er á Vesturg. 133. Vilhjálmur Jónsson er óvenjulega hæg- látur maður og prúður í allri framgöngu. Er óhugsandi annað en hann komist af við alla menn. Veikindi sín hefur hann borið með stakri þolinmæði, alltaf kátur, hlýr og bjartsýnn hverju sem á gengur. Hann /æri mikill afkasta- og eljumaður ef hann hefði haldið fullri heilsu. Síðari árin hefur hann nokkuð fengizt við smá- sagnagerð og gefið út nokkrar bamabæk- ur, en auk þess skáldsögur, og nú síðast bók, er hann nefnir Innan Hælis og utan. 1 öllum þessum bókum speglast innri maður Vilhjálms, hins prúða og samvizku- sama manns, sem gerir sér dátt við lífið þótt það hafi leikið hann hart, Ýmislegt fleira fólk hefur búið í Ár- móti, en þó margt skamman tíma, ]). á m.: Guðjón Hallgrímsson kennari, Stefán Bjarnason lögregluþjónn og kona hans systurdóttir Jóns Ottasonar, Elínbergur Guðmundsson Rvík, Snorri Ásgeirsson raf- virkjameistari, Gísli Sigurðsson, fæddur i Reykjafjarðarhreppi og kona hans Sess- elja Einarsdóttir, fædd 1891 á Húsatóft- um í Gerðahreppi, Bjarni Egilsson, fæddur 1924 í Heiðarhúsum, Norður-Isafjarðar- sýslu, Ölafur Hallsteinsson, fæddur 1888 á Stóru-Fellsöxl, Hallur S. Gunnlaugsson og Lára Einarsdóttir Hólm. Þeirra böm 1957: Kristinn og Hrönn. Jóns Ottasonar og fjölskyldu Vilborgar Oddsdóttur hefur áður verið getið i sam- bandi við Bæ I. í I. til III. tbl. 1954. Vilborg Oddsdóttir var luindlétt, kát og glöð og injög vinnusöm. Hún var vel verki farin, sem m. a. m. má marka af þvi, að hún saumaði karlmannsföt á eigin spýtur, þótt. ekki væri miklu námi fyrir að fara í þeim efnum eða öðrum. STYÐJIÐ O G STYRKIÐ — S. í. B. S. — 185 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.