Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 46
fjárveitingin til rannsókna hans síðast hafa numið f’ramt
að 100,000 kr. á ári, enda varð hann }iá að hafa fjölda
aðstoðarmanna. Bak við verklegu rannsóknirnar stóðu til
fryggingar og vissu visindafegar, efnarannsóknir i Kaup-
mannahöfn, og sýndi stjórn og þing Fjord það traust að
koma upp tilrauna-labóratóríi við landbúnaðarháskólann,
sem aðallega var gjört fyrir hann; varð forstöðumaður
þess V. Sforch, sá hinn sami er rannsakaði skyrið frá
Bergþórshvoli fyrir Fornleifafelagið. Fjord var efri ór sín
svo heimsfrægur maður, að tilraunaskýrslur hans birtust
jafnharðan í íjölda mörgum erlendum búnaðarritum rétt
um allan heim. Hann hefði getað orðið stórefnaður fyrir
ýmsar uppfundningar sínar, en um það hugsaði hann ekki.
Seinustu 8 órin sat hann í stjórn Landbúnaðarfélags-
ins danska, og var þar lífið og sálin.
Fjord var í fyrstu skólakennari og starfsþolið varsvo
mikið, að hann gat lengst af æfi sinnar verklega haldið
áfram að vinna að alþýðumentuninni með aískiftum sín-
um af alþýðukennurunum. Það tvent er einmitt svo óað-
skiljanlegt í Danmörk: alþýðumentunin og vöxtur og við-
gangur landbúnaðarins, og fer þetta því svo einkennilega
vel saman hjá Fjord. Monrad biskup var eflaust djúpsæ-
asti stjórnvitringurinn, sem Danir hafa átt á 19. öldinni.
Þegar hann hafði völdin lét hann sér mjög ant um að
auka og bæta alþýðufræðsluna. Barnaskóli Reykjavíkur
býr enn við reglugjörð Monrads, en 40 árþurftu að líða,
þangað til óskir lians um handavinnukenslu gátu rætst.
Eitt af því sem bezt hefir staðist af nýmælum Monrads
er sumarleyfisfræðslan fyrir barnakennarana. Þessi sum-
ar-„kúrsus“ eru æ betur og betur notuð og orðin mjög
margbreytt, og miklu fé varið til þeirra, og hafa einstaka
íslenzkir kennarar notið góðs af þeim siðustu árin. Þeg~
ar Fjord kom til Kaupmannahafnar, hafði Monrad yfir-
stjórn alþýðumentamála. Monrad tók þegar ástfóstri við
Fjord og hélst vinátta þeirra jafnan síðan. Monrad kom
Fjord að sem tilsjónarmanni við kennarafræðsluna að
sumrinu, og eigi Monrad þakkirnar fyrir að koma kensl-