Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 43
hver þarfasti maður aldarinnar, og um leið er hans minst
sem hins ástsælasta manns af öllum almenning'i; maður-
inn var svo ljúfur og yfirlætislaus, fastur og farsæll í öllu.
sínu ráði; józkur bóndi í sjón og raun alla æfi.
Fnllu nafni hét hann Níels Jóhannes Fjord og var
f'æddur 27. apríl f825, lieitir þar Hólmsland á grandanum
við Ringkjöbings-fjörðinn. Faðir hans var skólakennarir
en bjó jafnframt búi sínu, og þótti fyrirmyndarbóndi á
sinni tíð, var það nýlunda að liann ræktaði garðávexti á
ekrum úti, hlaut hann og verðlaun Búnaðarfélagsins
danska. Kona hans var og eigi síður góðkunn fyrir smjör-
gerð sína, fann hún upp á þvi að lita það með seyði úr
gulrótum. Það var ekki svo lítið framtak til nýbreytni £
ættarblóðinu. Börnin voru mörg og efnin ekki mikil, en
heimilisfræðslan var góð, og strax eftir ferminguna fór-
Jóhannes litli „væni“ — því að svo kölluðu grannarnir
hann — að hafa ofan af fyrir sér með barnakenslu. Siðan
gekk hann á kennaraskóla og lauk þar prófi um tvítugt
með „ágætum“ vitnisbnrði, og komst e tir það að kenn-
arastöðu í Arhúsum. Þá gekk frelsisaldan yfir Danmörku
og gjörðist Fjord sjálfboði í Slésvíkurstríðinu fyrra,.
lét það honum svo vel að hann vildi gjörast fyrirliði í
hernum og ganga á skóla til þess, en gamli maðurinn,.
faðir hans, tók alvég þvert fyrir, og varð eigi af' því ráði,
sem betur fór.
í Arhúsum átti hann kost á frekari f'ræðslu í þeim
greinum, sem hugur hans hneigðist mest að, en það var nátt-
úrufræði og tölvísi. Kennarinn við latínuskólann þar vakti
athygli hátt settra lærdómsmanna í Knupmannahðf'n á
þessum frábæra barnakennara, og það varð til þess, að-
Fjord gekk á pólítekníska skólann 1856, og tók þar 2
árum síðar próf í tölvísi, eðlisf'ræði, efnafræði og teikning-
Sama árið tók landbúnaðarháskólinn til starfa og var
Fjord þá skipaður kennari eða dósent i eðlisfræði við
skólann. Annar enn yngri maður var þá um leið skipað-
ur aðstoðarkennari við skólann, hinn góðkunni doktor
Harald Krabbe, sem vér Islendingar eigum það frá upp-