Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Page 41
um og streymdu peningarnir pá inn á nokkrum
dögum.
Bodelschwingh hafði kynni af mörgu tignasta fólki
í Býzkalandi, og keisarafrúin veitli honum góðan
stuðning i starfi hans. Skömmu áður en hann lézt,
komst hann í samband við ameriska auðkýíinginn
Carnegie og hafði hann hug á að láta Bodelschwingh
fá eina miljón dollara til kærleiksstarfa sinna, en úr
því varð pó ekki vegna mismunandi lífsskoðana
pessara tveggja mannvina. Carnegie leit pannig á, að
bezt væri fyrir þjóðfélagið, að peir sem væri volaðir
og vanaðir hy/íi sem fyrst í dauðans djúp, en styrkja
bæri aðallega pá, er væri miklum hæfileikum gæddir,
en ætti erfitt að komast áfram i lifinu, en Bodel-
schwingh áleit skyldu sína að annast einkum um
aumingja mannlífsins.
Bethel er fyrirmyndarbær að mörgu leyti, bygg-
ingar fagrar og haglega gerðar, gatnagerð, trjá^kng
og alt fyrirkomulag eins og bezt má verða, en húsin
bera flest biblíunöfn eins og Ebenezer, Gilead, Be-
thania, Bethesda, Zionskirkja, Hermon, Arimathia,
Libanon, Tabor o. s. frv. Andi kærleika og eindrægni
hvílir yfir öllu samlífi, en Bodelschwingh hefir skap-
að penna bæ og stjórnað um nær 40 ára skeið.
Pegar Bodelschwingh tók við Bethelstofnuninni
1872, sem pá taldi að eins örfáa sjúklinga, komst
hann brátt að raun um, að nægilegt væri ei að sjá
um læknishjálp og viðurværi handa pessum aum-
ingjum, heldur pyrfti að sjá um lífsstarf handa þeim,
eftir pví sem heilsa peirra leyfði og föng væri á.
Hann kom pví á smíðastofum fyrir söðlasmiði, skó-
smiði, trésmiði, bókbindara o. s. frv. Nú eru I Bethel
yfir 2000 flogaveikir menn og yfir 2000 andlega vol-
aðir og annast pretlán læknar um pá, en 14 prestar
eru starfandi í Bethel og tveim stofnunum öðrum,
er reistar hafa verið nálægt Be.thel, Eckardtsheim og
Freistatt, t Bethel hefir verið komið á guðfræðinga-
(37)