Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 80
7. En ef þátið endar á
aði di ti i ði.
sagnir veikar vitnast þá
af veikri ending nafn þær fá.
8 Nú skal sagnir nefna hér,
er núpálegar heita,
þátíðarmynd, sem þróttgóð er,
þær í nútíð beita.
9. Eins og þú beygir orðið slá,
ávalt sló, hef slegið,
þannig seg þú fló af flá
og fylgja lát hef flegið.
10. Hver svo vel það ræki ráð,
að rétt hann málið kunni,
lát því aldrei fláði fláð,
falla þér af munni.
Allieimsmálið Esperanto
verður 40 ára í júlí 1927, talið frá útkomu fyrstu
bókarinnar, er á því var rituð. Hefir því mjög auk-
izt fylgi hin síðustu ár. 19 eru þau blöð og tíma-
rit, sem á því eru rituð og ætluð eru mönnum
hverrar þjóðar sem eru, en hin eru 43, sem eru
staðbundin, enda sum rituð að einhverju leyti á
hinni innlendu tungu. Auk þess eru Esperanto-dálk-
ar í fjölda blaða. Alheimsfélög esperantista (t. d. bók-
menntafélag, guðspekifélag) eru 20, og eitt þeirra,
Universala Esperanto-Asocia (Alheims Esperanto-
félag), sem eingöngu vinnur að eílingu málsins, á
fulltrúa í 56 ríkjum, þar á meðal íslandi. — Frá ýms-
um stöðum í Austurríki, Danmörku Frakklandi, ítal-
íu, Rússlandi, Spáni, Sviss og Þýzkalandi er ein-
hverju útvarpað vikulega á F.speranto. Ól. P.
(76)