Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Side 78
lagt að vera allsberir við slátt í sólskini, eða ofan að
mitti, ef þörf krefur vegna samverkafólks. Hefir þetta
gefizt vel. Pótt ekki sé sólskin, er mjög æskilegt að
lofa útiloptinii að leika um hörundið. »Loptbað« ein-
samalt stælir mjög hörundið, enda kannast menn við,
að vel má verða mjög útitekinn, þótt lítið sé um sól.
Enskt máltæki hljóðar svo: »Prevention is better
than cure« — æskilegra er að koma í veg fyrir sjúk-
dóma en lækna þá.
Ekki er nema eðlilegt, að létt sé undir með þeim,
sem verða fyrir heilsubilun, en hitt væri þó meira
um vert að afstýra heilsuleysinu. íslendingar eiga
sér tvö öflug vopn til þess að verja heilsuna — lýsi
og sólskin. Aðstaða íslendinga er þannig, að þeir
geta mörgum öðrum fremur átt kost á góðu og ódýru
þorskalýsi; vonandi fer notkun þess sífellt í vöxt.
Sólskinið er að vísu stopult, en dýimætur heilsugjafi.
Nokkrir sólskinsmánuðir geta vafalítið riðið bagga-
muninn um heilsu ýmsra barna og fullorðinna, sem
veiklaðir eru, að því tilskildu, að sólúnni sé lofað að
skína á beran líkamann, og inn í hýbýli manna.
Gunnlaagur Claessen.
Nobkrar »málfræðisvísnr«.
Eftir Halldór Briem.
í rímu þeirri um nokkur helztu atriðin i íslenzkri
málfræði, er út kom frá mér i Pjóðvinafélagsalman-
akinu síðastliðið ár, var ekki skýrt frá einkennum
sterkra og veikra orða, nefnilega nafnorða, lýsingar-
orða og sagna. Eg hefi fengið að vita, að ýmsum
hefir þótt þetta talsverð vöntun, og þeir talið æski-
legt, að eitthvað slíkt kæmi fram Eg vil því reyna að
gera eitthvað í þessu, og set eg hér því nokkrar vís-
ur þessa efnis.
(74)