Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Síða 81
Innlendnr fræðabálkur.
Um Níels skálda.
Fáir munu vera á landi hér, þeir sem eigi hafa
heyrt getið þessa manns. En í huga flestra mun hann
vera lítið annað en montinn sérvitringur, og það fátt,
sem um hann hefir birzt á prenti, hefir orðið til þess
að auka þá trú og halda henni við (sjá t. d. Bólu-
Hjálmars-sögu, Eyrarbakka 1911, bls. 74-7 og 128-31).
Hér á þó í rauninni í hlut gáfumaður, gæddur til-
hneigingu til frumlegrar hugsunar og mikiili listgáfu,
maður, sem stirð lífskjör gerðu einrænan og ein-
stæðan.
Hér verður nú nokkuð sagt af þessum einkenni-
lega alþýðumanni, eftir þeim heimildum, sem nú
skulu greindar. Ólafur Sigurðsson í Ási í Hegranesi
(f. 1822, d. 1908), lengi umboðsmaður Reynistaðar-
klausturs, mesti greindar- og merkismaður, hefir
samið þátt af Níelsi. Sá ritlingur komst í hendur síra
Porleifi Jónssyni á Skinnastöðum. Samdi síra Þor-
leifur síðan æviágrip Níelsar eftir þessum þætti Ólafs
í Ási og fáeinum gögnum öðrum (sögusögnum nokk-
urra manna, er hann þekkti og kunnugir höfðu verið
Nielsi, og ættarrannsóknum frá Dr. Hannesi Por-
steinssyni). Síðar skráði hinn kunni fræðimaður, síra
Þorkell Bjarnason á Reynivöllum (f. 1839, d. 1902),
frásagnir um Níels. Allar þessar ritgerbir er nú að
firtna í handritasafni landsbókasafnsins (Lbs. 1515,
8vo), keyptar þangað árið 1909 af síra Þorleifi Jóns-
syni. Er aðallega stuðzt við þessi rit hér, einkum
Ólafs og síra Þorkels, er báðir voru sannorðir menn
og skilrikir, vel kunnugir Níelsi, Ólafur um langan
tíma og vinveittur honum, en síra Þorkell á æsku-
dögum sínum og efstu árum Níelsar.
Níels fæddist að Flugumýri árið 1782. Foreldrar
(77)