Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 47

Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 47
OL. B. BJÖRNSSON: Þœttir i'ir sögu Akraness 62. HVERSU AKRANES BYGGÐIST 5. kafli. — 1901—1925. — Vorhugur og vélaöld gengur í garð. 122. Ármót. Að stofni til er þetta hús byggt alda- mótaárið. Það byggði Magnús smiður Öl- afsson frá Litlu-Brekku, Magnússonar. Þangað mun Magnús þó ekki hafa flutt fyrr en árið 1901, því að árið 1900 er hann ásamt konu sinni búsettur á Sönd- um. Hinn 7. desember 1905 virðist liúsið virt og stendur m. a. svo um þetta í virð- ingargerðinni: „Iveruhús úr timbri, byggt 1900 og endurbætt, hækkað og aukið við það í fyrra og er nú 7X9 álnir að stærð. Lóðin kringum húsið er 280 ferfaðmar, ræktaður matjm'tagarður. Girt með timbri og vir. Húsið með útbyggingunni álítum vér sanngjamlega metið á kr. 1580,00 og lóðin með girðingu kr. 240,00“. Kona Magnúsar var Steinunn Sighvats- dóttir. Þau bjuggu þama til vors 1907, er þau selja Jóni Ottasyni húsið. Þá byggja þau nýtt hús við Vesturgötuna og nefndu Bjargarstein. Þar verður þeirra betur get- ið síðar. Árið 1906 býr einnig í Ármóti Sæ- mundur Guðmundsson kennari, ásamt Matthildi konu sinni og dóttur þeirra á fyrsta ári. Árið 1907 kemur svo eftirtalið fólk að Árrnóti: Vilborg Oddsdóttir og sonur hennar af fyrra hjónabandi, Jón Ottason. Teitur Jón Gislason, Kristinn Teitur Gísla- son og Júliana Gísladóttir, öll böm Vil- borgar og síðari manns hennar, Gísla Teitssonar, svo og uppeldisdóttir hennar, Hallfriður Jóna Þórðardóttir. Oddur Helgason, faðh- Vilborgar í Ár- móti var tvíkvæntur. Hin fyrri var Vil- borg, fædd um 1797 á Beitistöðum i Leirársveit, dó 63 ára, 18. des. 1854 á Indriðastöðum, Þórðardótth- bónda, fyrst á Beitistöðum, svo Eystra-Súlunesi, Jóns- sonar. Siðari kona Odds var Hallbera Þor- steinsdóttir, og þeirra dóttir var Vilborg. Hallbera var systir Pétm-s bónda Þor- steinssonar á Gmnd í Skorradal. Vilborg Oddsdóttir giftist í fyrra sinn 8. júní 1878, OttaGuðmundssyni, bróður Guðmundar skipasmiðs, Guðmundssonar, sem kennd- ur var við Leirárgarða, bjó einnig hér á Nesinu, svo og lengi á Háteig. Þau reistu bú að Kúludalsá og þar andaðist: Otti, 59 ára að aldri. Jón Ottason gerðist snemma fyrirvinna móður sinnar og yngri systkina. Hann fór snemrna til sjós á skútu, en stimdaði þó framan af landbúnaðarstörf- in að jöfnum höndum. .Tón var ákaflega kappsamur til verka og fylginn sér og hlífði sér hvergi. Þetta sáu yfirboðarar hans fljótt, og fundu, að þarna var maður sem mátti treysta, Hann var þvi eftirsótt- ur í skiprúm og fljótt falin þar ábyrgðar- störf. Jón var stýrimaður og síðar um mörg ár skipstjóri á vélbátum hér. Hann fékk góðan skóla hjá völdum skútuskipstjórum og hann var lengi í skip- rúmi hjá Bjama Ölafssyni. Jón var ákaf- lega aðgaítinn og eftirtökusamur um allt. Hann komst þvi óvenjulega klaklaust og átakalitið frá öllum störfmn sínum. Jón Ottason var mjög heilsteyptur mað- 183 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.