Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 48

Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 48
Jón Ottason, meS najna sinn, Jón Otta Þjóftleifsson. v—___________________________________/ ur og góður drengur, hreinsldlinn, svo að sumum þótti nóg um. Vinfastur og trygg- ur svo aS óvenjulegt var. Áreiðanlegur i bezta lági og þurfti þar ekki skriftir við. Hann var reglumaður í öllum efnum. og öllum skjólstæðingum var hann tröll- tryggur, sem þar áttu æfilangt, öruggt skjól. Árið 1930 byggir Jón í Ármóti mynd- arlegt timburhús sem þar stendur enn, 10,6 m á lengd, 7,57 m á breidd og 7,37 m á hæð. Er það á háum, vel ibúðarhæf- um kjallara, er hann leigði fyrst og fremst skjólstæðingum sínum um lengri tima. Jón kvæntist aldrei en 1928 varð þó mikil breyting á högum hans, er til hans kom sem ráðskona Ágústa Jónsdóttir frá Ferstiklu, og fylgir henni dóttir Ágústu, Jóna Guðrún Bjamadóttir, sem þarna hjó hjá þeim sem þeirra eigið bam, þar til hún giftist Þjóðleifi Gunnlaugssyni. Byggðu þau hús á neðri tiluta lóðarhmar og fóru að búa þar. Við þessa breytingu varð allt fólk Ágústu skjólstæðingar Jóns, eftir því sem þörf krafði, slíkt var innraxti hans og tröll- tryggð. Foreldrar Ágústu komu nú að Ármóti og bjuggu í kjallaranum þar, en þau voru: Guðrún Jónsdóttir frá Apavatni og Jón Einarsson frá Stöðlum í ölfusi. Þau eign- uðust 12 böm. Jón andaðist í Ármóti 5. ágúst 1930. Þá fluttist Vilhjálmur, yngsta barn þeirra hjóna, i íbúðina til móður sinnar. Hann er fæddur á Ferstiklu 29. apríl 1905. Árið 1928 kvæntist Vilhjálmur Mar- gréti Ambjörgu .Tóhannsdóttur frá Stóm- Borg í Vesturhópi. Nýfædd var hún tekin í fóstur af föðurafa sinum Engilbert Árna- syni bónda á Efri-Þverá, en foreldrar Margrétar vom Ingi'björg Jóhannsdóttir og Jóhann Engilbertsson á Klömbrum í Vesturhópi. Með Margréti fluttist hing- að uppeldissystir hennar Jónina Þorbjörg Jónsdóttir fædd að Grund i Vesturhópi 21. apríl 1893 og dvaldist með henni og Vil- hjálmi i Ármóti. Þegar Margrét fór til Vífilsstaða annaðist hún hinar ungu dæt- ur þeirra hjóna af mikilli alúð. En 1942 réðst hún sem starfsstúlka á Elliheimilið á Akranesi og hefur verið þar síðan við góðan orðstír. Árið 1934 veiktist Vilhjálmur af lungnaberklum og fór þá til Vifilsstaða og var þar til septemberloka 1938. Kona hans veiktist einnig af berklum 1935 og varð að hverfa til Vífilsstaða, þar sem hún and- aðist 17. febrúar 1936. Að lokinni hælisvist þá í bili fluttist Vilhjálmur aftur til Akraness, og vann þá hjá hrepp og síðar bæ til 1942 er hann flytur til Reykjavikur, og vann þar ýmsa vinnu þar til hami varð enn að fara til dvalar á Vífilsstaði 1949. 184 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.