Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Page 45

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Page 45
hœg áhðld til að mæla fituna hjá hverjum einum i hvert skifti, og trygði með því samlagssmjörhúin, og með þeim gátu allir smábændur náð markaðinum enska og notfært sér vinnusparnaðinn við að hafa vélar og hafa nógu mik- ið undir í einu, auk þess hvað mikið var í það varið fyr- ir söluna að hafa smjörið af einni og sömu gerð. í ann- an stað gat nú hver maður séð hvernig sú og sú kýrin hans borgaði sig, og kynbæturnar fóru að stefna að því að auka smjörframleiðsluna. Danir fá nú helmingi meira ef ekki tveim hlutum meira af smjöri eftir kúna, en fyrir 50 árum. Þegar Tesdorpf byrjaði búskapinn um 1840 fekk hann að meðaltali á ári 88 pund eftir kúna, en 48 árum síðar 180 pund. Fjord lét svo ekki staðar numið við það að auka og bæta smjörið, hann slepti ekki af því hend- inni fyr en það var keypt ogborgað áEnglandi, gjörði hann í þvískyni yfirgripsmikla rannsókn umgeymslu smjörsins og flutning þess, og var það þá aðallega kælingin sem kom til greina. Hann kom á, tiðum smjörsýningum og margt fleira mætti greina. Fjord varð að leysa úr öllum vanda, honum treystu allir, og hann hafði breytt bakið karlinn. Ætti annars að segja söguna af Fjord til nokkurrar hlítar, þyrfti að segja alla framfarasögu landbúnaðarins danska um 30 ár. Þær voru til dæmis að taka ekki þýð- ingarminni rannsóknir lians á fóðri húsdýranna, til að finna gildi allskonar fóðurs í réttum hlutföllum til sem mests sparnaðar og mestra nytja. Eyrismunurinn á kostn- aði eða gagni gripsins yfir daginn gat riðið baggamuninn, livort búið bæri sig eða ekki. Til slíkra rannsókna varð hann út um alt land víðsvegar að fá að reyna á smáhöp- um, sem alt var vegið og mælt í með fylstu nákvæmni; lærðist margt við það sem beztu búmenn höfðu eigi hug- mynd um og fjöldi hleypidóma kveðin niður. Fjord varð alstaðar svo vel til, því að bændum skildist brátt, hve vel hann vann þeim og voru alstaðar boðnir og búnir uð lána honum skepnurnar til rannsóknanna og gjöra athuganir et'tir fyrirmælum hans sem kostnaðarminst. Ef'tir því sem þetta fór i vöxt gekk eðlilega stórfé til þess, og mun í'íkis-

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.