Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 44

Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 44
óréttmætt og ósatt að kalla Hóraz hirð- snáp og smjaðrara, eins og sumir hafa gjört. Honum hefði verið í lófa lagið að komast til auðs og virðingar, ef hann hefði viljað, og það lof, sem hann ber á Ágústus í ljóðum sínum, ber það með sér, að það kemur frá hjarta. Þanuig hefur Ágústus og viðreisnarstarfsemi hans staðið Hórazi fyrir sjónum. Margir ýttu undir Hóraz að hefjast nú handa og yrkja stórdrápu í hetjustíl um afreksverk þeirra Ágústs og Agrippu hers- höfðingja, tengdasonar Ágústs, og vísast hefur ekki vantað bendingar frá þeim sjálf- mn, að það mundi ekki vera ókærkomið. En hann færðist ávallt með festu undan því. Hann kveðst ekkert stórskáld vera, og hæfi sér bezt smáyrkisefni um daginn og veginn; vilji hann alls ekki ríra lof- stír þeirra og hróður með hinni smáskornu skáldmennt sinni, en það hæfi stórskáld- unum Virgli og Varíusi að yrkja slík stórkvæði. Þrátt fyrir þetta hafði Ágústus svo mik- ið álit á honum sem ljóðskáldi, að hann við hina miklu aldarfarshátíð árið 17 eða 16 f. Kr., fól Hórazi að yrkja aldamóta- ljóðin, sem þriðja og síðasta dag hátíðar- innar áttu að vera sungin af tveimur kór- um: 27 sveinum og jafnmörgum meyj- um af tignustu ættum í Róm. — Þótti Hórazi sér mikill sómi sýndur í því og lagði sig mjög fram til þess að kvæðið yrði sem vandaðast. Einnig bað Ágústus Hóraz um að yrkja fagnaðarljóð til stjúp- sona sinna, Drúsusar og Tíberíusar, er þeir komu heim sigri hrósandi úr her- ferð þeirra móti þjóðunum fyrir norðan Alpafjöllin, Raetum og Vindalíkum. Ef til vill hefur Hóraz, sem svar upp á aðfinnslubréf Ágústusar, sem áður er um- getið, ort og sent Ágústusi fyrsta bréfið í annarri bók bréfanna. Það byrjar þannig í óbundinni þýðingu: „Með þvi, að þú einn hefur svo mörg og mikil störf á hendi, varðveitir hið ítalska riki með vopnum, prýðir það með siðgæði, bætir það með lögum, þá mundi ég, Cæsar, brjóta í móti almenningshag, ef ég tefði fyrir þér tímann með oflöngu hjali“. (Þýðing Gísla Magnússonar og Jóns Þorkelssonar). — Annars er bréfið sjálft um bókmenntir og því um líkt. Þannig tókst Hórazi með lægni og til litsemi og „viturlegum takti“ að varðveita sjálfstæði sitt, án þess að brjóta í bág við skyldu þakklátseminnar. — Því eldri sem Hóraz varð, því meir elskaði hann hið yndislega sveitaheimili sitt. Það varð hans paradís. Þar vildi hann helzt dvelja. Hann var ófús á langdvalir í borginni; honum urðu hvimleiðar götur hennar og stræti og borgarlífið yfir höfuð. 1 bréfinu til vinar síns, Flórusar, lýsir hann þessari óbeit og kveður ekkert næði í borginni, hvorki til að hugsa né yrkja. Ennfremur fannst homun borgmanna- lífið ónáttúrlegt, þó að menn séu að reyna til að líkja eftir náttúrunni með því að gróðursetja tré milli súlnanna í húsum sínum. Hann segir, að menn haldi að borgarlífið sé sælla en sveitalífið, en að það sé öðru nær; mönnum sé eiginlegra að lifa í náttúrunni, þótt þeir reyni til að bæla þá þörf niður með fínlætislífi borg- anna, en „þótt náttúran sé lamin á burt með lurk, þá mun hún jafnan koma aft- m-41. Þess vegna þyki það kostur við hús í borginni, að þaðan megi sjá, helzt. sem lengst út í sveit. Sama sjálfstæðiselska, sem lýsti sér í skiptum Hórazar við Ágústus, kemur og ljóst fram í sambandi hans við hinn mikla velgjörðamann hans, Mekenas. Þegar Mekenas fann eitt sinn að því, að hann væri svo Htið í borginni og að samvistum við sig, og hefur ef til vill bréflega látið í ljós nokkra þykkju út af 180 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.