Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Síða 68
við að tekjur af póstferðum mundi ekkert lækka við þessa
breytingu, en það fór á annan veg. Póstbréfum tjölgaði
að vísu ákaflega inikið, en tekjurnar komust ekki jafn-
hátt aftur fyr en eftir allmörg ár.
Árið 1840 var byrjað að gefa út frimerki. Sá, sem
fann upp frímerkin, var bókasölumaður .Tam.es Chalmers
frá Dundee, en oft hefir það einnig verið eignað Rowland
Hill, af þvi að þau komu fyrst til notkunar um sama
leyti og burðargjaldslækkun sú, sem Hill barðist fyrir.
Burðárgjaldslækkuninni var tekið með fögnuði af öllu
fólki, en alt öðru máli var að gegna um frímerkin.
Það var eigi gjört að skyldu að frímerkja bréf, held-
ur máttu þeir, sem vildu, borga undir þau í peningum eða
senda þau óborguð, en 10 árum eftir að frímerkin voru
gefin út var ekki helmingur póstbréfa á Englandi frí-
merktur.
Önnur lönd tóku þetta smámsaman upp eftir Eng-
lendingum, að lækka bréfburðargjaldið og láta það vera
hið sama innanlands án tillits til vegalengdar, og sömu-
leiðis að láta borga undir bréfin með frimerkjum. I löndum,
sem hafa gufuskip og járnbrautarvagna til að flytja póst-
inn, er það í rauninni eðlilegt og sjálfsagt, að bréfburðar-
gjuldið sé hið sama um land alt, því að flutningskostnað-
ur er þar sáralítill á bréfum, hvort sem þau fára langt
eða skamt.
Þessar endurbætur á póstmálunum náðu fyrst fram
að ganga hér á landi með tilskipun 26. febr. 1872. Þá
voru flest önnur lönd fyrir löngu búin að innleiða þær hjá
sér, en milli ríkja gilti gamla reglan, að taka sérstaka
borgun fyrir bvert ríki, sem bréfið átti að fara um. Af-
leiðingin var sú, að það var afarkostnaðarsamt að senda
bréf til utanríkislanda, og reikningar milli landanna út úr
því voru bæði erfiðir og flóknir.
Danskur maður, að nafni Joseph Michaelsen, mun
fyrstur manna hafa komið fram með þá uppástungu, að
láta sömu reglu gilda um allan heim eins og innanlands,
þnnnig að bréfin gengju með sama burðargjaldi alstaðar í út-
(58)