Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Qupperneq 42
skóla og hjúkrunarstofnunum og eru þar aldir upp
trúboðar til framandi landa og prestar þeir, er starfa
eiga í Bethel, en hjúkrunarkonum frá Bethel er dreift
út um alt ríkið í hundraða tali. Nauðsynlegt reyndist
einnig að ala upp hjúkrunarmenn handa geðveikum
og ftogaveikum mönnum, og er tala bræðranna, eins
og þeir eru nefndir, nú nálægt 300.
Bodelschwingh lét sér ekki nægja að skapa Bethel
og koma þar föstu skipulagi á. Hann var vakinn og
soSnn að knýja á dyr hjá kærleiksrikum mönnura
og annast vellerð Bethelbúanna. Hann byrjaði störf
sín snemma á morgnana og reit bréf í þúsundatali
og þreyttist ekki á að biðja fyrir Bethelbúana. Hann
kom oft til Berlín og rann þá til rifja eymdarástand
borgarslæpingjanna, bræðra sinna á götunni, eins og
hann nefndi þá, og stofnaði fyrir þá tvo smábæi
nálægt Berlín, Hoffnungstal og Dreibiúck. í Hoff-
nungstal er unt að veita viðtöku 500 manns; þangað
kemur allskonar lýður, moríinistar og ofdrykkjumenn,
þjófar og bófar, en þeir eru settir þar í jarðræktar-
vinnu og látnir lifa reglulegu lífi. Peir sofa þar hver
í sinum klefa, sem er ekki stærri en tæpar 3 álnir á
hvern veg, en alt er hreint og fágað og strangasta
eftirlits gætt. Margir, er þangað Ieita, hverfa þaðan
aftur eftir nokkra mánuði nýir og betri menn og
verða nýtir borgarar, en margir verða líka æfigestir
á þessum heimilum, en öllum er frjálst að koma og
fara, þegar þeir vilja.
Bodelschwingh lézt á 80. ári og er nafn hans blessað
um alt Pýzkaland, en sonur hans hefir tekið við
stjórninni í Bethel cg kappkostar' að feta í fótspor
föður sins.
A. J.
(38)