Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Page 80

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Page 80
mundi líða miklu ver í húsinu en á erfðaeign sinni. Það er hreint og beint komin bæjalífs sýki í fólkið. * * Við Faxaflóa hefir þilskipum fjölgað svo á fáum árum að þau eru nú yfir 60. Það hefði því eytt of miklu plássi væru þau öll talin í skýrslunni hjer að framan, er því að eins taliun þar rúmur l/i þeirra; það er nægilegt til að sýna afla upphæð og hlutföll á stórum fiski og smáum, og livað hásetar draga að meðultali. Loks sýnir skýrlan að ekki er alt komið undir fiskitalinu á skipunum, heldur undir þýngdinni og hver fisktegundin er, því að 3 skpp. af ísu eru mínna virði en 2 skpp. af þorski. Mörg af aflahærri skipunum eru hér ótalin, en þó er ef til vill heldur hærri afli að meðaltali á þau skip, sem talin eru í skýrslunni en þau, sem ónefnd eru. Sumir af skipstjórum og hásetum við Faxaflóa eru framúrskarandi aflamenn, svo að sum héruð sem skipaút- gerð hafa, mundu hafa hag af þvi, að fá nokkra góða. skipstjóra og háseta þaðan; þó er eigi svo að skilja, að alt sé eftirbreytnisvert þar, svo sem hirðing á skipum, ráðningsmáti o. fl. I Færeyjum er flestir hásetar ráðnir með þeim kjör- um, að þeir fá ’/s af því sem aflast fi skip, en það verð- Ur að álítast of lítið. Við Lófóten og i norðurhluta Noregs fá hásetar 4/10 af afla skipsins en skipseigendur e/,f., mun það vera nálægt hæfi, ef skipaeignin á uð geta borið sig' og orðið varanleg eign. En við Faxaflóa og víðar hér við land fá hásetar helming af öllum afla, sem í verzlan er lagður, og að auki alt svo nefnt „Tros“ (þ. e. heilag- fiski skata og steinbítur), eða mánaðarlaun 38 — 45 kr. og 3—4 aura af hverjum fiski, sem þeir draga. Þetta er hærra kaup en skipseignin getur' borið, má því þegar fisk- verðið fellur mikið, búast við falli þeirra skipseigenda, sem afla undir meðallagi og eigi 'hafa stuðning af verzlun. En nú er nokkurt útlit fyrir að lögun komist á þetta, og er það jafnáriðandi fyrir skipaútveginn sem landhúnaðinn.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.