Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Qupperneq 23
Ápríl 3l/2 stundu eptir sólarlag. 1 Maí og Jání gengur hnn
ekki undir fyr en eptir miðnætti. En ilr því hylur hún sig brátt
í geislum sólarinnnar. 9. Júlí, þegar hún er lengst í austurátt
frá sólu, gengur hún þegar undir 3/4 stundu eptir sólarlag, af
því staða hennar er þá orðin suðlægari. 12. Ágúst, þegar hún
ljómar skærast, sjest hún alls ekki á íslandi. 17. September
gengur hún inn fyrir sólina yfir á morgunhimininn, og kemur
þar í öndverðutn Október npp 2 stundum fyrir sólarupprás. 25.
Október sk;n hún skærast og kemur upp 41 /-> stundu fyrir sól-
arupprás. 28. Nóvember er hún lengst í vesturátt frá sólu og
kemur upp nálega 6 stundum á undan henni. TJm árslokin kemur
hún upp 4I/2 stundu fyrir sólarupprús. 30 Janúar sjest Venus rjett
fyrir neðan Júpíter, en þau ganga bæði undir þegar O/g stundu
eptir sólarlag. •
91nrs kemur í ársbyrjun upp um miðnætti; úr því ávalt fyr.
29. Marts er hann gegnt sólu, alla nóttina á lopti og sjest um
miðnætti í suðri 26 stig fyrir ofan sjóndeildarhring Eeykjavíkur.
TJndir lok Aprílmánaðar sjest hann í suðri kl. 10 á kveldin.
Undir lok Maímánaðar gengur hann undir tveim stundum eptir
miðnætti, í ofanverðum Júní um miðnætti og það, sem eptir er
ársins, er hann ósýnilegur á íslandi, nema undir árslokin, er hann
er í suðri kl. 3 e. m., en þó að eins fám stigum fyrir ofan
sjóndeildarhring Keykjavíkur. Mars er í ársbyrjun 25 miljónir
mílna frá jörðunni, en síðan nálgast hann hana, og verður þá
skin hans æ skærra, unz hann í byrjun Aprílmánaðar er kominn
svo nálægt henni, sem hann getur komizt að þessu sinni, 13 milj.
mílna, og Ijómar þá skærast. Ur því fjarlægist hann og skin hans
verður æ daufara Um árslokin er fjarlægð hans frá jörðunni
41 milj. mílna. Mars, sem er anðþektur á roðablæ sínum, sjest
hinn fyrra helming ársins í Meyjarmerki og reikar hann í vesturátt
meðal stjarna þess merkis frá 18. Eebrúar til 10. Maí, en annars
gengur hann austur á bóginn. A þessu reiki strýkst hann 11.
Janúar rjett suður hjá stjörnunni Gamma í Meyjarmerki, og aptur
26. Marts rjett norður hjá sömu stjörnu. Um árslokin er Mars
kominn inn í Steingeitarmerki. 20. December er Mars rjett fyrir
neðan Satúrnus. þeir ganga þá báðir undir 3l/2 stundu eptir sólarlag.
Júpiter gengur í ársbyrjun undir í útsuðri 4 stundum eptir
sólarlag, en úr því fyr, svo að hann verður brátt ósýnilegur. 19.
Febrúar gengur hann á bak við sólina yfir á morgunhimininn, en
fer þó ekki að sjást þar á íslandi, fyr en hinir lengstu dagar eru
þrotnir. Undir lok Júlímánaðar kemur hann upp í austri kl. 10
á kveldin, um miðjan Ágúst kl. 8 á kveldin. 11. September er
hann gegnt sólu og alla nóttina á lopti, og sjest þá um miðnætti
í suðri 20 stig fyrir ofan sjóndeildarhring Reykjavíkur. Ur því
sjest hann æ fyr og fyr í suðri: í öndverðum Október kl. 10 á
kveldin, í öndverðum Nóvember kl. 8 á kveldin og í árslokin
kl. 5 á kveldin. Júpíter reikar á ársgöngu sinni úr Steingeitar-
merki inn í Vatnsberamerki, og frá 14. Júlí til 9. Nóvember
reikar hann 1 vesturátt á meðal stjarna þess merkis, en annars heldur
hann austur á bóginn. 30. Janúar sjest Júpíter rjett fyrir ofan
Venus; en þau ganga bæði undir þegar 11/2 stundu eptir sólarlag.