Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 50

Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 50
íslenzkir l'álkar. I hvert sinn, er ég sé eitthvað á prenti eftir dr. Bjöm Þórðarson, verður mér á að hugsa hver nytjamaður hann hefði orð- ið íslenzkum hókmenntum af hetra tag- inu, ef hann hefði haft slík viðfangsefni að aðalstarfi alla ævi. Dr. Bjöm hefur skrifað margar ritgerðir um ýmis ])jóð- leg efni og þætti úr íslenzkri sögu, er allt her merki gáfna, glöggskyggni, lærdóms, sannleiksástar, velvirkni og ættjarðarást- ar. Allir þessir óvenjulegu eiginleikar koma óumdeilanlega fram í þvi, sem hann skrifar, nægir þar að nefna hina snjöllu ritgerð hans um Landsyfirdóminn 1800— 1919, en hún var á sínum tima talin „hik- laust verðlaunahæf“ úr verðlaunasjóði Jóns Sigurðssonar. Þessi bók hans er um margt afburða vel skrifuð. Þama er meistaralega skrifað um þann merka, stórbrotna mann, Magn- ús Stephensen, en þar er samkvæmt eðli málsins fyrst og fremst ritað um hann sem lögfræðing og dómstjóra. Síðan hefi ég alltaf verið að vona, að dr. Bjöm ritaði fullkomna ævisögu Magnúsar, um við- horfin i íslenzku þjóðlífi, atvinnu- og menningarmálum fyrir hans daga og við- brögðunum, sem hann átti þátt í um sína daga, og áhrifunum sem allt hans merka starf hafði á hagi þjóðarinnar, réttlætis- kennd hennar og almenna mermtun. Þetta verkefni er enn óleyst að mestu gagn- vart Magnúsi Stephensen, en af ritgerð dr. Björns mátti glögglega sjá, að fáir eða engir em honum færari að leysa þetta þýðingarmikla verk af hendi en einmitt hann. Nii hefur dr. Bjöm Þórðarson enn lát- ið frá sér íara mjög merkilega ritgerð um íslenzka fálkann. Þama er allt sem snert- ir sögulega, hagfræðilega og atvinnu- lega þýðingu málsins, skilmerkilega og skemmtilega rakið. Einnig sá veigamikli þáttur í utanrikispólitík Danmerkur, sem hin íslenzka fálkatekja hafði, jafnvel fyr- ir siglingar Dana um heimshöfin. Ekki var á þessum vettvangi —- fremur en öðr- um, verið að hugsa um hag og gengi íslands. Islendingar vom næstum þving- aðir til fálkaveiða, en greiðslan numin við nögl. Leiguliðar á konungsjörðum voru skildaðir til að leggja fram fóður fuglun- um til lífs, og flytja það fjrrir ekki neitt i konungsgarð að Bessastöðum. Þó gekk þessi vitleysa lengst, og er hlægilegust í kjötframlagi því, er þjóðin varð að inna af hendi möglunarlaust til fóðrunar fálk- anna á Bessastöðum og á skipum kaup- manna, eða hinum oérstöku kommgsskip- um, er komu hingað til lands, aðeins til að sækja fálka-fenginn árlega. Þetta voru landsmönnum miklar búsifjar, jafnvel í sæmilegu árferði, þar sem matvæli vom jafnaðarlegast af mjög skomum skamti. T. d. segir dr. Björn frá því á bls. 98 í ritgerð sinni, að árið 1764 hafi eftirfar- andi gripafjöldi verið keyptur hér á landi í fóður handa fuglunum, aðeins frá því þeir komu til Bessastaða, og þar til þeir vom afhentir i Kaupmannahöfn: 72 naut, 339 sauðir og 65 lömb. Samkvæmt verð- gildi peninga nú mundi þetta sennilega ekki kosta minna en kr. 496.685.00. — Stundum kom það fyrir, að þessi mikli 186 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.