Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 30

Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 30
og afgreiddi þau á þann hátt, að mót- partar undu vel við. Sama er að segja um framkvæmdir hans í menningarmál- um. Nægir þar að minna á tillögur þær, er hann fékk Danakonung til að sam- þykkja í skólamálum, þær horfðu til mikilla framfara. En ekki rættist úr þeim eftir dauða Gissurar biskups, enda héldu þá aðrir á málunum, sem ekki höfðu kraft hans gegn ásælni erlendri. En það var óhamingja Islands, hvað Gissurar biskups naut skammt við. Margt hefði farið á annan veg hér á landi hefði hann leitt hinn nýja sið í fastan sess hjá þjóðinni. En ekki þýðir að ræða um það. Það verður að taka því sem varð. Þennan bakgrunn er nauðsynlegt að hafa í huga, þegar athuga á sögu Reyk- hyltinga, því Jón prestur yngri, bróðir Gissurar biskups, var einlægur fylgismað- ur hans og mest dálæti hafði Gissur bisk- up á Jóni yngra af bræðrum sínum, eins og eg mun síðar víkja að. Því er öruggt, að Jón prestur yngri hefur allra manna bezt þekkt hug og framkvæmdarvilja bisk- ups í framfaramálum þeim, sem hann ætl- aði sér að framkvæma á landi hér. Einnig hefur Jón prestur yngri vitað hug biskups betur en nokkur annar í trúarlegum efn- um og hugmyndir hans tdl uppfyllingar þeirra. Þvi tel eg hiklaust, að Jón prestur yngri hafi í framkvæmd sýnt, hvemig þessar skoðanir biskups voru í raun réttri. Hann má því hiklaust telja með sanni fyrirmynd lúthersks prests, mótað- an af kirkju- og trúarstefnu Gissurar biskups. III. Jón prestur yngri. — Ætt hans og uppruni. Jón prestur Einarsson, yngri, er fædd- ur 1514. Sennilega í Holti á Síðu, því þar er Gissur biskup, bróðir hans fæddur einu eða tveimur árum áður. Hann var nefnd- ur yngri til aðgreiningar frá hálfbróður sínum, laungetnum, séra Jóni Einarssyni, eldra, er síðast var prestur í Stafafelli í Lóni og var hinn merkasti prestur. Einar, faðir Jóns yngra, var Sigvalda- son langalífs, Gunnarssonar. Er það köll- uð Langalífsætt. Einar Sigvaldason var í Kirkjubæ á Síðu hjá Halldóru abbadis, systur sinni. Var hann þar í klaustrinu sem verkstjóri eða ráðsmaður. Þar komst hann í kvennamál nokkur. Fyrst átti hami þar launson, er var Jón prestur eldri. Síðan felldi hann hug til stúlku af lágum stigum, er Gunnhildur hét Jónsdóttir. Var hún þar í klaustrinu en ekki var hún samt nunna eftir þvi sem ráða má af heimildum. Abbadísinni líkaði það mið- ur, að Einar hafði hug á Gunnhildi, og ætlaði að stía þeim í sundur. Sendi hún Gunnhildi austur í fjörðu og var hún þar í tvö ár. En Einar undi ekki í klaustrinu fyrr en hún kom þangað aftur. Eftir það kvæntist hann henni og áttu þau saman 14 böm. Einar dó á sextugsaldri. Var þá ekkja hans illa stödd með stóran bamahóp og eflaust lítil efni. Eftir því sem ráða má bjuggu þau þá á Hrauni í Landbroti, sem var ein af jörðum Kirkjubæjarklaust- urs. Halldóra abbadís hljóp þá undir bagga með Gunnhildi og börnum hennar. Hjálpaði hún þeim eins og hún frekast gat og kom þeim öllum til nokkurra mennta. Enda reyndust þau hin mestu mannsefni. Ætt Gunnhildar konu Einars Sigvalda- sonar er ekki hægt að rekja fram. En bróðir hennar er talinn Loftur, faðir séra Jóns Loftssonar í Vatnsfirði. Jón í Vatnsfirði var um marga hluti hinn merkasti prestur og var meðal annars rektor í Skálholti um tíma og síðar um- 166 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.