Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 14

Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 14
J)éiur Olicsm alþingis- maður sjöUujur Fæðingardag Péturs ber upp á þjóðhá- tíðardaginn gamla 1874, og var þann dag í sumar 70 ára að aldri, en eins og yngri í anda en nokkru sinni fyrr. Við þetta tækifæri og hinn langa glæsi- lega þingmannsferil Péturs, er gaman að rifja upp fyrstu tildrögin að hann var valinn til framboðs. Árið 1916 voru leyfar gömlu flokkanna enn við líði. Heimastjómarmenn og Sjáli- stæðisflokkurinn klofnir langsum og þvers- um, og svo einhverjar vomur á bændum um stofnun nýs bændaflokks, en það var ailt laust í reipunmn. Það var mikið kapp í kosningum. Heimastjórnarmenn hér voru með Bjama á Geitabergi sem þingmannsefni, en hin óformlegu samtök bænda studdu til fram- boðs ungan og efnilegan mann úr hérað- inu, Jón Hannesson í Deildartungu, sem þá þegar stóð framarlega í Ungmenna- félagsskapnum. — Undir forystu hins mikilhæfa skörungs þversum-manna, Bjama frá Vogi, var það hins vegar ráðið, að fyrir þeirra hönd byði sig hér fram kunnur klerkur úr Dölum vestur, Jóh. L. L. Lynge á Kvennabrekku. Það var meira að segja komið svo langt, að síra Jóhannes mætti hér á stjórnmálafundi, svo var þetta fullráðið. Akumesingar voru þá flestir þversum menn, þvi þeir tóku þá afstöðu gagnvart klofningi í Sjálfstæðisflokknum gamla. IJeir vora óánægðir með síra Jóhannes, en ekki hægt um vik á siðustu stundu, því fremur sem þetta var ráðið, en ekki heimamenn á hverju strái sem fáanlegir væm í framboð, enda tíminn enginn orð- inn. Þá mun Kristmann Tómasson hafa haft sérstaka forystu um að benda á Pét- ur Ottesen til framboðs, en hann var þá 28 ára gamall, óðalsbóndason frá Ytra- Hólmi, og átti þá heima hjá foreldmm sinum. Pétur velti að vonum vöngum i fyrstu, en hart var lagt að honum. Mun það hafa ráðið miklu í þessu máli, að þegar hann bar málið undir föður sinn, Odd- geir Ottesen, greindan og hæglátan, sem rasaði ekki um ráð fram, að hann hvatti Pétur fremur en latti til þessa. Þá gat enginn boðið sig fram til þings, sem ekki átti jörð eða jarðarpart, en það átti Pétur þá enn ekki. Það var þó skjót- gert að setja undir þann leka, því að Oddgeir gaf Pétri samstundis jörðin.i Fjósakot í Ytra-Hólmshverfinu. Var nú svo mikil eining, festa og 4- kveðinn vilji hér, að sira Jóhannes sá sitt óvænna og dró sig með góðu til baka, en það gerði hann þó ekki fyrr en á framboðs- fundinum, þar sem allir vom mættir, einnig Pétur. Þetta fór svo eins og kunnugt er, að Pétur vann glæsilegan sigur, og flestir Heimastjómarmenn kusu hann jafnan, nema i þetta eina sinn. Svo varð Pétur 150 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.