Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 42
til þess að framkvæma starf það, er vélinni er ætlað að
vinna.
Ljósasti vottur þess, hversu æfistarf Tietgens hefir
verið farsælt og heilladrjúgt er það, að hin mörgu fyrir-
tæki hans gátu borið sig sjálf og haldið áfram starfi sínu,
þegar hann varð að láta af stjórninni.
Þorleifur H. Bjarnason.
N. J. Fjord.
A landbúnaðarsýningunni miklu í Oðinsey aldamótaár-
ið var smjörskálinn einna tilkomumestur. Það tekur því
líka að tj alda yíir vöru, sem ekki stærra land fær fyrir
meir en 100 miljónir króna á ári, yfir 50 krónur á hvert
mannsbarn, eflaust mun meira á manninn í smjöri, en
fiskurinn útflutti gefur til jafnaðar hverjum í hlut liér á
ári, þegar vel lætur.
Ostabúðin var hornskeytt við smjörskálann, í búðinni
þeirri var mikið á borðum, og er þó Danmörk ekkert sér.
legt ostaland, kaupir meira en hún selur, en smjörið í«
skálanum var endalaus breiða, og óskiljanlegt hvernig
yfir var komist að dæma um það. I miðjum geiminum
mændu þeir Fjord og Segelcke yfir öll þessi mjólkur-
gæði; það er að segja, að brjóstmyndir þeirra gnæfðu þar
á háum stöplum. Danir vita það vel og viðurkenna þakk-
samlega, að þeir tveir eru mennirnir, sem „leitt“ hafa þá
inn í landið, sem flýtur í smjöri og ensku gulli.
Segelcke prófessor var á sýningunni ern og hress, þá
tæplega sjötugur. Hann er stálminnugur og telur á fingr-
um sér alla Islendinga, sem um 30 ár hafa verið á veg-
um Landbúnaðarfélagsins danska, allra helzt þá, er eitthvað
hafa verið að eiga við osta og smjör; en Fjord var sýn-
ingarsumarið kominn undir græna torfu fyrir tíu árum.
Það kom fram í opinberu ræðunum sumum og þá eigi
síður í tali manna á milli, er Danir voru að fræða gesti
sina um hvað eina, að Fjord er með Dönum talinn ein-
(32)